Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016

Sigrún sigraði hálft maraþon í Miðnæturshlaupinu

 

13482815_10202224837659663_4803890327348581313_o

 Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í 24.sinn 23 júní. Aðstæður voru góðar og gott hlaupaveður. Skráðir þátttakendur voru 2640, 1247 í 5 km, 782 í 10 km og 611 í hálfu maraþoni, þar af voru 900 erlendir frá 50 löndum. Sex Frískir hlupu og stóðu sig glimrandi. Sigrún var fyrst kvenna í hálfu Maraþoni á 1:33:17 sem er hreint frábær tími því brautin er ekki auðveld. Sigrún bætti jafnframt HSK-met sitt í flokki 35-39 ára kvenna sem hún setti fyrr í vor. Tími Sigrúnar er 4.besti tími kvenna í hálfmaraþoni í Miðnæturhlaupinu frá upphafi. Þá hlupu Steingerður og Reynir 21 km, Steingerður á 1:57:14 og Reynir á 1:43:12.  

Þrjá Frískar hlupu 10 km, Auður var á 55:02 og Sandra Dís var á 57:52 sem er flottur tími og mikil bæting hjá henni, Eydís Katla hljóp á 59:47.

Glæsilegt og til hamingju. 

 


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband