Leita í fréttum mbl.is

Frískir Flóamenn ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni

IMG 1402

Nú er RM á næst leyti en hlaupið er á laugardaginn. Á föstudag er afhending keppnisgagna og er meiningin að hittast kl. 16:30 við sundlaugina og sameinast í bíla til Rvíkur og hafa gaman. Á laugardagsmorgun er maraþon og 1/2 maraþon ræst kl. 08:40 - þeir sem taka þátt eru hvattir til að sameinast í bíla til Reykjavíkur. 10 km hlauparar koma kannski með okkur en ræs hjá þeim er kl. 09:35. Planið er að hittast fyrir hlaup og ná mynd og hita upp saman. Árborgarfáni verður á svæðinu (Klappliðinu stjórnar Hrund Baldursdóttir). Við byrjum á því að koma okkur fyrir hjá skúlptúrnum (járnadótinu) sem er í brekkunni. Verum vinstra megin við skúlptúrinn (miðað við að við séum að horfa niður á Lækjargötu). Það borgar sig að vera ekki seinna en 08:15 við rásmarkið. (sem þýðir að farið sé frá Selfossi ekki seinna en um kl. 7:15). Við erum öll að koma í mark á svipuðum tíma, þ.e. milli 10:15 og 11:15. Kiddi og Hrund ætla að bjóða upp á freyðivín fyrir hópinn eftir hlaup. Það er jafnvel að Wieslaw okkar ætli sitt fyrsta heila maraþon. Hann verður þá væntanlega við marknínuna um 12 leitið og ekki úr vegi að taka vel á móti honum. Gangi ykkur vel.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband