Leita í fréttum mbl.is

Að loknu Reykjavíkurmaraþoni

img_8985.jpgReykjavíkurmaraþon var í gær í ágætu veðri þótt nokkur vindur væri og fremur kalt. Þátttaka Frískra Flóamanna var nokkuð góð og stóðu allir sig vel. Sumir voru að hlaupa sitt fyrsta keppnishlaup og margir að bæta tíma sína jafnvel gömlu jaxlarnir. Flestir fóru 10 km og hálft maraþon sumir boðhlaup, en Björk Steindórsdóttir var sú eina úr okkar hóp  sem fór heilt og stóð sig með príði. Hafsteinn Jóhannesson fór 10 km og fór létt með. Úrslitin eru á hlaup.is. Til gamans má geta þess að Jón G. Guðlaugsson, sem er 84 ára og gamall sunnlendingur, fór heilt maraþon og lauk því á rúmum fimm tímum. Söfnunin fyrir Parkinsonsamtökin gengur vel og hafa fjölmargir lagt henni lið og sumir með háum upphæðum. Hægt að stiðja átakið fram á mánudagskvöld og eru þeir sem ekki hafa þegar gert það hvattir til þess, farið er inná vefinn hlaupastyrkur.is (sjá fyrri frétt). Myndir frá hlaupinu eru væntanlegar á vefinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband