Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2017

Frískir Flóamenn í samstarf við Jötunn vélar

16003211_1053601904749714_7206450886856279624_n copyFrískir Flóamenn hafa samið við Jötunn vélar um fjárstuðnig og samstarf, en samnigur þess efnis var undirritaður í húsakynnum Jötunn véla við Austurveg á Selfossi mánudaginn 16. janúar sl. Um er að ræða fimm ára samning sem hefur það einkum að markmiði að stuðla að aukinni hreyfingu og útivist almennings. Það verði m. a. gert með því að halda götuhlaup á Selfossi a.m.k. einu sinni á ári hverju. Hlaupið heitir Jötunnhlaupið og verður haldi í fyrsta sinn þann 1. maí 2017. Í boði verða 5 og 10 km með tímatöku. Vegalengdir verða löglega mældar af mælingarmönnum Frjálsíþróttasambands Íslands. Hefjast hlaupin og enda við verslun Jötunn véla við Austurveg. Frískir Flóamenn munu sjá um kynningu, skipulagningu og framkvæmd hlaupanna í samvinnu við Jötunn vélar. Stefnt er að hjólreiðakeppni síðar. Jötunn vélar munu kosta auglýsingu og leggja til aðstöðu utan og innanhúss sem einkum er á hlaupadegi. Jötunn vélar útvega verðlaun fyrir sigurvegara í flokkum kvenna og karla og útdráttarverðlaun ásamt því að kosta verlaunapeninga í aldursflokkum. Þá greiða Jötunn vélar mælingar á hlaupavegalengdum en sá kostnaður fellur til einu sinni á tímabili samnings. 



Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband