Leita í fréttum mbl.is
Embla

Af aðalfundi Frískra Flóamanna

20170307_210500Aðalfundur Frískra Flóamanna var í gær í Selinu. Farið var yfir helstu viðburði síðasta árs, stöðu fjármála, kosið í stjórn og rætt um hvað er framundan. Sitjandi stjórn var endurkjörin, en hana skipa Svanlaug, Anna Björk, Sigurður sem er ritari, Aðalbjörg gjaldkeri og Magnús formaður. Meðal viðburða síðasta árs, má nefna Þorrapizzu, hlaupanámskeið, byrjendanámskeið, Intersporthlaupið, velgjörðarfélag FF, aðstoð við Laugavegshlaupið, hlaup yfir Fimmvörðuháls, Fríska Sólheimahlaupið, uppskeruhátíð, fyrirlestur um fjallahlaup og jólahlaup. Fjármálin standa vel en aðal tekjulind FF er aðstoð við Laugavegshlaupið. Æfingar verða fram til sumars undir stjórn Sigmundar.  Framundan er fræðslufundur um hlaup og álagsmeiðsl sem verður 23. mars í Tíbrá. Þann 1. maí standa FF, í samvinnu við Jötunn Vélar, fyrir 5 og 10 km götuhlaupi. Svo er aðstoð við Laugaveginn 15. júlí en þar þurfum við um 35 manns. Töluverðar umræður voru um verkefnin framundan.


Aðalfundur Frískra Flóamanna 7. mars kl. 20.

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn í Selinu 7. mars og hefst hann kl. 20.

Á dagskrá fundarins er :
- skýrsla stjórnar og reikningar,
- kosningar,
- hvað er framundan,
- önnur mál.

Hvetjum alla Fríska Flóamenn til að mæta.

Fh. stjórnar Magnús


Jötunnhlaupið 1. maí

IMG 8387         Jötunnhlaupið

Staður og tími
Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn, í samstarfi við Jötunn Vélar, stendur fyrir
götuhlaupi á Selfossi þann 1. maí nk. og hefst það kl. 13:00. Hlaupið heitir Jötunnhlaupið.

Vegalengdir 10 km og 5 km

Hlaupaleiðir
Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ.
Hlaupaleiðirnar eru um sléttlendi Flóans. Haupin hefjast og enda við
húsakynni Jötunn véla á Selfossi.

Skráning
Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00. Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi, þá verða
keppnisnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12:20. Þátttökugjald er
kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Greitt
með seðlum, enginn posi á staðnum. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll
Selfoss eftir hlaup.

Flokkaskipting
Aldursskipting hjá konum og körlum;

5 km
15 ára og yngri
16 og eldri ára

10 km
39 ára og yngri
40-49
50-59
60 ára og eldri

Verðlaun
Verðlaun verða fyrir fyrsta keppenda í hverjum flokki.
Vegleg sérverðlaun frá Jötunn vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu
í hvorri vegalengd um sig. Jafnframt verða útdráttarverðlaun.

Tilvalið hlaup til að bæta sig í 10 km eða 5 km hlaupi.

Nánari upplýsingar veita Magnús s:840 6320 og Aðalbjörg s:820 6882
Aðalfundur Frískra 7. mars

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn í Selinu 7. mars nk. og hefst hann kl. 20:00. Förum yfir það markverðasta í starfsemi félagsins á sl. ári, greinum frá stöðu fjármála, ræðum hvað er framundan og önnur mál, og svo eru kosningar til stjórnar. Vonumst til að sjá sem flesta.
Fh. stjórnar Magnús.IMG_2385


Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15, á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.  Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. 

Færsluflokkar

Mars 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband