Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Jötunnhlaupið

thumb IMG 3751 1024Jötunnhlaup Frískra Flóamanna og Jötunn Véla fór fram 1. maí. Þrátt fyrir votviðri og vind var fín þátttaka. Hlaupnir voru 5 og 10 km um Selfoss, að hluta á bökkum Ölfusár. Alls luku 48 keppendur hlaupunum, 29 í 5 km og 19 í 10 km. Fyrstur í mark var stórhlauparinn Arnar Pétursson ÍR en hann rann kílómetrana 5 á 16:06 mín og fyrst kvenna var Katrín Lilja Sigurðardóttir Laugaskokki á 22:24 mín. Þórólfur Ingi Þórsson ÍR/Garmin kom fyrstur í mark í 10 km á 34:39 mín. Tvö HSK-met voru sett Ástþór Jón Tryggvason Selfossi setti met í flokki 18 ára og 22 ára í 5 km en hannlauk hlaupinu á 18:13 mín. Þá setti Halldór E. Guðnason met í flokki 70-75 ára með tímanum 59:04. Frískir Flóamenn stóðu sig vel en þar var Sigrún að vanda femst í flokki en hún skeiðaði 10 km á 42:11 mín og var fyrst kvenna í þeirri vegalengd. Björk, Ingileif, Vigfús og Halldór unnu sína aldursflokka í 10 km. Sigvaldi Búi Þórarinsson fór 5 km á hækjum, algjör hetja þar á ferðinni. Hlaupið tókst vel í alla staði þrátt fyrir óhagstætt veður. Auk Jötunn Véla veittu Sveitafélagið Árborg, veitingastaðurinn Yellow, MS og UMFS hlaupinu stuðning. Fullt af flottum myndum sem Dýrfinna tók eru í myndaalbúmi.

 


Jötunnhlaupið 1. maí

         Jötunnhlaupið

Staður og tími
Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn, í samstarfi við Jötunn Vélar, stendur fyrir
götuhlaupi á Selfossi þann 1. maí nk. og hefst það kl. 13:00. Hlaupið heitir Jötunnhlaupið.

VegalenIMG_3079gdir 10 km og 5 km

Hlaupaleiðir
Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ.
Hlaupaleiðirnar eru ða flatri braut á bökkum Ölfusár. Haupin hefjast og enda við húsakynni Jötunn Véla á Selfossi.

Hér er tengill á kort af hlaupaleiðinni: https://www.google.com/maps/d/edit?mid=1ihcNTOIhRJLnfqWly0mX2fwR0cw&ll=63.93325663777965%2C-21.007999700000028&z=14



Skráning
Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00. Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi, þá verða
keppnisnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12:20. Þátttökugjald er
kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Greitt
með seðlum, enginn posi á staðnum. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll
Selfoss eftir hlaup.

Flokkaskipting
Aldursskipting hjá konum og körlum;

5 km
15 ára og yngri
16 og eldri ára

10 km
39 ára og yngri
40-49
50-59
60 ára og eldri

Verðlaun
Verðlaun verða fyrir fyrsta keppenda í hverjum flokki.
Vegleg sérverðlaun frá Jötunn Vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu
í hvorri vegalengd um sig. Jafnframt verður fullt af útdráttarverðlaunum.

Nánari upplýsingar veita Magnús s:840 6320 og Aðalbjörg s:820 6882

Sjá einnig upplýsingar á hlaup.is.

 


Flóahlaupið

20170401_141815Hið landsfræga og óviðjafnalega Flóahlaup (Kökuhlaupið) fór fram 1. apríl í blíðskaparveðri. Boðið var upp á 3 , 5 km og 10 km. Sjö Frískir tóku þátt og stóðu sig vel að vanda, allir enduðu á palli. Gunnar Örn vann 5 km en þetta var hans fyrsta keppnishlaup. Halldór frá Efra Seli í Hrunamannahreppi gerði sér lítið fyrir og setti HSK-met í flokki 70-74 ára í 10 km á tímanum 59:... og var þetta jafnframt hans fyrsta keppnishlaup. Magnús var fyrstur í flokki 60 ára í 10 km, Ingvar var annar og Vigfús þriðji í flokki 50 ára og Arna var önnur í flokki 40 ára í sömu vegalengd. Þá var Benedikt annar í sínum flokki.  Að hlaupin loknu var að venju boðið upp 20170401_140835á kökuhlaðborð í Félagslundi


Af aðalfundi Frískra Flóamanna

20170307_210500Aðalfundur Frískra Flóamanna var í gær í Selinu. Farið var yfir helstu viðburði síðasta árs, stöðu fjármála, kosið í stjórn og rætt um hvað er framundan. Sitjandi stjórn var endurkjörin, en hana skipa Svanlaug, Anna Björk, Sigurður sem er ritari, Aðalbjörg gjaldkeri og Magnús formaður. Meðal viðburða síðasta árs, má nefna Þorrapizzu, hlaupanámskeið, byrjendanámskeið, Intersporthlaupið, velgjörðarfélag FF, aðstoð við Laugavegshlaupið, hlaup yfir Fimmvörðuháls, Fríska Sólheimahlaupið, uppskeruhátíð, fyrirlestur um fjallahlaup og jólahlaup. Fjármálin standa vel en aðal tekjulind FF er aðstoð við Laugavegshlaupið. Æfingar verða fram til sumars undir stjórn Sigmundar.  Framundan er fræðslufundur um hlaup og álagsmeiðsl sem verður 23. mars í Tíbrá. Þann 1. maí standa FF, í samvinnu við Jötunn Vélar, fyrir 5 og 10 km götuhlaupi. Svo er aðstoð við Laugaveginn 15. júlí en þar þurfum við um 35 manns. Töluverðar umræður voru um verkefnin framundan.


Aðalfundur Frískra Flóamanna 7. mars kl. 20.

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn í Selinu 7. mars og hefst hann kl. 20.

Á dagskrá fundarins er :
- skýrsla stjórnar og reikningar,
- kosningar,
- hvað er framundan,
- önnur mál.

Hvetjum alla Fríska Flóamenn til að mæta.

Fh. stjórnar Magnús


Jötunnhlaupið 1. maí

IMG 8387         Jötunnhlaupið

Staður og tími
Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn, í samstarfi við Jötunn Vélar, stendur fyrir
götuhlaupi á Selfossi þann 1. maí nk. og hefst það kl. 13:00. Hlaupið heitir Jötunnhlaupið.

Vegalengdir 10 km og 5 km

Hlaupaleiðir
Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ.
Hlaupaleiðirnar eru á bökkum Ölfusár. Haupin hefjast og enda við húsakynni Jötunn Véla á Selfossi.

Skráning
Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00. Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi, þá verða
keppnisnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12:20. Þátttökugjald er
kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Greitt
með seðlum, enginn posi á staðnum. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll
Selfoss eftir hlaup.

Flokkaskipting
Aldursskipting hjá konum og körlum;

5 km
15 ára og yngri
16 og eldri ára

10 km
39 ára og yngri
40-49
50-59
60 ára og eldri

Verðlaun
Verðlaun verða fyrir fyrsta keppenda í hverjum flokki.
Vegleg sérverðlaun frá Jötunn Vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu
í hvorri vegalengd um sig. Jafnframt verða útdráttarverðlaun.



Tilvalið hlaup til að bæta sig í 10 km eða 5 km hlaupi.


Nánari upplýsingar veita Magnús s:840 6320 og Aðalbjörg s:820 6882

Sjá einnig upplýsingar á hlaup.is.




Aðalfundur Frískra 7. mars

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn í Selinu 7. mars nk. og hefst hann kl. 20:00. Förum yfir það markverðasta í starfsemi félagsins á sl. ári, greinum frá stöðu fjármála, ræðum hvað er framundan og önnur mál, og svo eru kosningar til stjórnar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Fh. stjórnar Magnús.IMG_2385


Þorrahlaup og Þorrapizza 16. febrúar.

Hin árlega þorrapizza Frískra Flóamanna verður 16.febrúar IMG 7695kl. 19.30 í Tryggvaskála og mun þetta vera í tuttugasta sinn sem hún er á borðum. Fram verða bornar hinar óviðjafnanlegu þorrapizzur, hefðbundnar pizzur, harðfiskur og hákarl. Verðið er kr. 2.900,- á mann.
Að sjálfsögðu hlaupum við þorrahlaup þennan sama dag kl.17:15. Skemmtinefndin skorar á alla Fríska að mæta í lopapeysum yfir hlaupajakkann.


Frískir Flóamenn í samstarf við Jötunn vélar

16003211_1053601904749714_7206450886856279624_n copyFrískir Flóamenn hafa samið við Jötunn vélar um fjárstuðnig og samstarf, en samnigur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Jötunn véla við Austurveg á Selfossi mánudaginn 16. janúar sl. Um er að ræða fimm ára samning sem hefur það einkum að markmiði að stuðla að aukinni hreyfingu og útivist almennings. Það verði m. a. gert með því að halda götuhlaup á Selfossi a.m.k. einu sinni á ári hverju. Hlaupið heitir Jötunnhlaupið og verður haldi í fyrsta sinn þann 1. maí 2017. Í boði verða 5 og 10 km með tímatöku. Vegalengdir verða löglega mældar af mælingarmönnum Frjálsíþróttasambands Íslands. Hefjast hlaupin og enda við verslun Jötunn véla við Austurveg. Frískir Flóamenn munu sjá um kynningu, skipulagningu og framkvæmd hlaupanna í samvinnu við Jötunn vélar. Stefnt er að hjólreiðakeppni síðar. Jötunn vélar munu kosta auglýsingu og leggja til aðstöðu utan og innanhúss sem einkum er á hlaupadegi. Jötunn vélar útvega verðlaun fyrir sigurvegara í flokkum kvenna og karla og útdráttarverðlaun ásamt því að kosta verlaunapeninga í aldursflokkum. Þá greiða Jötunn vélar mælingar á hlaupavegalengdum en sá kostnaður fellur til einu sinni á tímabili samnings. 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband