Leita í fréttum mbl.is

Fróðleg erindi þeirra Gunnlaugs og Hafsteins

Gunnlaugur Júlíusson og Hafsteinn Jóhannesson héldu erindi a fundi í Selinu í gær 18. maí. Fundurinn var í tengslum við að Frískir Flóamenn hyggjast hlaupa til styrktar img_7475_992247.jpgParkinssonsamtökunum í næsta Reykjavíkurmaraþoni. Hafsteinn hélt erindi um Parkinsonsamtökin og reynslu sína af parkinsonsjúkdómnum og þakkaði hann þann áhuga sem Frískir sýndu þessu málefni. Þar kom m.a. fram að samtökin hefðu tapað miklu fé í bankahruninu.  Gunnlaugur fjallaði um langhlaup sem lífsstíl.  Hann hóf sinn hlaupaferil árið 1994 á því að hlaupa 3 km með syni sínum í Reykjavíkurmaraþoni. Eftir það varð ekki aftur snúið.  Hann jók smám saman hlaupin og að lokum urðu langhlaup hans lífstíll.  Gunnlaugur lýsti því hvernig hann hefði tekið sig á í matarræði, sem hefur skipt sköpum fyrir líðan og árangur.  Á matseðli Gunnlaugs eru kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir.  Hann borðar helst ekki kornvörur kartöflur eða hrísgrjón.  Að auki notar hann Hörballife próteindrykki jafnt á undirbúningstímabilinu fyrir keppni og í keppni.  Gunnlaugur sagði að sýn reynsla væri að ekki væri nóg að nærast eingöngu á kolvetnum í ofurmaraþonum, þar skipti miklu máli að innbyrða prótein.  Hann sagði að mikilvægt væri að setja sér raunhæf markmið og að aga þyrfti til að ná þeim.  Ljóst er af afrekum Gunnlaugs hann hefur þurft að sýna mikinn aga í undirbúningi hlaupa og í hlaupunum sjálfum.

Góður rómur var gerður af erindum þeirra Hafsteins og Gunnlaugs og urðu líflegar umræður í kjölfarið.  Til stendur að fylgja þessum fundi eftir með frekari uppákomum og eru hugmyndir um það vel þegnar á póstfangið skolavellir12@simnet.is.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband