Leita í fréttum mbl.is

Hlaup milli jóla og nýjárs

HÓ HÓ HÓ

Set hérna inn tvo daga til að hlaupa fyrir þá sem vilja hreyfa sig yfir hátíðirnar. Ekki eru neinir fastir dagar en um að gera að grúbba sig saman ef hægt er, eða bara taka fjölskylduna með í létt skokk. Ef þið hafið tök á er mjög gott að gera þrek eftir hlaupin og teygja.

Dagur 1

4,0 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Farið yfir að Fossveginum. Hann hlaupinn alla leið aftur að Eyravegi. Beygt til hægri og Eyravegur hlaupinn í átt að Austurvegi. Beygt til vinstri við Þóristún og hlaupið að brúnni og inn að Árvegi. Bankavegur hlaupinn að Sundlaug. Hlaupa á léttu tempói.

6,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Eyravegur hlaupin að Suðurhólum, beygt til vinstri og hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Langholti hlaupið til hægri og meðfram Langholtinu að Engjavegi. Engjavegur að Sundlaug. Hlaupa á léttu tempói.

10,5 km
Farið frá sundlaug að Tryggvagötu Hlaupið að hringtorginu við Fsu. Farið inn Fossheiðina og að Eyravegi. Til hægri að Þóristúni. Inn Þóristún að brúnni og meðfram Árvegi. Hlaupið að Byko og inn Engjaveg. Engjavegur alla leið að Eyravegi. Vinstri við Eyraveg og að Suðurhólum. Suðurhólar að Erlurima og þaðan að Langholti. Hægri við Langholtið og hlaupið aftur að Engjavegi og beygt það í átt að sundlaug. Hlaupa á léttu tempói.

Dagur 2

4 km leið
Hlaupið frá Sundhöll að Tryggvagötu. Tryggvagata áfram að Sunnulækjarskóla. Beygt til vinstri í átt að Sunnulækjarskóla. Hlaupið framhjá Sunnulækjarskóla og beygt aftur til vinstri inn Erlurima. Hlaupið að Langholti og þaðan til hægri eftir Langholtinu og alla leið að Engjavegi. Farið inn Engjaveg og að sundhöllinni. Hlaupa á jöfnu tempói en bæta í við Engjaveg og klára á spretti.

7 km
Hlaupið frá Sundhöll að Tryggvagötu. Tryggvagata áfram að Sunnulækjarskóla. Beygt til vinstri í átt að Sunnulækjarskóla. Hlaupið framhjá Sunnulækjarskóla og beygt til hægri við Erlurima. Hlaupið að Tjaldhólum og beygt inn til vinstri. Hlaupið inn Tjaldhólana og eftir göngustígnum yfir í Tjarnarhverfið. Hlaupið til hægri eftir Aðaltjörninni og að Langholtinu. Langholtið að Austurvegi. Farið yfir og að Árvegi. Árvegur hlaupinn áfram og að brúnni, framhjá hótelinu og að Þóristúni. Þóristúnið að Eyravegi. Hlaupið yfir Eyraveg og að Engjavegi í átt að Sundhöll. Hlaupa á jöfnu tempói en bæta í við Engjaveg og klára á spretti.

10 km
Hlaupið frá Sundhöll að Tryggvagötu. Tryggvagata áfram að Sunnulækjarskóla. Beygt til vinstri í átt að Sunnulækjarskóla. Hlaupið framhjá Sunnulækjarskóla og beygt til hægri við Erlurima. Hlaupið að Tjaldhólum og beygt inn til vinstri. Hlaupið inn Tjaldhólana og eftir göngustígnum yfir í Tjarnarhverfið. Hlaupið til hægri eftir Aðaltjörninni og að Langholtinu. Langholtið að Austurvegi. Farið yfir og að Árvegi. Árvegur hlaupinn áfram og að brúnni, framhjá hótelinu og að Þóristúni. Þóristúnið að Eyravegi. Beygt til hægri að Suðurhólum. Hlaupið inn Suðurhóla og alla leið að Erlurima. Erlurima að Langholti. Beygt til vinstri að FSu og þaðan að Sundhöll. Hlaupa á jöfnu tempói en bæta í við Langholtið og klára á spretti

Síðan verðu hlaupið á gamlársdag kl.12:20 frá sundhöllinni og endað í kaffi (koma með smá bakkelsi sjálf), nánar síðar.

Óska ykkur öllum síðan gleðilegra jóla og þakka kærlega fyrir samstarfið á árinu 2008.

jólakveðja Bragi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband