Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Reykjavíkurmaraþon framundan, hlaupið fyrir Parkinsonsamtökin.

img_8985.jpgNú styttist í Reykjavíkurmaraþonið og ekki seinna vænna en að fara undirbúa sig. Margir láta sig aldrei vanta í þetta frábæra hlaup. Þar eru vegalengdir við allra hæfi. Nokkrir Frískir Flóamenn eru að undirbúa sig fyrir heilt maraþon en aðrir ætla hálft eða 10 km. Hlauparar geta heitið á góðgerðasamtök þegar þeir skrá sig í hlaupið. Á fundi Frískra Flóamann nýverið kom Hafsteinn Jóhannesson, sem býr að Sóltúni 25 hér á Selfossi og talaði máli Parkinsonsamtakanna og óskaði eftir að Frískir Flómenn hlypu í nafni þeirra, en það gerðu Frískir í Reykjavíkurmaraþoni 2010. Hafsteinn bauðst til að greiða fyrir þátttökugjald þeirra sem hlaupa í nafni samtakanna. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Hafstein í síma 894 1228 eða shjshj@simnet.is.

Laugavegshlaupið 2011

img_0986.jpgLaugavegshlaupið fór fram í dag 16. júlí í fínu veðri, þurt var og sólskin en heldur heitt þegar á hlaupið leið. 306 hlauparar lögðu af stað frá Landmannalaugum en 289 skiluðu sér í mark í Þórsmörk. Svisslendingurinn Alexandre Vuistiner kom fyrstur í mark á tímanum 4:59:21 sem er 16. besti tíminn í 15 ára sögu hlaupsins. Annar í mark var Örvar Steingrímsson á 5:02:22. Sigurvegari í kvennaflokki var Guðbjörg Margrét Björnsdóttir. Guðbjörg hljóp á tímanum 5:50:54. Nokkrir Frískir Flóamenn hlupu og stóðu sig með sóma. Fyrstur Selfyssinga var Stefán Hólmgeirsson og rann hann skeiðið á 5:39:54 og var 17. í mark í sínu fyrsta Laugavegshlaupi. Um 30 Frískir Flóamenn stóðu vaktina á hlaupaleiðinn, gættu brautar, veittu drykki og sáu til þess, ásamt björgunarsveitarmarmönnum úr Björgunarfélagi Árborgar, að allt gengi upp á hlaupaleiðinni. Allt gekk að óskum en helst var það hiti sem gerði hlaupurum erfitt fyrir svo þeir misstu mikinn vökva sem dró máttinn úr sumum. Myndir frá hlaupinu eru í myndaalbúmi og úrslitin á marathon.is.

Fundur um Laugavegshlaupið miðvikudag 13. júlí í Selinu

img_8028_1097244.jpgBoðað er til fundar með þeim Frískum Flóamönnum sem ætla að vinna við Laugavegshlaupið. Fundurinn verður í Selinu á miðvikudaginn 13. júlí kl.18.00.  Gengið verður frá því sem eftir er varðandi Laugavegshlaupið. Æskilegt er að sem flestir sem ætla að vinna við hlaupið komi á fundinn. Gott væri að vinir og vandamenn sem ætla að vinna með okkur mæti líka og viðkomandi komi boðum til þeirra.

Fjölmenni í fjallgöngumessu

Fjölmenni var í fjallgöngumessu á Ingólfsfjalli sem fram fór í dag.  Um það bil 50 manns sóttu messuna 

img_0885.jpg

en prestur var sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur á Selfossi.  Gengið var upp hjá grifjunum gengt Þórustöðum og stoppað á leiðinni og lesið úr ritningunni.  Messulok voru uppi á fjallinu þar sem prestur pretikaði og söfnuðurinn söng sálma. Fólk á öllum aldri sótti messuna sem er skemmtileg nýbreytni í messuhaldi á Selfossi.  Myndir frá fjallgöngumessunni eru í myndaalbúmi. 


Fjallgöngumessa á Ingólfsfjalli þann 10. júlí

img_7689_1096643.jpgÁ sunnudaginn nk. verður fjallgöngumessa á Ingólfsfjalli. Lagt verður á fjallið kl. 15 frá malargrifjunum gengt Þórustöðum. Ritningartextar verða lesnir áður en lagt verður af stað og á leiðinni upp. Prestur í messunni verður sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Fjallgöngumessan er skipulögð í samráði við Fríska Flóamenn og fleira áhugafólk um útivist á svæðinu. Allir eru velkomnir.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband