Leita í fréttum mbl.is

Brúarhlaupið

IMG_4372Brúarhlaupið fór fram laugardaginn 8. ágúst. Hlaupnir voru 800 m án tímatöku og 5 km, 2,8 km og 10 km og hjólaðir 5 km með tímatöku. 30 hlupu 2,8 km 74 5 km og 87 luku 10 km. Hópur Frískra Flóamanna tók þátt og stóðu sig vel að vanda. Fimm voru á palli. Ingileif sigraði 60 ára flokk kvenna í 10 km, endaði á 55:55 og setti um leið HSK-met. Sigmundur vann 60 ára flokk karla í 10 km, kom í mark á tímanum 42:20 og er það einnig HSK-met í aldursflokknum. Glæsilegt hjá þeim. Magnús var þriðji í 60 ára flokknum. Eydís Katla var þriðja í 50 ára flokki kvenna í 10 km. Þá var Abba á palli í kvennaflokki í hjólreiðum. Arna Ír stórbætti sig í 10 km, en tími hennar var 46:24 sem er aðeins 8 sekúndum frá HSK-meti í hennar aldursflokki. Vigfús, Daníel, Óli Unnars og Börkur voru á flottum tímum.

Arnar Pétursson og Anna Berglind Pálmadóttir sigruðu í 10 km hlaupinu. Arnar hljóp 10 á 33:18 mín en annar varð Mýrdælingurinn Guðni Páll Pálsson á 37:03 mín. Anna Berglind hljóp á 39:16 mín en önnur varð Elín Edda Sigurðardóttir á 39:35 mín. Í 5 km hlaupi sigraði Sæmundur Ólafsson í karlaflokki á 16:23 mín og Helga Guðný Elíasdóttir í kvennaflokki á 19:27 mín.

Benedikt Fadel sigraði karlaflokkinn í 2,8 km hlaupi á 10:10 mín í og Hólmfríður Þrastadóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki á 12:07 mín.

Úrslitin má sjá á http://www.timataka.net/bruarhlaupid2015/urslit/?race=1&cat=overall.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband