Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Frískir Flóamenn í vormaraþoni

IMG 9275Í dag 30. apríl var svokallað vormaraþon í Reykjavík sem Félag Maraþonhaupara stóð fyrir. Hlaupið var maraþon og hálft maraþon. Það snjóaði á meðan á hlaupinu stóð en vindur var hægur. Mjög góð þátttaka var, 258 luku hálfu maraþoni og 35 maraþoni. Nokkrir Flóamenn tóku þátt og stóðu sig með sóma. Óli Einars og Steini luku maraþoni og var Óli að fara sitt fyrsta maraþon. Óli lauk á tímanum 3:23:34, sem er virkilega góður tími, og Steini var á 3:33:00 og var að bæta sig um meira en 3 mín, flott hjá þeim. Ingileif og Vigfús fóru hálft maraþon og gerðu glæsilegt hlaup, lauk Ingileif á 2:05:15 og bætti sig um meira en 10 mínútur, Vigfús á 2:07:36 og bætti sig um meira en fimm mínútur. Sigmundur þurfti að hætta í heilu og Anna í hálfu. Gengur bara betur næst hjá þeim. Úrslitin eru á hlaup.com.

Píslarhlaupið

Píslarhlaupið verður FÖSTUDAGURINN LANGI, 22. Apríl.  Komið saman við Réttina í Úthlíð í Biskupstungum kl 13.00, sameinast í bíla og ekið að Geysi. Vegakengdir 10 km og 5 km. Í 10 km  er hlaupið kl. 13.30 frá rásmarkinu við Geysi og að Úthlíð.  5 km hlaupið er frá Múla að Úthlíð.  Ræsing frá Múla kl. 13.30. Boðið er einnig upp á 5 km kraftgöngu frá Múla. Heitur pottur súpa og brauð eftir hlaup. Páskaegg i verðlaun og útdráttarverðlaun.  Verð 1500 kr, súpa og brauð innifalið. Skráning á uthlid@uthlid.is, eða á hlaup.is img_7403_1076936.jpg

Flóahlaupið

img_0655.jpgFlóahlaupið fór fram í dag 9. apríl í blíðsakapar roki en í hlýju og að mestu þurru veðri.  88 hlauparar mættu og hlaupu 3, 5, eða 10 km. 10 Frískir Flóamenn hlupu, hefðu mátt vera fleiri. Þrír Frískir  fóru á pall, Ingileif, Sigmundur og Ingvar. Kaffi og hlaðið borð af kökum að vanda í salnum í Félagslundi eftir hlaup og "já eða nei Icesave-kosning" hinu megin í húsinu. Markús og aðrir Samhyggðarmenn eiga þakkir skildar fyrir góðan dag. Myndir frá hlaupinu í myndaalbúmi.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband