Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Aðalfundur Frískra Flóamanna 8. febrúar

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn nk. mánudag 8. febrúar í Tíbrá og hefst hann kl. 20. Á dagskrá fundarins er :
- skýrsla stjórnar og reikningar,
- kosningar,
- hvað er framundan,
- önnur mál.
Hvetjum alla Fríska Flóamenn til að mæta.

Fh. stjórnar Magnús


Leifur Þorvaldsson - Kveðja frá Frískum Flóamönnum


IMG_9465 Í dag var útför kærs vinar og hlaupafélaga okkar Leifs Þorvaldssonar.
Fljótlega eftir að Leifur kom í hlaupahópinn okkar sáum við hverjum             mannkostum hann var gæddur og ekki leið á löngu þar til hann var kosinn til forystu. Gegndi hann formennsku í Frískum Flóamönnum á árunum 2011 til 2015. Leifur var hugmyndaríkur og í formennsku hans var bryddað upp á þeirri nýjung að vera með byrjendahlaupanámskeið. Það sló svo rækilega í gegn að á fyrsta námskeiðið mættu um 60 manns. Leifur var mikill hvatamaður þess að taka ekki gjald fyrir æfingar hjá hlaupahópnum og hefur það verið meginregla síðan. Nýlega fengu Frískir Flóamenn viðurkenningu frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir gott starf í þágu almenningsíþrótta, og átti starf Leifs ekki hvað síst þátt í því. Þótt Leifur hafi ekki alltaf hlaupið reglulega með hópnum, þá var viljinn alltaf til staðar og sýndi hann hlaupunum og hópnum ávallt tryggð og áhuga. Leifur var góður félagi og alltaf tilbúnn að hvetja samhlaupara sína. Þegar hópurinn gerði sér glaðan dag var Leifur hrókur alls fagnaðar. Skemmst er að minnast árshátíðanna þar sem hann söng og lék á gítarinn sinn. Kærar eru minningarnar frá hlaupaferð hópsins til Munchen síðastliðið haust þar sem Leifur og Sigríður nutu sín vel í skemmtilegri ferð. Góðs félaga er sárt saknað, þakkir fyrir samfylgdina. Sigríður og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi minningin um góðan dreng ylja ykkur á sorgarstundum.

 


Þorrapizza 28. jan

IMG_7694
Hin árlega þorrapizza verður að loknu sameiginlegu Þorrahlaupi fimmtudaginn 28 jan. í Tryggvaskála. Við ætlum að hittast kl 19:30 þannig að það er tími fyrir þorrabaðið eftir hlaup, gaman væri að sjá sem flesta í heita pottinum. Þeir sem ætla ekki að hlaupa eru velkomir kl 19:30.
Verð kemur inn síðar.
Til að tryggja nægjanlegt magn af pizzum eru hlauparar og aðrir sem áhuga hafa að mæta beðnir að skrá sig hér undir.
Kveðja skemmtinefndin.


Gamlárshlaupið

Gamlárshlaup ÍR fór fram á síðasta degi ársins og var metþátttaka í hlaupinu. Af Frískum hlupu; Karl, Elín, Renuka, Börkur og Ingvar og stóðu sig öll vel. Ingvar var að fara sitt 37. Gamlárshlaup og það í röð. Var hann heiðraður sérstaklega að því tilefni. Úrslitin má sjá hér: http://hlaup.is/displayer.asp?cat_id=1143&module_id=220&element_id=27282


12469515_1664667080439759_2870478805016324588_o


Frískir Flóamenn fá viðurkenningu frá ÍMÁ

img_1469.jpg

img_1478.jpg

 Uppskeruhátið Íþrótta og  menningarnefndar Árborgar fór fram í dag 29. desember í hátíðarsal FSu og var hún fjölsótt. Fjölmargt íþróttafólk úr sveitarfélaginu var heiðrað. Á hátíðinni fengu Frískir Flóamenn viðurkenningu fyrir gott starf í þágu almenningsíþrótta. Erum við ákaflega þakklát fyrir það og hvetur þetta okkur til dáða. Handboltakonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var útnefnd íþróttakona ársins og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson íþróttakarl ársins.


Jólahlaup 10. desember

12295280_10200939485846232_7808781263214511550_n 


Árshátíð

12186828_1138593799502704_5217524153453706016_oÁrshátíð Frískra Flóamanna var haldin í Eldhúsinu 24. október. Snæddur voru ljúffengar veitingar, lambasteik og fylltar kjúklingabringur með kartöflugratíni, rauðvínssósu og bernessósu auk salatborðs. Eftirréttur var í boði Óskars í Guðnabakaríi, stórglæsileg kaka með eftirlíkingu af verðlaunapening hlaupsins í Munchen. Veitt voru viðurkenningar fyrir hlaupara ársins í kvenna og karlaflokki og fyrir mestu framfarir á árinu. Sigmundur var útnefndur karlhlaupari ársins og Ingileif kvenhlaupari ársins. Verðlaun fyrir mestu framfarir fengu Renuka og Óskar. Mest af verðlaununum var í boði Efnalaugarinnar en hluti frá Sportbæ og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir. Fráfarandi skemmtinefnd, Börkur, Kiddi, Auður og Sarah áttu heiðurinn að undirbúningi og vðldu Ingileif, Svanlaugu og Óskar í næstu nefnd. Margir Frískir héldu tölu en að lokum var sungið undir leik þeirra Leifs, Sigga og Hermanns. Takk fyrir vel heppnaða árshátíð.IMG_1330


Frískir Flóamenn hlupu í Munchen


IMG_1210IMG_1217

 

 

 

 

 

 

Hópur Friskra Flóamanna tók þátt í Munchen-maraþoni sem fram fór 11. okt sl. Oft hefur verið rætt innana hópsins að gaman væri að fara í sameiginlega hlaupaferð á erlenda grundu. Nokkrir höfðu reynslu og sögðu mikla upplifun að hlaupa í stórum hlaupum erlendis. Það var síðan í janúar 2014 að farið var að huga að mögulegri ferð og varð Munchenferð hjá Bændaferðum fyrir valinu. Stóð til að fara haustið 2014 en öll sæti voru þá þegar upptekin. Fljótt var mikill áhugi og um tíma voru yfir 40 skráðir í ferðina. Um miðjan ágúst tók Sigmundur þjálfari að sér að leiða hópinn.  Það var að lokum 19 manna hópur sem hélt í víking til Bæraralands. Svo rann dagurinn upp. Ekkert sérleglega hlýr, 8-12 °C, skýjaður, þurr og vindlítill. Í Munchen var boðið upp á maraþon (42 km) hálfmaraþon (21 km), 10 km og maraþonboðhlaup. Frískir Flóamenn voru meðal 51 íslenskra hlaupara sem tóku þátt og voru fjölmennastir íslensku þátttakendanna. Tíu FF fóru maraþon aðrir 21 km eða 10 km. Sumir voru að fara sitt fyrsta keppnishlaup og margir sitt fyrsta maraþon. Og svo voru þarna reynsluboltar sem ekki hafa tölu á sínum keppnishlaupum. Allir stóðu sig vel en umfram allt nutu daganna með bros á vör. Bestum árangri náði Sigmundur en hann hljóp maraþonið á 3:16:37 mín og var fjórði í sínum aldursflokki, 60-64 ára. Þetta er jafnframt HSK-met í aldursflokknum og annar besti árangu íslendings í flokknum. Þá varð Ingileif 10. í sínum aldursflokki (60-64) í hennar fyrsta maraþoni. Hún hljóp á tímanum 4:43:16. Er þetta annar besti árangur 60-64 ára kvenna innana HSK og 5. besti á landsvísu. Steingerður, Abba, Auður og Anna voru einnig að fara sitt fyrsta maraþon og stóðu sig vel. Þá voru Renuka og Karl að stórbæta sína fyrri tíma. Renuka bætti sig í maraþoni um tæpar 13 og hálfa mínútu og Karl í hálfu um 9 mín. Ferðin tókst í alla staði mjög vel og eru Frískir þegar farnir að ræða næstu utanlandsferð. Úrslitin má sjá á hlaup.is


Fríska Sólheimahlaupið og framfarabikar Frískra Flóamanna

Fríska Sólheimahlaupið var haldið laugardaginn 26. september. Frískir Flóamenn hlupu frá Borg að Sólheimum um 9km leið og með í för voru íbúar Sólheima. Allnokkur mótvindur var og smá úrkIMG_4811oma en þátttakendur létu það ekkert á sig fá. Eftir súpu og sund var framfarabikar Frískra Flóamanna afhentur íbúa Sólheima sem sýnt hafði framfarir í virkni og hreifingu á árinu. Bikarinn hlaut að þessu sinni Árni Alexandersson eða Legómeistari Íslands! eins og margir þekkja hann. Árni er í hjólastól. Hann er samt mikið á ferðinni, sækir vinnu alla daga og er duglegur að fara í kaffihúsið og oftast sækir hann kirkju og tónleika þegar þeir eru í boði. Árni hreyfir sig meira en margir sem þó eru ekki að nota stól eins og hann þarf að gera. Árni er æðrulaus og ljúfur maður enda vilja allir vera vinir hans.

IMG_4820 

 

 

 

 

 


Fríska Sólheimahlaupið 26. sept

LaIMG 1210ugardaginn 26. september bjóða Frískir Flóamenn í Fríska Sólheimahlaupið. Farið verður í rútu frá Sundhöll Selfoss kl. 9:20 að Borg í Grímsnesi og hlaupið kl. 10:00 þaðan með íbúm Sólheima að Sólheimum. (Ath röng tímasetning í staðarblöðum). Förum í laugina þar á eftir og síðan í súpu í Grænu könnunni sem hver greiðir fyrir sig. Öllum er frjálst að taka þátt með því að hlaupa, labba eða hjóla, engin tímataka. Þeir sem hjóla geta að sjálfsögðu hjólað báðar leiðir. Kl. 13:00 verður athöfn í Grænu könnunni þegar Frískir Flóamenn munu afhenda framfarabikarinn en hann hlýtur Sólheimabúi sem hefur sýnt framfarir, góða ástundun í íþróttum eða allmennri hreyfingu og hefur verið hvetjandi og fyrirmynd.

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband