Leita í fréttum mbl.is

Forsaga hlaupahóps Frískra Flóamanna

Á næstunni verða hér á síðunni nokkrir pistlar um sögu Frískra Flóamanna og kemur hér sá fyrsti.

IMG 7396

Forsasögu Frískra Flóamanna má rekja til ársins 1992 að nokkrir félagar hlupu hver í sínu lagi frá Sundhöll Selfoss. Voru þetta Þór Vigfússon, Ingvar Garðarsson, Hlöðver Örn Rafnsson og Magnús Jóhannsson. Kom þá upp sú hugmund að hlaupa "langt" saman einu sinni í mánuði. Úr varð sameiginleg langhlaup fyrsta föstudag hvers mánaðar. Var sá háttur hafður á um nokkurra ára skeið. Á árinu 1997 fjölgaði sameiginlegum hlaupadögum og hófst þá sá siður að hlaupa saman tvisvar í viku þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum og síðar, einnig á laugardögum en þó ekki reglulega. Árið 1999, 20. apríl, stofnaði Anna María Óladóttir skokkhóp á Selfossi sem nefndur var Skokkhópur Önnu Maríu, síðar sameinuðust þessir hópar undir nafni Frískra Flóamanna.

Athugasemdir eða viðbótarupplýsingar vinsamlegast sendist til Magnúsar á skolavellir12@simnet.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skokkhópur Önnu Maríu var stofnaður 20. apríl 1999 og verður því 13 ára í apríl. Við höfum oft gert eitthvað í tilefni dagsins og nú ber þann 20. upp á föstudegi. Er ekki upplagt að stefna á afmælishlaup :) í kringum þann dag.

Eydís Katla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 16:24

2 Smámynd: Frískir Flóamenn

Takk Eydís, góð hugmynd.

Frískir Flóamenn, 25.2.2012 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband