Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Hlaupanámskeið og byrjendaæfingar

IMG_3079

Nú þegar daginn er tekinn að lengja og styttist í vordaga er tilvalið að taka fram hlaupaskóna, fræðast um hlaup og hlaupa úti.

Dagana 3. og 5. mars ætlar Torfi H. Leifsson að koma á Selfoss og halda hlaupanámskeið í Vallaskóla. Á námskeiðinu er farið yfir fjölmarga þætti sem snúa að hlaupum og hlaupaþjálfun og er það ætlað bæði fyrir reynda hlaupara og byrjendur. Námskeiðið er tveir fyrirlestrar frá 18:00-21:30, fimmtudaginn 3. mars, 8:30 - 12:00 laugardaginn 5. mars og einn verklegur tími 13:00-14:15 laugardaginn 5. mars. Búið er að opna fyrir skráningu á hlaupanámskeið Torfa á hlaup.is og þar er einnig að finna frekari upplýsingar, http://hlaup.is/forms.asp?form_id=104&action=new.

Í framhaldinu verða Frískir Flóamenn með sérstakar æfingar fyrir hlaupara sem eru að byrja eða hafa ekki hlaupið lengi. Hefjast þær 8. mars og verða í 8 vikur. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15, farið frá Sundhöll Selfoss. Leiðbeinandi er Sigmundur Stefánsson. Ekkert gjald er fyrir æfingarnar hjá Frískum Flóamönnum, bara mæta.


Frá aðalfundi Frískra Flóamanna

Aðalfundur Frískra Flóamsnna var haldinn 8. febrúar sl. Í upphafi fundar minntist formaður látins félaga, Leifs Þorvaldssonar, en hann var formaður Frískra Flóamanna á árunum 2011 til 2015. Þá var farið yfir það helsta sem gerðist á árinu en þar bar hæst Munhenferð hópsins sl.haust sem þótti takast einkar vel. Í lok árs fékk hópurinn viðurkenningu frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir gott starf í þágu almenningsíþrótta og var það mikill heiður. Þá fór gjaldkeri yfir reikninga félagsins. Var staða þeirra með ágætum um áramót. Helsta tekjulind hópsins er greiðsla fyrir aðstoð við Laugavegshlaupið sem nægja til að halda úti þjálfara stóran hluta ársins. Samið var í fyrra við Reykjavíkurmaraþon um að Fískir Flóamenn aðstoði við Laugavegshlaupið árin 2015 til 2017. Þá var gengið til kosninga og var sitjandi stjórn endurkjörin, en hana skipa Aðalbjörg sem er gjaldkeri, Sigurður Gunnars ritari, Svanlaug, Anna og Magnús sem er formaður. Þá var greint frá því helsta sem er framundan og ber þar hæst hlaupanámskeið Torfa Leifssonar sem verður 3. og 5. mars og í framhaldi af því verður frítt námskeið fyrir byrjendur og hefst það 8. mars. Hlaupið eins og vindurinn verður 1. maí og er stefnt að því að bjóða upp á 5 km auk 10 km. Laugavegslaupið verður 16.júlí í ár og eru allir Frískir hvattir til að taka daginn frá og vera með hlaupurum til aðstoðar. Fundurinn var vel sóttur.


Aðalfundur Frískra Flóamanna 8. febrúar

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn nk. mánudag 8. febrúar í Tíbrá og hefst hann kl. 20. Á dagskrá fundarins er :
- skýrsla stjórnar og reikningar,
- kosningar,
- hvað er framundan,
- önnur mál.
Hvetjum alla Fríska Flóamenn til að mæta.

Fh. stjórnar Magnús


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband