Leita í fréttum mbl.is

Frískir Flóamenn í vormaraþoni

IMG 9275Í dag 30. apríl var svokallað vormaraþon í Reykjavík sem Félag Maraþonhaupara stóð fyrir. Hlaupið var maraþon og hálft maraþon. Það snjóaði á meðan á hlaupinu stóð en vindur var hægur. Mjög góð þátttaka var, 258 luku hálfu maraþoni og 35 maraþoni. Nokkrir Flóamenn tóku þátt og stóðu sig með sóma. Óli Einars og Steini luku maraþoni og var Óli að fara sitt fyrsta maraþon. Óli lauk á tímanum 3:23:34, sem er virkilega góður tími, og Steini var á 3:33:00 og var að bæta sig um meira en 3 mín, flott hjá þeim. Ingileif og Vigfús fóru hálft maraþon og gerðu glæsilegt hlaup, lauk Ingileif á 2:05:15 og bætti sig um meira en 10 mínútur, Vigfús á 2:07:36 og bætti sig um meira en fimm mínútur. Sigmundur þurfti að hætta í heilu og Anna í hálfu. Gengur bara betur næst hjá þeim. Úrslitin eru á hlaup.com.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband