Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Tindahlaup

Tindahlaupið fór fram laugardaginn 29. ágúst. Í boði voru 4 vegalengdir 1 tindur (12 km), 3 tindar (19 km), 5 tindar (35 km) og 7 tindar (37 km). Aðstæður voru góðar og þátttaka jókst um 100% frá síðasta ári. Úrslit í Tindahlaupinu eru nú komin á hlaup.is. Frískir tóku þátt Björk var 6. kona í þriggja tinda hlaupinu og Steingerður 8. og Reinir 19. Renuka lauk sjö tinda hlaupinu í 15. sæti.  Glæsilegt hjá þeim.


Reykjavíkurmaraþon 2015. Sigmundur og Björk settu HSK-met.

IMG_4551Reykjavíkurmaraþon var haldið laugardaginn 22. ágúst. Aðstærður voru fínar til hlaups um 13 °C hiti skýjað en þurrt og lítill vindur. Frískir Flóamenn fjölmenntu í 21 km og 10km og stóðu sig vel. Sigmundur var þriðji í sínum aldursflokki í 21 km og annar íslendinga á tímanum 1:33:44 (flögutím).  Setti hann jafnfram HSK-met í flokknum (60-64 ára). Arna Ír og Óli Einars voru að fara sitt fyrsta 1/2 maraþon og voru á flottum tímum Arna á 1:42:39 og Óli á 1:38:57. Vigfús var að bæta sig í hálfu, endaði á 1:46:26 og Renuka var við sinn besta tíma. Abba, Ingleif, Auður og Bárður voru í samfloti í 1/2 maraþoni og tóku það sem æfingu fyrir maraþonið í Munchen. Björk var fremst í flokki Frískra í 10km, lauk á 46:40 og bætti sinn persónulega tíma og setti um leið HSK-met í sínum aldursflokki (45-49 ára). Björk var 10. í flokknum í hlaupinu. Siggi Emils kom næstur í 10 km á 47:44 og þá Magnús á 48:39 og var hann 5. (4.Ísl.)í símum flokki (60-64ára). Og svo var fagnað í lokinn, sjá meðf. mynd. Hér að neðan má sjá tíma Frískra. 

ByssutímiFlögutimi  21 km   
01:33:5001:33:44SigmundurStefánsson  
01:39:1001:38:57ÓlafurEinarsson  
01:43:0701:42:39Arna ÍrGunnarsdóttir  
01:46:5701:46:26VigfúsEyjólfsson  
01:55:5401:55:29RenukaChareyre Perera  
01:58:1301:57:53IngvarGarðarsson  
01:58:5401:57:53SteingerðurHreinsdóttir  
02:09:4102:06:56BörkurBrynjarsson  
02:12:3902:09:54AðalbjörgSkúladóttir  
02:12:4002:09:54AuðurÓlafsdóttir  
02:12:4002:09:54IngileifAuðunsdóttir  
02:12:4002:09:54BárðurÁrnason  
      
  10 km    
47:1046:40BjörkSteindórsdóttir  
47:5947:44Sigurður F.Emilsson  
48:53

48:39

MagnúsJóhannsson  
56:4154:36HermannÓlafsson  
57:5157:02HilmarBjörgvinsson  
58:5657:12Anna GínaAagestad  
63:2861:13SvanlaugKjartansdóttir  
64:1862:03Óskar HelgiGuðnason  
74:0069:57GuðrúnJóhannsdóttir  
74:0268:59AðalsteinnGeirsson  

Brúarhlaupið

IMG_4372Brúarhlaupið fór fram laugardaginn 8. ágúst. Hlaupnir voru 800 m án tímatöku og 5 km, 2,8 km og 10 km og hjólaðir 5 km með tímatöku. 30 hlupu 2,8 km 74 5 km og 87 luku 10 km. Hópur Frískra Flóamanna tók þátt og stóðu sig vel að vanda. Fimm voru á palli. Ingileif sigraði 60 ára flokk kvenna í 10 km, endaði á 55:55 og setti um leið HSK-met. Sigmundur vann 60 ára flokk karla í 10 km, kom í mark á tímanum 42:20 og er það einnig HSK-met í aldursflokknum. Glæsilegt hjá þeim. Magnús var þriðji í 60 ára flokknum. Eydís Katla var þriðja í 50 ára flokki kvenna í 10 km. Þá var Abba á palli í kvennaflokki í hjólreiðum. Arna Ír stórbætti sig í 10 km, en tími hennar var 46:24 sem er aðeins 8 sekúndum frá HSK-meti í hennar aldursflokki. Vigfús, Daníel, Óli Unnars og Börkur voru á flottum tímum.

Arnar Pétursson og Anna Berglind Pálmadóttir sigruðu í 10 km hlaupinu. Arnar hljóp 10 á 33:18 mín en annar varð Mýrdælingurinn Guðni Páll Pálsson á 37:03 mín. Anna Berglind hljóp á 39:16 mín en önnur varð Elín Edda Sigurðardóttir á 39:35 mín. Í 5 km hlaupi sigraði Sæmundur Ólafsson í karlaflokki á 16:23 mín og Helga Guðný Elíasdóttir í kvennaflokki á 19:27 mín.

Benedikt Fadel sigraði karlaflokkinn í 2,8 km hlaupi á 10:10 mín í og Hólmfríður Þrastadóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki á 12:07 mín.

Úrslitin má sjá á http://www.timataka.net/bruarhlaupid2015/urslit/?race=1&cat=overall.


Hengilshlaupið

Hengilshlaupið var haldi þann 25.júlí í fínu veðri. Hlaupnar voru þrjár vegalengdir 24 km 50 IMG_0150km og 81 km. Renuka og Steini tóku þátt, Renuka hljóp 50 km og Steini 81 km. Renuka lauk á 8.34.10 og Steini á 12.25.20. Steini var fjórði í hlaupinu.  Þau höfðu bæði farið Laugaveginn helgina áður. Ekkert smá afrek hjá þeim.


Laugavegshlaupið



IMG_0173Laugavegshlaupið fór fram laugardaginn 18.júlí í veðurblíðu. Þurrt var og sólríkt en nokkuð svalt sérstaklega fyrri hluta leiðarinnar. Mikill snjór var á svæðinu kringum Hrafntinnusker en þar var hlaupið samfellt í snjó á um 8 km. 361 hlaupari lauk hlaupinu en nálægt 40 hættu eða náðu ekki tímamörkum á leiðinni. Þorbergur Ingi setti glæsilegt met hljóp á 3:59:13, bætti sitt eigið met fráí fyrra um meira en 9 mín, ótrúlegur árangur. Glæsilegur hópur Frískra hljóp kílómetrana 55. Siggi og Renuka voru að fara sitt fyrsta en reynsluboltarnir Kiddi og Björk að fara í 11. og 10. sinn. Vaskur 40 manna hópur frá Frískrum Flóamönnum stóð óð og hljóp vaktina og stóð sig með sóma. Til hamingju hlaupara og kærar þakkir til allra ykkar sem fórnfús stóðu vaktina. Hér fylgja nokkrar myndir frá Þöngá og Lósá.


Fundur vegna Laugavegshlaupsins 9. júlí

Fundur kl 20:00 á fimmtudag 9.júlí í Búnaðarmiðstöðinni
með Svövu Oddnýju og fleirum frá Rmar.

Allir sem ætla að vera með í aðstoð við hlaupið mætiIMG 9672

Punktar sem verða ræddir:

1. Fá nöfn og snr.
• Stjóra á hverri stöð
• Eftirfara
• Hjúkrunarfræðings á fjöllum
• Tengiliðs uppgefinna hlaupara í rútu frá Emstrum
2. Fara yfir rútuferðir (fjöldi, tímasetning) á fös. í Landmannalaugar
3. Fara yfir gistiaðstöðu og fjölda í Húsadal og Hrafntinnuskeri
4. Fara yfir nýtt skipulag á afrifum við Álftavatn. Fara með sýnishorn
5. Fara yfir ráslista, vera með sýnishorn
6. Vera með sýnishorn af bambusstöngum
7. Hvaða tengiliður hópsins vill fá senda ráslista og símaskrá?
8. Verklýsingu
9. Drykkjarstöðvar, hvað á að afgreiða og varningur til að flytja
10. Birgðir, flutningur
11. Afgreiðsla í Emstrum á þeim sem hætta og eru stoppaðir
12. Snjór, áhrif, vatna vextir.


Bláskógaskokkið

IMG_3519Báskógaskokk HSK, elsta víðavangshlaup landsins, fór fram í dag. Það var fyrst hlaupið árið 1972. Hlaupnir eru 16,1 km (10 mílur) frá Gjábakka yfir að Laugarvatni og 5 km hlaupið er hringur á Laugarvatni. Veður var þurrt og hlýtt en allnokkur mótvindur alla leiðina. Kári Steinn Karlsson kom lang fyrstur í mark í 16 km, hann hljóp á 1.00.46. Fyrst kvenna var Björg Alexandersdóttir á 1.26.03. Feðginin Guðrún Edda Harðardóttir og Hörður Svavarsson voru fyrst í 5 km. Fremstur í flokki Frískra var Sigmundur á 1.22.26, þá Reynir á 1.22.48, Steingerður á 1.37.29 og Ingileif á 1.49.17. 


Miðnæturhlaupið

11417754_1017242478308838_1674553095642545290_oHið árlega og geysivinsæla Miðnæturhlaup var haldið í Reykjavík í gær 23. júní. Metþátttaka var í hlaupinu en rúmlega 2700 hlauparar skráðu sig til leiks. Boðið var upp á 5 km 10 km og 21 km. Auðvitað mættu nokkrir þræl Frískir Flóamenn og stóðu sig vel að vanda. Arna Ír rann 10 km á 48.50 og var 9. í sínum flokki. Andri hljóp sömu vegalengd á 47.51 og Kiddi Marvins lauk 10 km á 48.51 og var 4.í sínum flokki. Reynir hljóp 21 km á 1.45.45 og var 12. í aldursflokknum. Glæsilegt hjá þeim.(Ljósmynd af fésbókarsíðu Örnu Ír).

 

 

 

 

 


Frískir í Esjuhlaupinu

Fjórða Esjuhlaupið var í dag þar sem hlaupið er upp og niður Esjuna.  Boðið var uppá þrjár vegalengdir, 14 km (2 hringir) 42 km og 77 km (11 hringir). Sam­tals tóku tæp­lega 70 manns þátt. Þrír Frískir hlupu 14 km hlaupið. Reynir varð 5. í mark, rann skeiðið á 1.50.54 Abba var á 2.43.43 og Bárður á 2.55.04. Glæsilegt hjá þeim. Mýrdælingurinn Guðni Páll vann hlaupið á 1.32.38. (Lósmyndin af fésbókarsíðu hlaupsins).10612922_293164187474379_6124205033192706082_n


Frískir aðstoða við Laugavegshlaupið 18.júli.

Frískir Flóamenn verða til aðstoðar hlaupurum við Laugavegshlaupið sem verður 18. júli. Þetta er aðal fjáröflunarleið okkar og gerir okkur kleyft að halda úti þjálfara með allar æfingar gjaldfrjálsar. Nú þurfa allir FF sem geta að vera með í aðstoð. Þeir sem ætla að vera í aðstoðarliði FF tilkynni sig á facebooksíðu FF eða á netIMG 9513fangið skolavellir12@simnet.is.

Við í FF skuldbindum okkur til að útvega 34 starfsmenn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband