Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Vigfús fór Hengilshlaupið

IMG 1460

Átta hetjur hlupu Hengilshlaup sem er 81 km langt hlaup um Hengilssvæðið í hitanum í gær. Hlaupið var m.a. á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punkturinn á Hengilssvæðinu og er í 810 m. Vigfús var meðal keppenda og lauk hann þessu krefjandi hlaupi á 15:41:06, aldeilis flott afrek hjá honum. Hér eru úrslitin http://hamarsskokk.wordpress.com/2012/07/29/urslit-ur-hengilshlaupinu/

 


Þórir járnkarl

IMG 2777Ekkert lát er á afrekum Frískra Flóamanna. Þórir Erlingsson lauk járnkarli í Zurich í gær lokatíminn var 14:03:32. Þórir lauk 3,8 km sundi á 1:26:55, hjólaði 180 km á 6:29:42 og hljóp maraþon á 5:53:51. Glæsilegt hjá honum.

Flóamenn hlupu Laugaveginn

IMG_4783Hópur Frískra Flóamanna hljóp Laugaveginn og stóðu sig vel. Systkinin Anna og Sigmundur létu sig ekki vanta. Anna lauk á 7:43 og Sigmundur á 5:56 og voru þau bæði að bæta sig. Sigmundur var þriðji í sínum aldursflokki. Bárður Árna var á 7:34 og Kiddi Marvins á 6:48. Þá hlupu nokkrir Selfyssingar Guðmundur Tryggvi, Björn Hranna (7:07), Reynir Guðmundsson (7:22) og Steingerður Hreinsdóttir (7:23). Flottur hópur sem stóð sig aldeilis frábærlega. Úrslitin má sjá á marathon.is.

Brautarvarsla Frískra Flóamanna á Laugaveginum gekk vel

IMG_4790Frískir Flóamenn sáu um brautarvörslu í Laugavegshlaupinu ásamt Björgunarfélagi Árborgar. Þátttakendur voru rúmlega 300 að þessu sinni. Veður var ákjósamlegt milt, lítill vindur og að mestu þurrt. Brautarmet voru slegin í bæði kvenna og karlaflokki. Það er mikið verk að sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þessari í þessu krefjandi 55 km fjallahlaupi. Frískir Flóamenn ásamr Björgunarfélaginu mættu með bros á vör og voru boðnir og búnir að veita hlaupurum drykki og orku, hjálpa þeim yfir erfiðar ár og veita aðhlynningu ef á þurfti að halda. Allt gekk að óskum og getum við verið stolt yfrir okkar framlagi.

361 skráðir í Laugavegshlaupið

IMG 0966Laugavegshlaupið verður næstkomandi laugardag 14. júlí og munu Frískir Flóamenn sjá um brautarvörslu ásamt Björgunarfélagi Árborgar. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu hlaupsins eru 361 hlaupari skráður, 259 karlar og 102 konur, útlendingar eru 113 frá 22 löndum. Árið 2011 lögðu 306 af stað í hlaupið. Okkur er falin mikil ábyrgð og við þurfum öll að vera klár á okkar hlutverki. Upplýsingar um hlaupið (ætlað þáttakendum en nýtist okkur) á http://www.marathon.is/laugavegshlaup/Upplysingar_2012.

Fundur um Laugavegshlaupið

IMG 0997Laugavegshlaupið er framundan verður 14. júlí. Frískir Flóamenn verða með brautarvörslu. Fundur varðandi brautarvörsluna verður að Birkivöllum 6 kl. 19:30 á morgun þriðjud 3. júlí. Þeir sem hafa áhuga á að vera með, vinsamlegast sendið póst á leifur@mi.is

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband