Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Stokkseyrarhlaupið 2007

Þegar Stokkseyrarhlaupið var  hlaupið 2007 var farin Gaulverjabæjarvegurinn sem gerir 20 km. Í minningunni var stafalogn og glampandi sólskin eins og venjulega en eitthvað eru myndirnar sem ég var að setja inn að gefa annað til kynna. Ég veit alla veganna að það var gaman hjá okkur eins og venjulega.

Kveðja Lísa ;-)  


Nýr þjálfari

Bragi Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, hefur verið ráðinn þjálfari Frískra flóamanna í vetur. Hann mun mæta á æfingu þriðjudaginn 23. september nk. Allir að mæta þá og endilega taka með sér nýliða.

Tíbetmaraþon

 Var að setja inn nokkrar myndir frá Tíbetmaraþoninu sem við Pétur fórum í núna í sumar. Hlaupið var í 40°C hita og blanka logni. Var því kærkomið að fá kalda gusu yfir höfuðið á fjögra km. fresti. 

Ferðin var öll alveg frábær, skemmtilegir ferðafélagar sem flestir tóku þátt í hlaupinu og ekki var með nokkru móti hægt að láta sér leiðast. Mæli eindregið með þessari ferð.

Kveðja Lísa og Pétur.


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband