Leita í fréttum mbl.is

Eitt Íslandsmet, þrjú HSK-met og margir að bæta sig í Intersporthlaupinu eins og vindurinn.

Intersporthlaupið eins og vindurinn sem Frískir Flóamenn halda fór fram sunnudaginn 1.maí.  Veður var gott, hæg suðvestan átt og að mestu þurrt og hitiIMG_6397IMG_6416 um 5-7°C, kjöraðstæður til hlaupa. Margir hlauparar náðu mjög góðum tímum og voru að bæta sig.  Ívar Trausti Jósafatsson setti Íslandsmet í 10 km í aldursflokki 50-54 ára, hljóp á 35.42 og var langfyrstur í hlaupinu. Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir Frískum Flóamönnum bættu báðar HSK-met í 10 km. Arna í flokki 45-49 ára, hljóp á 46.11 og Sigrún í flokki 35-39 ára en hún hljóp á tímanum 41.33. Dagbjartur Kristjánsson Hamri setti HSK-met í 16 ára flokki hljóp á 39.01. Fyrst kvenna í 10 km var Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni á 41.20. Fyrsta kona í 5 km var Hrafnhildur Tryggvadóttir hún lauk hlaupinu á 21.49. António José Felleiso de Sosa var fyrstur karla í 5 km á tímanum 24.53. Hlaupið tókst vel í alla staði og var ánægja með framkvæmd þess. Úrslit hlaupsins má sjá á hlaup.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband