Leita í fréttum mbl.is

Draugahlaup á Móraslóðir

 


IMG 0651

Draugar, álfar, huldufólk, tröll og ýmsir vættir og kynjaverur geta verið á kreiki í kringum áramótin. Af því tilefni bjóða Frískir Flóamenn upp á draugahlaup á Móraslóðir með Þór Vigfússon í broddi fylkingar. Farið verður með langferðabifreið frá sundlauginni fimmtudaginn 29 desember kl. 18:30 og stoppað hér og þar á leiðinni, skokkað og skyggnst eftir Mórum og Skottum og eflaust lumar Þór á einhverjum mergjuðum sögum. Síðasta stopp er á Kríukránni þar sem verður hægt að kaupa sér eitthvað hjartastyrkjandi eftir allan draugaganginn. Áætluð tímalengd er ca 2 tímar og ekki er gert ráð fyrir löngum hlaupum á leiðinni svo þetta verður við allra hæfi. Áhugasamir eru beðnir um að tilkynna þátttöku á fésbókarvef Frískra eða á leifur@mi.is.

Á æfingunni á gamlársdagsmorgun verður hlaupið innanbæjar og ætlar Helga að taka á móti frískum með kaffi og kökum eftir æfingu. Hlaupakveðjur stjórnin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband