Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Gleðilegt ár.

Kæru hlaupafélagar!

Þá er árið 2008 á enda komið. Margt skemmtilegt hefur drifið á daga okkar en hæst standa þó ný störf hjá okkur báðum, ævintýraferð til Tíbet og síðast en ekki síst útskriftin hennar Lísu.

Haustið var svolítið öðruvísi hvað hann Pétur varðar, hann tók sér langþráð frí frá þjálfun eftir 15 ára starfsferil. Þannig að við höfum haft meiri tíma saman í sveitinni.

Frábært að mæta bara á æfingar og láta aðra um að seigja sér fyrir verkum.

Poweaide hlaupin gengu mjög vel síðasta vetur en hafa valdið okkur vonbrigðum í haust hvað fáir hafa mætt. Og höfum við þannig ákveðið að síðasta hlaupið verður í byrjun mars og verður verðlaunaafhendingin í Reykjavík með Reykjavíkur-Poweraidinu.

Jólaballið sem við ætluðum að halda fyrir fyrir Fríska Flóamenn og fjölskyldur gekk ekki vegna dræmra þátttöku. En undirbúningur fyrir slíka skemmtun er mikill, bakstur,setja gott í poka, söngprógramm, spilara, jólasveinar og margt fleira en reynum aftur næsta ár.

Nú skulum við gera árið 2009 að frábæru hlaupaári og setja stefnuna að Mývatni.

Í byrjun júní ætlum við að vera með hlaup hér í sveitinni. Boðið verður uppá vegalengdirnar ca. 10km, 20km og 30km. Nánar um þetta síðar.

Takk fyrir gott ár og gerum næsta ár enn betra.

Kveðja Pétur og Lísa.


Gamlárshlaup

Hæ Hæ og Hó Hó!!!!!

Nú er allt að gerast hjá okkur Frískum Flóamönnum eða er það ekki?

Á morgun 31. desember ætlum við öll sem getum að mæta við sundhöllina á Selfossi með jólasveinahúfurnar okkar. Við ætlum að kveðja hlaupaárið syngjandi og trallandi um bæinn okkar og laða til okkar þá sem ekki eru enn komnir með hlaupabakteríuna.

Á eftir er svo haldið heim til hennar Helgu Baldursdóttur. En eins og venja er hjá okkur þá kippum við einhverju góðgæti með okkur til að setja á hlaðborðið. 

Mæting við sundhöllina er kl 12:20.

kveðja Lísa.


Gamlársdagshlaup

Hæ öll

Vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðirnar en núna er komið að alvörunni. Miðvikudaginn 31.desember á að hittast við sundhöllina kl.12:20 og hlaupa laugardælahringinn. Síðan verður farið í kaffi á ótilgreindan stað. Hver og einn kemur með eitthvað til narta yfir drykknum.

kveðja Bragi


Hlaup milli jóla og nýjárs

HÓ HÓ HÓ

Set hérna inn tvo daga til að hlaupa fyrir þá sem vilja hreyfa sig yfir hátíðirnar. Ekki eru neinir fastir dagar en um að gera að grúbba sig saman ef hægt er, eða bara taka fjölskylduna með í létt skokk. Ef þið hafið tök á er mjög gott að gera þrek eftir hlaupin og teygja.

Dagur 1

4,0 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Farið yfir að Fossveginum. Hann hlaupinn alla leið aftur að Eyravegi. Beygt til hægri og Eyravegur hlaupinn í átt að Austurvegi. Beygt til vinstri við Þóristún og hlaupið að brúnni og inn að Árvegi. Bankavegur hlaupinn að Sundlaug. Hlaupa á léttu tempói.

6,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Eyravegur hlaupin að Suðurhólum, beygt til vinstri og hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Langholti hlaupið til hægri og meðfram Langholtinu að Engjavegi. Engjavegur að Sundlaug. Hlaupa á léttu tempói.

10,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Til hægri að Þóristúni. Inn Þóristún að brúnni og meðfram Árvegi. Hlaupið að Byko og inn Engjaveg. Engjavegur alla leið að Eyravegi. Vinstri við Eyraveg og að Suðurhólum. Suðurhólar að Erlurima og þaðan að Langholti. Hægri við Langholtið og hlaupið aftur að Engjavegi og beygt það í átt að sundlaug. Hlaupa á léttu tempói.

Dagur 2

4 km leið
Hlaupið frá Sundhöll að Tryggvagötu. Tryggvagata áfram að Sunnulækjarskóla. Beygt til vinstri í átt að Sunnulækjarskóla. Hlaupið framhjá Sunnulækjarskóla og beygt aftur til vinstri inn Erlurima. Hlaupið að Langholti og þaðan til hægri eftir Langholtinu og alla leið að Engjavegi. Farið inn Engjaveg og að sundhöllinni. Hlaupa á jöfnu tempói en bæta í við Engjaveg og klára á spretti.

7 km
Hlaupið frá Sundhöll að Tryggvagötu. Tryggvagata áfram að Sunnulækjarskóla. Beygt til vinstri í átt að Sunnulækjarskóla. Hlaupið framhjá Sunnulækjarskóla og beygt til hægri við Erlurima. Hlaupið að Tjaldhólum og beygt inn til vinstri. Hlaupið inn Tjaldhólana og eftir göngustígnum yfir í Tjarnarhverfið. Hlaupið til hægri eftir Aðaltjörninni og að Langholtinu. Langholtið að Austurvegi. Farið yfir og að Árvegi. Árvegur hlaupinn áfram og að brúnni, framhjá hótelinu og að Þóristúni. Þóristúnið að Eyravegi. Hlaupið yfir Eyraveg og að Engjavegi í átt að Sundhöll. Hlaupa á jöfnu tempói en bæta í við Engjaveg og klára á spretti.

10 km
Hlaupið frá Sundhöll að Tryggvagötu. Tryggvagata áfram að Sunnulækjarskóla. Beygt til vinstri í átt að Sunnulækjarskóla. Hlaupið framhjá Sunnulækjarskóla og beygt til hægri við Erlurima. Hlaupið að Tjaldhólum og beygt inn til vinstri. Hlaupið inn Tjaldhólana og eftir göngustígnum yfir í Tjarnarhverfið. Hlaupið til hægri eftir Aðaltjörninni og að Langholtinu. Langholtið að Austurvegi. Farið yfir og að Árvegi. Árvegur hlaupinn áfram og að brúnni, framhjá hótelinu og að Þóristúni. Þóristúnið að Eyravegi. Beygt til hægri að Suðurhólum. Hlaupið inn Suðurhóla og alla leið að Erlurima. Erlurima að Langholti. Beygt til vinstri að FSu og þaðan að Sundhöll. Hlaupa á jöfnu tempói en bæta í við Langholtið og klára á spretti

Síðan verðu hlaupið á gamlársdag kl.12:20 frá sundhöllinni og endað í kaffi (koma með smá bakkelsi sjálf), nánar síðar.

Óska ykkur öllum síðan gleðilegra jóla og þakka kærlega fyrir samstarfið á árinu 2008.

jólakveðja Bragi  


Afmæliskveðja ;-)

Kæra Ingileif til hamingju með daginn.

Kveðja Pétur og Lísa.


Hlaupið á Akureyri.

Hlaup á Akureyri.

Um nýliðna helgi skruppum við Pétur og Gígja í helgarferð á Akureyri. Vitanlega voru hlaupaskórnir teknir með því að planið var að mæta á laugardagsmorgninum í líkamsræktarstöðina Átak og taka með hópnum eina æfingu. Það var föngulegur hópur sem tók á móti okkur gestunum, fleiri gestir voru mættir til að taka æfingu með hópnum en það voru Stefán og Helga stórhlauparar úr Laugaskokkhópnum. Lagt var af stað í yndislegu veðri snjór yfir öllu og Akureyringar búnir að skreyta bæinn í jólabúninginn og ekki annað hægt en að hrökkva í jólagírinn. Eftir hlaupið var farið inn í Átak og þar hlaupnir 3 km á bretti til styrktar Mæðrastyrktarnefnd. Að lokum var að sjálfsögðu farið í pottin sem er uppi á þaki stöðvarinnar undir berum himni.    

Kveðja Pétur og Lísa.


Frískir Flóamenn - Desemberplan að 18.des

Sæl Öll

Þá er það jólamánuðurinn og við tökum vel á því út árið 2008. Planið er til 18.des en jólaæfingarnar setjum við inn þegar nær dregur en tímasetningar og dagsetningar gætu færst eitthvað til vegna hátíðardaganna.  

Eins og alltaf byrjum við allar æfingar á upphitun og liðkandi æfingum, síðan endum við í íþróttasalnum á þreki og teygjum. 

2.desember

Upphitun: skokkað rólega að Sunnulækjarskóla, stoppað þar og gerðar liðkandi æfingar

4 km
Farið frá Sunnulækjarskóla að Erlurima. Beygt til hægri að Suðurhólum. Suðurhólar að Eyravegi. Hlaupið eftir Eyravegi og beygt til hægri inn Fossheiði. Hlaupið að FSu og þaðan að Sundhöll. Frá Eyravegi á að bæta í hraðann.

7 km
Farið frá Sunnulækjarskóla að Erlurima. Beygt til hægri að Suðurhólum. Suðurhólar að Eyravegi. Hlaupið eftir Eyravegi og beygt til hægri inn Fossheiði. Hlaupið að FSu og haldið áfram eftir Langholtinu alla leið að Byko. Beygt til vinstri inn Austurveg og hlaupið að N1. Beygt inn Rauðholtið og hlaupið að Engjavegi. Engjavegur að Sundhöll. Frá FSu á að bæta í hraðann.

10,5 km
Farið frá Sunnulækjarskóla að Erlurima. Beygt til hægri að Suðurhólum. Suðurhólar að Eyravegi. Hlaupið eftir Eyravegi og beygt til hægri inn Fossheiði. Hlaupið að Nauthaga og beygt þar inn til hægri. Hlaupið að Norðurhólum og beygt þar til vinstri. Norðurhólar hlaupnir að hringtorginu og beygt þar til vinstri inn Tryggvagötu. Tryggvagata hlaupinn að FSu og haldið áfram eftir Langholtinu alla leið að Byko. Beygt til vinstri inn Austurveg og hlaupið að N1. Beygt inn Rauðholtið og hlaupið að Engjavegi. Engjavegur að Eyravegi og farið yfir á Þóristúnið og eftir því að brúnni og á Árveginn. Hlaupið upp Bankaveginn og að Sundhöll. Frá FSu á að bæta í hraðann.


4.desember – Jólaljósaskoðun 1.hluti

4 km.
Hlaupið frá Sandvík, yfir Austurveg og beint að Árvegi, beygt til hægri og hlaupið meðfram Árvegi og inn Heiðmörk að Austurvegi. Beygt til hægri og hlaupið að N1. Beygt inn Rauðholti og hlaupið framhjá ÁTVR (ATH ekki drykkjarstöðJ). Beygt til hægri inn Víðvelli og síðan til vinstri á Reynivöllum og svo vinstri inn Birkivelli (Zikk-Zakk) aftur að Rauðholti. Síðan farið að Engjavegi og beygt til hægri. Engjavegur hlaupin yfir ljósin og síðan beygt til hægri inn Sigtúnið, Sigtúnið hlaupið alla leið að ánni og beygt til hægri eftir Árvegi. Strax aftur til hægri upp eftir Tryggvagötu og hún hlaupin í átt að Sundhöll.

6.5 km.
Hlaupið frá Sandvík, yfir Austurveg og beint að Árvegi, beygt til hægri og hlaupið meðfram Árvegi og inn Heiðmörk að Austurvegi. Beygt til hægri og hlaupið að N1. Beygt inn Rauðholti og hlaupið framhjá ÁTVR (ATH ekki drykkjarstöðJ). Beygt til hægri inn Víðvelli og síðan til vinstri á Reynivöllum og svo vinstri inn Birkivelli (Zikk-Zakk) aftur að Rauðholti. Síðan farið að Engjavegi og beygt til hægri. Engjavegur hlaupin yfir ljósin og síðan beygt til vinstri inn Kirkjuveg. Farið að Fossheiði og beygt til vinstri. Hlaupið að hringtorginu og haldið áfram eftir Langholtinu að Engjavegi og þaðan að Sundhöll.

10 km.
Hlaupið frá Sandvík, yfir Austurveg og beint að Árvegi, beygt til hægri og hlaupið meðfram Árvegi og inn Heiðmörk að Austurvegi. Beygt til hægri og hlaupið að N1. Beygt inn Rauðholti og hlaupið framhjá ÁTVR (ATH ekki drykkjarstöðJ). Beygt til hægri inn Víðvelli og síðan til vinstri á Reynivöllum og svo vinstri inn Birkivelli (Zikk-Zakk) aftur að Rauðholti. Síðan farið að Engjavegi og beygt til hægri. Engjavegur hlaupin yfir ljósin og síðan beygt til vinstri inn Kirkjuveg. Farið að Fossheiði og beygt til vinstri. Strax aftur til hægri inn Nauthaga og að Norðurhólum, hlaupið til vinstri framhjá Jötunheimum og þaðan til hægri, Vesturhólana að Suðurhólum. Suðurhólar til vinstri að Tryggvagötu, hún farin að FSu. Þaðan hlaupið Langholtið að Byko og Austurvegurinn til baka að Sundhöll.


9.desember


4 km.
Frá Sandvík yfir að Árvegi. Vinstri í átt að brúnni. Yfir brúnna og að hringtorginu við Toyota. Farið til hægri og hlaupið eftir Hrísmýrinni og aftur til baka að brúnni. Hlaupið eftir Austurvegi að Sundhöll.

8 km.
Frá Sandvík yfir að Árvegi. Vinstri í átt að brúnni. Yfir brúnna og að hringtorginu við Toyota. Farið til hægri og hlaupið eftir Hrísmýrinni og aftur til baka að brúnni. Hlaupið eftir Eyravegi að Suðurhólum, beygt inn Tryggvagötu og að Sundhöll.

10,5 km.
Frá Sandvík yfir að Árvegi. Vinstri í átt að brúnni. Yfir brúnna og að hringtorginu við Toyota. Farið til hægri og hlaupið eftir Hrísmýrinni og aftur til baka að brúnni. Hlaupið eftir Eyravegi að Suðurhólum, beygt inn Tryggvagötu að Fsu. Langholtið að Byko og yfir Austurveg að Árvegi í átt að Sundhöll.


11.desember – Jólaljósaskoðun 2.hluti

Minni á poweradehlaupið á laugardaginn kl.10:00 við Sundhöllina


4,5 km.
Hlaupið að Tryggvagötu og alla leið að Dælengi. Inn til hægri og svo út Miðengið, hægri að Lágengi, inn þar og svo út Suðurengið. Beygt til hægri að hringtorginu við Suðurbyggðina. Hægri eftir Norðurhólum að Jötunheimum og þar inn Berghóla. Þeir hlaupnir yfir að Nauthaga. Nauthaga að Fossheiði, til hægri framhjá Horninu og að Sundhöll.

6 km.
Hlaupið að Tryggvagötu og alla leið að Dælengi. Inn til hægri og svo út Miðengið, hægri að Lágengi, inn þar og svo út Suðurengið. Beygt til hægri að hringtorginu við Suðurbyggðina. Hægri eftir Norðurhólum að Vesturhólum og þaðan að Suðurhólum. Til hægri að Gagnheiði, að Fossheiði, til hægri framhjá Horninu og að Sundhöll.

9,5 km. Fyrir þá sem ekki ætla að hlaupa í Powerade á laugardaginn
Hlaupið að Tryggvagötu og alla leið að Dælengi. Inn til hægri og svo út Miðengið, hægri að Lágengi, inn þar og svo út Suðurengið. Beygt til hægri að hringtorginu við Suðurbyggðina. Haldið áfram að Suðurhólum, til hægri að Eyravegi og farið eftir honum að Engjavegi. Beygt til hægri eftir Langholtinu og að Fsu, yfir á Fossheiðina og til hægri inn Kirkjuveg, aftur til hægri eftir Engjavegi og að Sundhöll.


16.desember
Ég verð ekki á staðnum svo þrekið er í ykkar höndum eftir hlaupið.


4,0 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Farið yfir að Fossveginum. Hann hlaupinn alla leið aftur að Eyravegi. Beygt til hægri og Eyravegur hlaupinn í átt að Austurvegi. Beygt til vinstri við Þóristún og hlaupið að brúnni og inn að Árvegi. Bankavegur hlaupinn að Sundlaug. Hlaupa á léttu tempói.

6,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Eyravegur hlaupin að Suðurhólum, beygt til vinstri og hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Langholti hlaupið til hægri og meðfram Langholtinu að Engjavegi. Engjavegur að Sundlaug. Hlaupa á léttu tempói.

10,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Til hægri að Þóristúni. Inn Þóristún að brúnni og meðfram Árvegi. Hlaupið að Byko og inn Engjaveg. Engjavegur alla leið að Eyravegi. Vinstri við Eyraveg og að Suðurhólum. Suðurhólar að Erlurima og þaðan að Langholti. Hægri við Langholtið og hlaupið aftur að Engjavegi og beygt það í átt að sundlaug. Hlaupa á góðu tempói.


Þrek:
  Hnébeygja, kálfalyfta og framstig – 15 af hverju 3 hringir
           
Armbeygjur, kviður og bak – 15 af hverju 3 hringir


18.desember – Ratleikur um Selfoss
Förum í laufléttan ratleik – Nánar síðar 

Kveðja Bragi s. 861-7407

 


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband