Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Helgi hljóp vel í Stokkhólmsmaraþoni

Stokkhólmsmaraþon var í dag. Yfir tuttugu þúsund manns tóku þátt. Níu Íslendingar hlupu maraþon þar á meðal var einn Frískur Flóamaður, Helgi Sigurgeirsson. Tími Helga var 3:48:53.
Hér að neðan er tangill á millitímana.

http://results.marathon.se/2010/?content=detail&fpid=list&id=0000171386F5940000014EC8&lang=SE&event=STHM&ageclass=


Hlaup og matarræði

Hér er linkur á athyglisverðan fróðleik um hvað mælt er með að hlauparar borði og drekki.

http://issuu.com/marathonsport/docs/kostforedrag_05_05_2010


Gunnlaugur hefur lokið Comradeshlaupinu

Gunnlaugur Júlíusson hljóp 90 km utanvegahlaup 30. maí og lauk því á tæpum 9 klst.
Frásögn Gunnlaugs af hlaupinu er að finna á bloggsíðu Gunnlaugs: www.gajul.blogspot.com/

Fróðleg erindi þeirra Gunnlaugs og Hafsteins

Gunnlaugur Júlíusson og Hafsteinn Jóhannesson héldu erindi a fundi í Selinu í gær 18. maí. Fundurinn var í tengslum við að Frískir Flóamenn hyggjast hlaupa til styrktar img_7475_992247.jpgParkinssonsamtökunum í næsta Reykjavíkurmaraþoni. Hafsteinn hélt erindi um Parkinsonsamtökin og reynslu sína af parkinsonsjúkdómnum og þakkaði hann þann áhuga sem Frískir sýndu þessu málefni. Þar kom m.a. fram að samtökin hefðu tapað miklu fé í bankahruninu.  Gunnlaugur fjallaði um langhlaup sem lífsstíl.  Hann hóf sinn hlaupaferil árið 1994 á því að hlaupa 3 km með syni sínum í Reykjavíkurmaraþoni. Eftir það varð ekki aftur snúið.  Hann jók smám saman hlaupin og að lokum urðu langhlaup hans lífstíll.  Gunnlaugur lýsti því hvernig hann hefði tekið sig á í matarræði, sem hefur skipt sköpum fyrir líðan og árangur.  Á matseðli Gunnlaugs eru kjöt, fiskur, grænmeti og ávextir.  Hann borðar helst ekki kornvörur kartöflur eða hrísgrjón.  Að auki notar hann Hörballife próteindrykki jafnt á undirbúningstímabilinu fyrir keppni og í keppni.  Gunnlaugur sagði að sýn reynsla væri að ekki væri nóg að nærast eingöngu á kolvetnum í ofurmaraþonum, þar skipti miklu máli að innbyrða prótein.  Hann sagði að mikilvægt væri að setja sér raunhæf markmið og að aga þyrfti til að ná þeim.  Ljóst er af afrekum Gunnlaugs hann hefur þurft að sýna mikinn aga í undirbúningi hlaupa og í hlaupunum sjálfum.

Góður rómur var gerður af erindum þeirra Hafsteins og Gunnlaugs og urðu líflegar umræður í kjölfarið.  Til stendur að fylgja þessum fundi eftir með frekari uppákomum og eru hugmyndir um það vel þegnar á póstfangið skolavellir12@simnet.is.  


Gunnlaugur Júlíusson í Selinu á þriðjudag

IMG 4372 copyÞriðjudaginn 18. maí kl. 20:30 ætlar Gunnlaugur Júlíusson stórhlaupari að koma til okkar í Selið við íþróttavöllinn og halda erindi um hlaup og hlaupaþjálfun. Hafsteinn Jóhannesson segir okkur frá parkisonsamtökunum og reynslu sinni af parkinssonsjúkdómnum en Frískir Flóamenn ætla að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoni í haust.  Nú er bara að fjölmenna í Selið.

Hlaupið að Strýtu

Á uppstigningardag hlupu nokkrir Frískrir Flóamenn frá Torfastöðum í Biskupstungum að Strýtu, sumarbústað Sigmundar og Ingileifar og nutu þarIMG 7396 höfðinglegra veitinga. Sjá nýjar myndir í albúmi.

Frískir Flóamenn með kynningu á vor í Árborg

Okkur er boðin að vera með kynningu á hlaupahópnum í Vor í Árborg. Stefnt er að því að vera með plakat í tjaldi sem verður við Tryggvaskála. Vantar sjálfboðaliða, viljugir hafi samband við Helgu og Silju.

Gunnlaugur og Hafsteinn með fyrirlestra í Selinu þriðjudaginn 18. maí.

Þann 18 maí kl. 20:30 ætlar Gunnlaugur Júlíusson stórhlaupari að koma til okkar í Selið og halda erindi um hlaup og Hafsteinn ætlar að segja okkur frá parkisonsamtökunum og reynslu sinni af þessum sjúkdómi. Þetta er í tengslum við að Frískir ætla að hlaupa fyrir samtökin í Reykjavíkurmaraþoni í haust. Nú er bara að byrja að æfa af krafti. Nánar síðar.



Skráum æfingar. Hafiði skoðað hlaup.com?

Það er góð regla að skrá niður æfigar, halda hlaupadagbók. Það veitir aðhald og gefur upplýsingar sem geta nýst síðar. Margir fá ómælda hvatningu með því að skrá sig á hlaup.com og þar er hægt að færa inn hreyfingu dagsins. Það er líka frábær aðferð til að hafa yfirlit yfir æfingar sínar. Á vefnum er líka margt annað áhugavert.

Fundur 27. apríl kl. 20.

Fundur verður hjá Frískum Flóamönnum í Selinu á þriðjudag  kl. 20:00.IMG 4305 copy

Fundarefni eru þjálfaramál næsta vetur og Laugavegurinn svo og önnur mál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband