Leita í fréttum mbl.is

Stúdíó Sport hlaupið 1. maí

Stúdíó Sport hlaupið er hlaup sem hlaupahópurinn Frískir Flóamenn halda í samstarfi við verslunina Stúdíó Sport á Selfossi þann 1. maí. Frískir Flóamenn hafa áður haldið Jötunnhlaupið (2017-2019) og þar áður Hlaupið eins og vindurinn/Intersport/Byko hlaupið.
Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna!
Vegalengdir:
Keppt er í tveimur vegalengdum, 5 km og 10 km. Brautin er flöt og því vænleg til góðra afreka og hafa margir hlauparar náð sínum bestu tímum í hlaupum á Selfossi.
Mæting og endamark er við verslunina Stúdíó Sport, Austurvegi 11 en fyrir ræsingu verður gengið saman að rásmarki sem er í Sigtúnsgarði/nýjum miðbæ Selfoss. Hlaupið er til suðurs, út á Suðurhóla þar sem leiðir skiljast á 5 og 10 km leiðum. 5 km beygja til hægri og hlaupa um undirgöng inn í Hagaland og meðfram Ölfusá, undir Ölfusárbrú og að endamarki við versluninni Stúdíó Sport. 10 km beygja aftur á móti til vinstri á Suðurhólum og hlaupa til austurs í áleiðis að Austurhólum og til baka og síðan sömu leið og 5 km leiðin í mark.
Tímasetningar:
Nánar síðar.
Skráning:
Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 21:00 föstudagskvöldið 29. apríl 2022. Einnig verður hægt að skrá sig í versluninni Stúdíó Sport að morgni keppnisdags en þá hækka öll verð.
Afhending skráningargagna fer fram í Versluninni Stúdíó Sport.
Verðlaun:
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum vegalengdum. Auk þess verður fjöldi útdráttarverðlauna frá ýmsum fyrirtækjum á svæðinu.
Tímataka og úrslit:
Rafræn tímataka verður í hlaupinu. Keppendur fá afhenta flögu sem þeir hlaupa með. Engin flaga - enginn tími!
Úrslit verða birt strax að loknu hlaupi og síðar á hlaup.is og í afrekaskrá FRÍ.

 


Nýr hlaupatími

Hlaupatími Frískra Flóamanna er núna

kl. 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 10 á laugardögum.
Hlaupið er frá Sundhöll Selfoss.
Allir velkomnir bæði byrjendur og vanir hlauparar.
Ókeypis.
Góð hreyfing í góðum félagsskap.


Af aðalfundi Frískra Flóamanna

Aðalfundur Frískra Flóamanna var haldinn í Selinu 13. mars sl.  Magnús fór yfir skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta í starfi hópsins milli aðalfunda. Jötunnhlaupið, sem haldið var 1. maí í samstarfi við Jötunn Vélar, er arftaki Intersportshlaupsins. Hlaupnir voru 5 og 10 km innanbæjar á Selfossi. Frískir aðstoðuðu að venju við Laugavegshlaupið í samstarfi við Björgunarfélag Áborgar. Í smíðum er endurnýjun á samningi við ÍBR um aðstoð við hlaupið og er Björgunarfélag Árborgar nú aðili að samningnum. Samningurinn er til 3ja ára og samkvæmt honum verður 45% hækkun á greiðslum til félagsins á samningstímanum. Uppskeruhátíð var í október og þar voru veittar viðurkenningar fyrir árangur í hlaupum á árinu. Strandfáni með merki FF er í pöntun og styttist í að nýjir hlaupagallar verði afhentir. Abba fór yfir reikninga, þar kom fram að helstu tekjurnar voru af Laugavegshlaupinu en einnig varð nokkur afgangur af Jötunnhlaupinu. Helstu útgjöld eru laun til þjálfara. Nokkur afgangur var af rekstrinum á sl. ári. Þá var gengið til kosninga. Anna Björg og Magnús gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Í þeirra stað komu inn í stjórnina Eydís Katla og Bárður og var Eydís kjörin formaður. Í stjórn eru núna auk þeirra, Aðalbjörg sem er gjaldkeri, Sigurður sem er ritari og Svanlaug. Rædd var hlaupaferð til Tallin í haust og stefnt að annari ferð á árinu 2019. Fundurinn var vel sóttur en 20 Frískir mættu á fundinn.

 


Aðalfundur 13. mars í Selinu

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn í Selinu 13. mars nk. og hefst hann kl. 20:00. Förum yfir það markverðasta í starfsemi félagsins á sl. ári, greinum frá stöðu fjármála, ræðum hvað er framundan og önnur mál, og svo eru kosningar til stjórnar. Vonumst til að sjá sem flesta.


Fh. stjórnar Magnús.


Jötunnhlaupið 1. maí.

IMG 7557

01.05.2018 

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn, í samstarfi við Jötunn Vélar,

stendur fyrir Jötunnhlaupinu á Selfossi þann

1. maí nk. og hefst það kl. 13:00.

Vegalengdir

Vegalengdir 10 km og 5 km 

Hlaupaleiðir Lengd beggja hlaupa er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ.

Hlaupin hefjast og enda við húsakynni Jötunn Véla á Selfossi.

Brautirnar eru marflatar og hlaupið er á bökkum

Ölfusár.

Tímataka

Tímataka verður með flögum.

Skráning  Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00.

Einnig verður hægt að skrá sig í Jötunn Vélum frá kl. 11 á hlaupadegi,

þá verða keppnisnúmer jafnframt afhent. Skráningu lýkur kl. 12:20.

 

Þátttökugjald  Þátttökugjald er kr. 2.500 fyrir 16 ára og eldri en kr. 1.500 fyrir

15 ára og yngri. Við skráningu á staðnum er einungis tekið við seðlum,

enginn posi á staðnum. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup.

 

Flokkaskipting Aldursskipting hjá konum og körlum. 

   5 km

•   15 ára og yngri

•   16 og eldri ára

  10 km

•   39 ára og yngri

•   40-49

•   50-59

•   60 ára og eldri

 

Verðlaun  Verðlaun verða fyrir fyrsta keppenda í hverjum flokki. Vegleg sérverðlaun frá

Jötunn Vélum verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hvorri vegalengd um sig.

Jafnframt verða útdráttarverðlaun.

 

Nánari upplýsingar Nánari upplýsingar veita Aðalbjörg s:820 6882 og Magnús s:840 6320

 

Hér er tengill á kort af hlaupaleiðinni: https://www.google.com/maps/d/edit?mid=1ihcNTOIhRJLnfqWly0mX2fwR0cw&ll=63.93325663777965%2C-21.007999700000028&z=14


Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband