Leita í fréttum mbl.is

Hlaupaplan 13. - 19.apríl

Sæl Öll

Það er afmælisvika frískra flóamanna og að því tilefni ætla allir að mæta og hlaupa í vikunni.

Nú er ekki nema 47 dagar í Mývatnshlaupið og auðvitað eru allir búnir að setja sér markmið. Nú er því rétti tíminn til að fara að dusta rykið af tjaldinu/tjaldvagninum/fellihýsinu/hjólhýsinu eða húsbílnum. Kanna hvort allar stangir séu heilar eða nóg loft í dekkjunum, já og þeir sem eru grand á því og gista á hóteli þá er gott að panta í tíma. Þessir dagar eru fljótir að hverfa og þá er betra að vera viðbúinn þegar leggja á í hann. Síðan er bara að halda áfram að mæta og æfa vel. 

Þriðjudagur 14.apríl

Upphitun kl.18:05 við Sundhöll Selfoss

Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöll Selfoss.
Þrekhringur - Langholtshringurinn
3.km
Farið af stað frá Sundhöll og hlaupið að Tryggvagötu, farið að FSu og þaðan Langholtið að Engjavegi. Engjavegur að ljósunum og hægri að sundhöll. Það verða síðan stoppistöðvar á leiðinni þar sem teknar verða æfingar.
Hringtorgið við FSu - 20 hnébeygju
Hulduheimar - 10 armbeygjur + 10 hnébeygjur
Engjavegur við hesthúsin - 20 sprellikarlar 
Við Endalínuna - 10 framstig á hvorn fót og 20 kálfalyftur

Hlaupnir verða tveir hringir og síðan létt skokk, teygjur við Sundhöllina í lokinn.

Fimmtudagur 16.apríl

10,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Til hægri að Þóristúni. Inn Þóristún að brúnni og meðfram Árvegi. Hlaupið að Byko og inn Engjaveg. Engjavegur alla leið að Eyravegi. Vinstri við Eyraveg og að Suðurhólum. Suðurhólar að Erlurima og þaðan að Langholti. Hægri við Langholtið og hlaupið aftur að Engjavegi og beygt það í átt að sundlaug. Hlaupa á góðu tempói.

Föstudagur 17.apríl - AFMÆLI

Laugardagur 18.apríl

Votmúlinn fyrir þá sem fóru snemma heim úr afmælinum.

kveðja Bragi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband