Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Frískir í Hvítasunnuhlaupi Hauka

IMG 1460Hvítasunnuhlaup Hauka fór fram í dag. Hlaupið er utanvegahlaup 17,5 km. Auðunn og Vigfús hlupu. Auðunn var á 1.32.40 og Vigfús á 1.41.11. Flott hjá þeim.

Góður árangur hjá Sigrúnu í Köben

Sigrún önnur kona í markSigrún Sigurðardóttir var að ljúka maraþoni í Kaupmannahöfn.  Hún stóð sig vel, geystist um götur Kaupmannahafnar og endaði á tímanum 3.28.28 og var í 17. sæti í sínum flokki. Aldeilis frábært, þrátt fyrir að hellirignt hafi meðan á hlaupinu stóð.  Um 11.000 hlauparar mættu til leiks þar af yfir 30 íslendingar.

Fyrstur íslenskra karla var Stefán Guðmundsson á 2.37.58. Margrét Elíasdóttir var fyrst íslenskra kvenna á 3:15:23.

 



Intersporthlaupið undan vindi

 
 
IMG_7215
Intersporthlaupið undan vindi fór fram í dag en það er 10 km hlaup Frískra Flóamanna. Hlaupið er frá Intersporti á Selfossi niður Gaulverjabæjarveg.  Fremur hægur hliðarvindur var nánast alla leið en mótvindur í restina en samt féllu einhver persónuleg met enda brautin sennilegasta ein sú hraðasta á landinu. Fyrir upphaf hlaupsins minntist Sigmundur Stefánsson Þórs Vigfússonar eins af stofnfélögum Frískra Flóamanna með mínútu þögn áður en hlaupið var ræst en Þór lést fyrir stuttu. Hlaupið sem er löglega mæt fór í alla staði vel fram. Fyrst kvenna var Borghildur Valgeirdóttir á 42.14 og fyrstur karla var  Wieslaw Piotr Nieradko á 40.55 sem er Frískur Flóamaður en fleiri Frískir stóðu sig vel og voru að bæta sig. Þakkir til þeirra sem tóku þátt og aðstoðuðu. Intersport og MS eiga þakkir skildar fyrir sína aðkomu að hlaupinu. Myndir í myndaalbúmi. Úrslitin eru á hlaup.is.



Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband