Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Bláskógaskokk HSK

IMG 7771Bláskógaskokk HSK verður haldið laugardaginn 25. júní nk. og hefst kl. 11:00. Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns, eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns. Ein drykkjarstöð er á hlaupaleiðinni. Engin bílaumferð verður um veginn meðan á hlaupinu stendur. Vegalengdir eru 5 km og 10 mílur (16,09 km). Forskráning er á hlaup.is og hægt er að skrá sig í íþróttahúsinu á Laugarvatni (sundlaug) fyrir hlaup. Keppendur mæti við íþróttahúsið á Laugarvatni og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag. Rútuferð að Gjábakka kl. 10:30. Skráningargjald er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 1.500 kr. fyrir 17 ára og eldri. Innifalið í skráningargjaldi er rútuferð frá Laugarvatni að rásmarki og aðgangur að sundlaugina á Laugarvatni. Gegn framvísun keppnisnúmers fá keppendur aðgang í sund. Allir þátttakendur fá verðlaun. Sérverðlaun verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í 5 km og 10 mílur. Verðlaunaafhending fer fram á íþróttavellinum á Laugarvatni strax eftir hlaup.Umf. Laugdæla sér um framkvæmd hlaupsins.
Nánari upplýsingar veita Kári Jónsson í síma 824 1260 og Ingvar Garðarsson í síma 482 2730 og 698 5730.

Hlaupa hringinn til styrktar krabbameinssjúkum börnum

img_1204.jpgÞau Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason ætla að hlaupa hringinn í kringum landið til styrktar krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Átakið heitir „Á meðan fæturnir bera mig“. Þau lögðu af stað frá Reykjavík í morgun og stefna að því að vera 15 daga á leiðinni. Þau skiptast á og hlaupa að jafnaði 24 km hvert á dag. Frískir Flóamenn slóust í hópinn og hlaupu og hjóluðu með þeim í gegnum Selfoss. Vigfús gerði gott betur og fylgdi þeim alla leið að Hellu. Hægt er að fara inn á heimasíðu hópsins og leggja málefninu lið; http://www.mfbm.is/

Norðurlandameistaramót í 10 km brautarhlaupi á Selfossi

Í dag fór fram NM í 10 km brautarhlaupum kvenna og karla á vígslumóti nýja frjálsíþróttavallarins á Selfossi. Finnar unnu bæði kvenna og karlahlaupið.  Níu kepptu í karlaflokki og þar sigraði Finninn Jarkko Hamberg á 30:35,90 mín. Sænskur hlaupari leiddi hópinn mest allt karlahlaupið sem tók á í vindinum svo hann varð að gefa eftir í lokin. Daninn Michael Nielsen varð annar á 30:38,13 mín, 0,24 sekúndum á undan Morten Fransen.Í kvennahlaupinu hlupu átta konur og varð Elina Lindgren frá Finnlandi fyrst þeirra NM í 10 km Selfossi 2011á 35:06,64 mín en önnur varð Louise Wiker frá Svíþjóð á 35:34,42 mín. Nina Chydenius frá Finnlandi varð þriðja á 35:45,79 mín. Aðeins einn keppandi var frá Íslandi, Arndís Ír, og var hún síðust í sterkum hópi kvenna. Veður var heldur óhagstætt talsverður vindur og svalt. Aska frá Grímsvatnagosinu barst yfir svæðið skömmu eftir að hlaupinu lauk. Fjórir Frískir Flóamenn töldu hringina með dyggri aðstoð Sigurbjarnar Árna Arngrímssonar.

Hlaupa-Fjör í Flóa

IMG 9436Frískir Flóamenn ætla að hlaupa í morgunkaffi frá Selfossi að Þingborg 28. maí nk. en þá er hátiðin Fjör í Flóa og allir velkomnir í veglegt morgunverðarhlaðborð. Þetta eru ca. 10 km. Stefnt er að því að leggja af stað frá sundlauginni kl. 9.30. Sameinast verður um bíla til baka eða einhverjir fengnir til að sækja okkur, eða bara skokka aftur á Selfoss.

Breyttur hlaupatími

Nú er vorveður alla daga og breytt tíð frá því sem var í apríl og því tilvalið að drífa sig að fara að skokka. Fyrir þá sem hafa verið að hlaupa er tími til að huga að æfingum sumarsins, setja markmið, auka þolið, bæta hraðann, en um fram allt að hafa gaman af. Hlaupatími Frískra Flóamanna er núna kl. 17:15 á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 10 á laugardögum og kl. 10:30 á sunnudögum. Hlaupið er frá Sundhöll Selfoss. Allir velkomnir ekkert æfingagjald.

Frískir Flóamenn í vormaraþoni

IMG 9275Í dag 30. apríl var svokallað vormaraþon í Reykjavík sem Félag Maraþonhaupara stóð fyrir. Hlaupið var maraþon og hálft maraþon. Það snjóaði á meðan á hlaupinu stóð en vindur var hægur. Mjög góð þátttaka var, 258 luku hálfu maraþoni og 35 maraþoni. Nokkrir Flóamenn tóku þátt og stóðu sig með sóma. Óli Einars og Steini luku maraþoni og var Óli að fara sitt fyrsta maraþon. Óli lauk á tímanum 3:23:34, sem er virkilega góður tími, og Steini var á 3:33:00 og var að bæta sig um meira en 3 mín, flott hjá þeim. Ingileif og Vigfús fóru hálft maraþon og gerðu glæsilegt hlaup, lauk Ingileif á 2:05:15 og bætti sig um meira en 10 mínútur, Vigfús á 2:07:36 og bætti sig um meira en fimm mínútur. Sigmundur þurfti að hætta í heilu og Anna í hálfu. Gengur bara betur næst hjá þeim. Úrslitin eru á hlaup.com.

Píslarhlaupið

Píslarhlaupið verður FÖSTUDAGURINN LANGI, 22. Apríl.  Komið saman við Réttina í Úthlíð í Biskupstungum kl 13.00, sameinast í bíla og ekið að Geysi. Vegakengdir 10 km og 5 km. Í 10 km  er hlaupið kl. 13.30 frá rásmarkinu við Geysi og að Úthlíð.  5 km hlaupið er frá Múla að Úthlíð.  Ræsing frá Múla kl. 13.30. Boðið er einnig upp á 5 km kraftgöngu frá Múla. Heitur pottur súpa og brauð eftir hlaup. Páskaegg i verðlaun og útdráttarverðlaun.  Verð 1500 kr, súpa og brauð innifalið. Skráning á uthlid@uthlid.is, eða á hlaup.is img_7403_1076936.jpg

Flóahlaupið

img_0655.jpgFlóahlaupið fór fram í dag 9. apríl í blíðsakapar roki en í hlýju og að mestu þurru veðri.  88 hlauparar mættu og hlaupu 3, 5, eða 10 km. 10 Frískir Flóamenn hlupu, hefðu mátt vera fleiri. Þrír Frískir  fóru á pall, Ingileif, Sigmundur og Ingvar. Kaffi og hlaðið borð af kökum að vanda í salnum í Félagslundi eftir hlaup og "já eða nei Icesave-kosning" hinu megin í húsinu. Markús og aðrir Samhyggðarmenn eiga þakkir skildar fyrir góðan dag. Myndir frá hlaupinu í myndaalbúmi.

Allir út að hlaupa

img_9448_1073824.jpgNú þegar sól hefur hækkað á lofti, veður farið að hlýna enginn snjór eða hálka er um að gera að reima á sig skóna og fara út að hlaupa. Góð mæting hefur veðið á hlaupaæfingar undanfarið. Frískir Flóamennn eru með þjálfara og æfingar með þjálfara eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18:00. Auk þess eru sameiginlegar æfingar á laugadögum kl. 10 og sunnudögum kl. 10:30. Allir velkomnir og eingin æfingagjöld.

Enn möguleiki að skrá sig í Laugavegshlaupið

img_8098_1066561.jpgÁ heimasíðu Laugavegshlaupsins eru fregnir af því að skráningarferlið í Laugavegshlaupið 2011 hafi verið með breyttu sniði í ár. Hlauparar sóttu um þátttöku í janúar og þar segir að allir sem sóttu um hafi fengið tilkynningu um að þeim hafi verið gefinn kostur á að taka þátt í hlaupinu. Um 400 hlauparar hafa þegið sæti í hlaupinu en þeir þurfa að staðfesta þátttöku sína dagana 1.-7. mars. Mögulegt er að bæta við nokkrum hlaupurum til viðbótar. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á skraning@marathon.is. Sjá frekar á marathon.is.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband