Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Sigrún sigraði hálft maraþon í Miðnæturshlaupinu

 

13482815_10202224837659663_4803890327348581313_o

 Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í 24.sinn 23 júní. Aðstæður voru góðar og gott hlaupaveður. Skráðir þátttakendur voru 2640, 1247 í 5 km, 782 í 10 km og 611 í hálfu maraþoni, þar af voru 900 erlendir frá 50 löndum. Sex Frískir hlupu og stóðu sig glimrandi. Sigrún var fyrst kvenna í hálfu Maraþoni á 1:33:17 sem er hreint frábær tími því brautin er ekki auðveld. Sigrún bætti jafnframt HSK-met sitt í flokki 35-39 ára kvenna sem hún setti fyrr í vor. Tími Sigrúnar er 4.besti tími kvenna í hálfmaraþoni í Miðnæturhlaupinu frá upphafi. Þá hlupu Steingerður og Reynir 21 km, Steingerður á 1:57:14 og Reynir á 1:43:12.  

Þrjá Frískar hlupu 10 km, Auður var á 55:02 og Sandra Dís var á 57:52 sem er flottur tími og mikil bæting hjá henni, Eydís Katla hljóp á 59:47.

Glæsilegt og til hamingju. 

 


Sigrún og Renuka með HSK-met.

IMG_0726Sigrún Sigurðardóttir tók þátt í Kópavogsmaraþoninu í dag 21. maí en þar fór fram íslandsmeistaramót í hálfmaraþoni.  Sigrún varð önnur kona í mark í hlaupinu og vann því silfur á íslandsmeistaramótinu. Sigrún hljóp 21 km á 1:33:36 og setti um leið HSK-met í flokki 35-39 ára kvenna, en hún var fyrst kvenna í sínum aldursflokki í hlaupinu.   Fyrr í vor setti Renuka Chareyre Perera HSK-met í 5 km í flokki 45-49 ára kvenna þegar hún hún hljóp

IMG_0173 5 km í ÍR hlaupinu á 24:10.  Glæsilegt hjá þeim.


Eitt Íslandsmet, þrjú HSK-met og margir að bæta sig í Intersporthlaupinu eins og vindurinn.

Intersporthlaupið eins og vindurinn sem Frískir Flóamenn halda fór fram sunnudaginn 1.maí.  Veður var gott, hæg suðvestan átt og að mestu þurrt og hitiIMG_6397IMG_6416 um 5-7°C, kjöraðstæður til hlaupa. Margir hlauparar náðu mjög góðum tímum og voru að bæta sig.  Ívar Trausti Jósafatsson setti Íslandsmet í 10 km í aldursflokki 50-54 ára, hljóp á 35.42 og var langfyrstur í hlaupinu. Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir Frískum Flóamönnum bættu báðar HSK-met í 10 km. Arna í flokki 45-49 ára, hljóp á 46.11 og Sigrún í flokki 35-39 ára en hún hljóp á tímanum 41.33. Dagbjartur Kristjánsson Hamri setti HSK-met í 16 ára flokki hljóp á 39.01. Fyrst kvenna í 10 km var Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni á 41.20. Fyrsta kona í 5 km var Hrafnhildur Tryggvadóttir hún lauk hlaupinu á 21.49. António José Felleiso de Sosa var fyrstur karla í 5 km á tímanum 24.53. Hlaupið tókst vel í alla staði og var ánægja með framkvæmd þess. Úrslit hlaupsins má sjá á hlaup.is.


Sigrún 5. í hálfmaraþoni

IMG 9292

Vormaraþon félags maraþonhlaupara fór fram laugardaginn 23.apríl. Hlaupið var maraþon og hálft maraþon.  Sigrún gerði sér lítið fyrir og varð 5. í kvennaflokki á 1:35:16 en 84 konur luku hlaupinu. Aldeilis glæsilegur árangur.


Ingvar á flegiferð í Víðavangshlaupi ÍR

 

IMG 0727

 VíðavangshlaupÍR fór fram sumardaginn fyrsta.  Hlaupnir voru 5 km um miðbæ Reykjarvíkur. Frískir voru með og var Ingvar fremstur í flokki.  Hann geystist kílómetrana fimm á 20.49. Renuka og Dýrfinna hlupu líka á fínum tímum, Renuka á 24.10 og Dýrfinna á 28.05.  699 hlauparar luku hlaupinu.IMG_0173


Frískir í Hamarshlaupinu

Þann 16. apríl sl. fór fram fyrsta hlaupið í hlaupaseríu Hamars. Hlaupnir voru 20 km utan vega. Nokkrir Frískir tóku þátt og stóðu sig vel. Wieslaw vann 50 ára flokk karla og var 4.karl í mark. Arna Ír var önnur í 40 ára aldursflokki kvenna og Björk 5. Siggi Gunnars var 5.karl í flokki 30 ára.  Fjörutíu og sjö hlauparar tóku þátt.


Intersporthlaupið eins og vindurinn 1. maí

IMG_3079

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir Intersporthlaupinu eins og vindurinn þann 1. maí nk. og hefst það kl. 13:00.

Vegalengdir 10 km og 5 km

Hlaupaleiðir Lengd 10 km hlaupsins er löglega mæld samkvæmt reglum FRÍ.

Hlaupaleiðir, 10 km og 5 km, eru frá Intersporti [BYKO] á Selfossi um Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg. 

10 km hlaupið hefst eða enda við Intersport, fer það eftir því hvort hagstæðara er mtt. vindáttar.  5 km hlaupið hefst á Gaulverjabæjarvegi við Bár. Hlaupaleiðirnar eru um sléttlendi Flóans.

Skráning Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00.  Skráning og afhending keppnisnúmera er í Intersporti Selfossi frá kl. 14-16 þann 30. apríl. Keppnisnúmer verður einnig hægt að nálgast á hlaupadegi frá kl. 11:00 á sama stað. Þátttökugjald er kr. 3.000 fyrir 16 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Rúta flytur keppendur að eða frá rásmarki, brottför er frá Intersport kl. 12:20. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup.

Flokkaskipting Aldursskipting hjá konum og körlum;

5 km

•    15 ára og yngri

•    16 og eldri ára

10 km

•   39 ára og yngri

•    40-49

•    50-59

•    60 ára og eldri

Vegleg sérverðlaun frá Intersporti verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í hvorri vegalengd um sig. Einnig verða útdráttarverðlaun.

Tilvalið hlaup til að bæta sig í 10 km eða 5 km hlaupi.

Nánari upplýsingar veitir Magnús s: 840 6320.

 

 

 


Byrjendahlaupaæfingar hefjast 8. mars

 

IMG 0727

 

Vel heppnuðu námskeiði Torfa um hlaup er nú lokið. Í kjölfarið bjóða Frískir Flóamenn upp á sérstakar æfingar fyrir hlaupara sem eru að byrja eða hafa ekki hlaupið lengi. Hefjast þær 8. mars og verða í 8 vikur. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15, farið frá Sundhöll Selfoss. Leiðbeinandi er Sigmundur Stefánsson. Ekkert gjald eða skráning er vegna æfinganna, bara mæta. Hvetjum alla sem vilja koma sér af stað til að mæta.


Hlaupanámskeið og byrjendaæfingar

IMG_3079

Nú þegar daginn er tekinn að lengja og styttist í vordaga er tilvalið að taka fram hlaupaskóna, fræðast um hlaup og hlaupa úti.

Dagana 3. og 5. mars ætlar Torfi H. Leifsson að koma á Selfoss og halda hlaupanámskeið í Vallaskóla. Á námskeiðinu er farið yfir fjölmarga þætti sem snúa að hlaupum og hlaupaþjálfun og er það ætlað bæði fyrir reynda hlaupara og byrjendur. Námskeiðið er tveir fyrirlestrar frá 18:00-21:30, fimmtudaginn 3. mars, 8:30 - 12:00 laugardaginn 5. mars og einn verklegur tími 13:00-14:15 laugardaginn 5. mars. Búið er að opna fyrir skráningu á hlaupanámskeið Torfa á hlaup.is og þar er einnig að finna frekari upplýsingar, http://hlaup.is/forms.asp?form_id=104&action=new.

Í framhaldinu verða Frískir Flóamenn með sérstakar æfingar fyrir hlaupara sem eru að byrja eða hafa ekki hlaupið lengi. Hefjast þær 8. mars og verða í 8 vikur. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15, farið frá Sundhöll Selfoss. Leiðbeinandi er Sigmundur Stefánsson. Ekkert gjald er fyrir æfingarnar hjá Frískum Flóamönnum, bara mæta.


Frá aðalfundi Frískra Flóamanna

Aðalfundur Frískra Flóamsnna var haldinn 8. febrúar sl. Í upphafi fundar minntist formaður látins félaga, Leifs Þorvaldssonar, en hann var formaður Frískra Flóamanna á árunum 2011 til 2015. Þá var farið yfir það helsta sem gerðist á árinu en þar bar hæst Munhenferð hópsins sl.haust sem þótti takast einkar vel. Í lok árs fékk hópurinn viðurkenningu frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir gott starf í þágu almenningsíþrótta og var það mikill heiður. Þá fór gjaldkeri yfir reikninga félagsins. Var staða þeirra með ágætum um áramót. Helsta tekjulind hópsins er greiðsla fyrir aðstoð við Laugavegshlaupið sem nægja til að halda úti þjálfara stóran hluta ársins. Samið var í fyrra við Reykjavíkurmaraþon um að Fískir Flóamenn aðstoði við Laugavegshlaupið árin 2015 til 2017. Þá var gengið til kosninga og var sitjandi stjórn endurkjörin, en hana skipa Aðalbjörg sem er gjaldkeri, Sigurður Gunnars ritari, Svanlaug, Anna og Magnús sem er formaður. Þá var greint frá því helsta sem er framundan og ber þar hæst hlaupanámskeið Torfa Leifssonar sem verður 3. og 5. mars og í framhaldi af því verður frítt námskeið fyrir byrjendur og hefst það 8. mars. Hlaupið eins og vindurinn verður 1. maí og er stefnt að því að bjóða upp á 5 km auk 10 km. Laugavegslaupið verður 16.júlí í ár og eru allir Frískir hvattir til að taka daginn frá og vera með hlaupurum til aðstoðar. Fundurinn var vel sóttur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband