Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Leifur Þorvaldsson - Kveðja frá Frískum Flóamönnum


IMG_9465 Í dag var útför kærs vinar og hlaupafélaga okkar Leifs Þorvaldssonar.
Fljótlega eftir að Leifur kom í hlaupahópinn okkar sáum við hverjum             mannkostum hann var gæddur og ekki leið á löngu þar til hann var kosinn til forystu. Gegndi hann formennsku í Frískum Flóamönnum á árunum 2011 til 2015. Leifur var hugmyndaríkur og í formennsku hans var bryddað upp á þeirri nýjung að vera með byrjendahlaupanámskeið. Það sló svo rækilega í gegn að á fyrsta námskeiðið mættu um 60 manns. Leifur var mikill hvatamaður þess að taka ekki gjald fyrir æfingar hjá hlaupahópnum og hefur það verið meginregla síðan. Nýlega fengu Frískir Flóamenn viðurkenningu frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir gott starf í þágu almenningsíþrótta, og átti starf Leifs ekki hvað síst þátt í því. Þótt Leifur hafi ekki alltaf hlaupið reglulega með hópnum, þá var viljinn alltaf til staðar og sýndi hann hlaupunum og hópnum ávallt tryggð og áhuga. Leifur var góður félagi og alltaf tilbúnn að hvetja samhlaupara sína. Þegar hópurinn gerði sér glaðan dag var Leifur hrókur alls fagnaðar. Skemmst er að minnast árshátíðanna þar sem hann söng og lék á gítarinn sinn. Kærar eru minningarnar frá hlaupaferð hópsins til Munchen síðastliðið haust þar sem Leifur og Sigríður nutu sín vel í skemmtilegri ferð. Góðs félaga er sárt saknað, þakkir fyrir samfylgdina. Sigríður og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi minningin um góðan dreng ylja ykkur á sorgarstundum.

 


Þorrapizza 28. jan

IMG_7694
Hin árlega þorrapizza verður að loknu sameiginlegu Þorrahlaupi fimmtudaginn 28 jan. í Tryggvaskála. Við ætlum að hittast kl 19:30 þannig að það er tími fyrir þorrabaðið eftir hlaup, gaman væri að sjá sem flesta í heita pottinum. Þeir sem ætla ekki að hlaupa eru velkomir kl 19:30.
Verð kemur inn síðar.
Til að tryggja nægjanlegt magn af pizzum eru hlauparar og aðrir sem áhuga hafa að mæta beðnir að skrá sig hér undir.
Kveðja skemmtinefndin.


Gamlárshlaupið

Gamlárshlaup ÍR fór fram á síðasta degi ársins og var metþátttaka í hlaupinu. Af Frískum hlupu; Karl, Elín, Renuka, Börkur og Ingvar og stóðu sig öll vel. Ingvar var að fara sitt 37. Gamlárshlaup og það í röð. Var hann heiðraður sérstaklega að því tilefni. Úrslitin má sjá hér: http://hlaup.is/displayer.asp?cat_id=1143&module_id=220&element_id=27282


12469515_1664667080439759_2870478805016324588_o


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband