Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Salóme þjálfari mætir á æfingu þriðjudag 6. sept.

 

IMG 9447

Salóme sendi póst. Þar kemur fram að hún ætli að vera með æfingar 2 sinnum í viku í vetur fyrir FF að minnsta kosti fram að jólum. Æfingarnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og er mæting við Sundhöll Selfoss. Fyrsta æfingin verður þriðjudaginn 6. september og hvetur hún alla til að mæta, byrjendur jafnt sem lengra komnir, ný og gömul andlit. Það verður eitthvað fyrir alla. 

Munið morgunmat í Guðnabakaríi á laugardag. 


Frískir Flóamenn í morgunmat í Guðnabakaríi

IMG 9297Líkt og undanfarin ár ætla Frískir Flóamenn að koma saman spjalla og snæða morgunmat fyrir Brúarhlaupið. Eins og í fyrra stendur til að fá sér morgunmat í Guðnabakaríi, mætum þar kl. 9:00 nk. laugardag fyrir hlaup. Hver borgar fyrir sig. Látið berast.

Brúarhlaupið á laugardag

IMG 9300Brúarhlaup Selfoss verður nk. laugardag 3. september. Boðið er upp á hjólreiðar (5 km) og 2,5 km, 5 km, 10 km og  21 km hlaup. Hálfmaraþonið er jafnframt Íslandsmeistaramót. Hjólreiðar hefjast kl. 11:00, hálfmaraþon kl. 11:30 og aðrar vegalengdir kl. 12:00. Kort með hlaupaleiðunum er að finna á hlaup.is. Skráning fer fram á hlaup.is og í Landsbankanum á Selfossi. Einnig á hlaupadag frá kl. 09:00 í Landsbankanum á Selfossi. Afhending keppnisgagna, til þeirra sem hafa forskráð sig á netinu, er í Landsbankanum á Selfossi frá kl. 09:00 á laugardarinn. Nú er um að gera að reima á sig hlaupaskóna og velja sé vegalengd við hæfi.

Að loknu Reykjavíkurmaraþoni


IMG_1461Reykjavíkurmaraþon fór fram í blíðskaparveðri laugardaginn 20. ágúst. Frískir Flóamenn fjölmenntu og hlupu ýmist 10 hálft eða heilt maraþon. Steini fór sitt þriðja maraþon á árinu og á aðeins eitt eftir til að ljúka fimmunni, sem er fjögur maraþon og Laugavegurinn á sama ári. Vigfús og Ægir voru að fara sitt fyrsta maraþon og stóðu sig með príði. Kiddi Marvins fór einnig maraþonið. Ingileif hljóp hálft og það gerði Anna Gína einnig, var það hennar fyrsta hálfa. Birna, Renuka, Hrund, Magnús Öfjörð, Jón, Ingvar og Sigmundur runnu einnig hálft. Sigmundur var að bæta sig í hálfu, var á tímanum 1:28:15 og var með fyrstu mönnum í 50 ára flokki. Timi Sigmundar er sá fjórði besti sem íslendingur hefur náð í hálfu maraþoni í flokki 55-59 ára. Sveinn og Magnús létu sér nægja að fara 10 km, það gerðu Helgi, Elín, Eydís, Guðmundur Tryggvi, Linda, Hannes, Leifur, Aðalsteinn, Þórir og Daði sem var hraðastjóri fyrir 50 mín. Frískir Flóamenn hlupu til styrktar góðgerðarfélögum, flestir fyrir Parkinson samtökin og söfnuðu helling. Hafsteinn renndi sér hálft maraþon til styrkta samtökunum og kláraði með sóma.  Tímarnir í hlaupinu eru á hlaup.is. Myndir eru í albúmi. Smile

Reykjavíkurmaraþon á laugardaginn

img_8950.jpgNú styttist í Reykjavíkurmaraþon sem verður nk. laugardag.  Það er alltaf mikil stemning yfir þessu hlaupi og því til valið fyrir alla Fríska að taka þátt.  Eins og undanfarin ár er hægt að heita á félagana sem hlaupa á hlaupastyrkur.is.  Þar eru þegar komnir nokkrir Frískir og fer fjölgandi. Flestir þeirra hlaupa til stuðnings Parkinsonsamtökunum.  Nú er um að gera að sýna stuðning og fara inn á síðuna;  hlaupastyrkur.is til að heita á hlaupara. Sjá frekar síðustu frétt.

Reykjavíkurmaraþon framundan, hlaupið fyrir Parkinsonsamtökin.

img_8985.jpgNú styttist í Reykjavíkurmaraþonið og ekki seinna vænna en að fara undirbúa sig. Margir láta sig aldrei vanta í þetta frábæra hlaup. Þar eru vegalengdir við allra hæfi. Nokkrir Frískir Flóamenn eru að undirbúa sig fyrir heilt maraþon en aðrir ætla hálft eða 10 km. Hlauparar geta heitið á góðgerðasamtök þegar þeir skrá sig í hlaupið. Á fundi Frískra Flóamann nýverið kom Hafsteinn Jóhannesson, sem býr að Sóltúni 25 hér á Selfossi og talaði máli Parkinsonsamtakanna og óskaði eftir að Frískir Flómenn hlypu í nafni þeirra, en það gerðu Frískir í Reykjavíkurmaraþoni 2010. Hafsteinn bauðst til að greiða fyrir þátttökugjald þeirra sem hlaupa í nafni samtakanna. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hafið samband við Hafstein í síma 894 1228 eða shjshj@simnet.is.

Laugavegshlaupið 2011

img_0986.jpgLaugavegshlaupið fór fram í dag 16. júlí í fínu veðri, þurt var og sólskin en heldur heitt þegar á hlaupið leið. 306 hlauparar lögðu af stað frá Landmannalaugum en 289 skiluðu sér í mark í Þórsmörk. Svisslendingurinn Alexandre Vuistiner kom fyrstur í mark á tímanum 4:59:21 sem er 16. besti tíminn í 15 ára sögu hlaupsins. Annar í mark var Örvar Steingrímsson á 5:02:22. Sigurvegari í kvennaflokki var Guðbjörg Margrét Björnsdóttir. Guðbjörg hljóp á tímanum 5:50:54. Nokkrir Frískir Flóamenn hlupu og stóðu sig með sóma. Fyrstur Selfyssinga var Stefán Hólmgeirsson og rann hann skeiðið á 5:39:54 og var 17. í mark í sínu fyrsta Laugavegshlaupi. Um 30 Frískir Flóamenn stóðu vaktina á hlaupaleiðinn, gættu brautar, veittu drykki og sáu til þess, ásamt björgunarsveitarmarmönnum úr Björgunarfélagi Árborgar, að allt gengi upp á hlaupaleiðinni. Allt gekk að óskum en helst var það hiti sem gerði hlaupurum erfitt fyrir svo þeir misstu mikinn vökva sem dró máttinn úr sumum. Myndir frá hlaupinu eru í myndaalbúmi og úrslitin á marathon.is.

Fundur um Laugavegshlaupið miðvikudag 13. júlí í Selinu

img_8028_1097244.jpgBoðað er til fundar með þeim Frískum Flóamönnum sem ætla að vinna við Laugavegshlaupið. Fundurinn verður í Selinu á miðvikudaginn 13. júlí kl.18.00.  Gengið verður frá því sem eftir er varðandi Laugavegshlaupið. Æskilegt er að sem flestir sem ætla að vinna við hlaupið komi á fundinn. Gott væri að vinir og vandamenn sem ætla að vinna með okkur mæti líka og viðkomandi komi boðum til þeirra.

Fjölmenni í fjallgöngumessu

Fjölmenni var í fjallgöngumessu á Ingólfsfjalli sem fram fór í dag.  Um það bil 50 manns sóttu messuna 

img_0885.jpg

en prestur var sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur á Selfossi.  Gengið var upp hjá grifjunum gengt Þórustöðum og stoppað á leiðinni og lesið úr ritningunni.  Messulok voru uppi á fjallinu þar sem prestur pretikaði og söfnuðurinn söng sálma. Fólk á öllum aldri sótti messuna sem er skemmtileg nýbreytni í messuhaldi á Selfossi.  Myndir frá fjallgöngumessunni eru í myndaalbúmi. 


Fjallgöngumessa á Ingólfsfjalli þann 10. júlí

img_7689_1096643.jpgÁ sunnudaginn nk. verður fjallgöngumessa á Ingólfsfjalli. Lagt verður á fjallið kl. 15 frá malargrifjunum gengt Þórustöðum. Ritningartextar verða lesnir áður en lagt verður af stað og á leiðinni upp. Prestur í messunni verður sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Fjallgöngumessan er skipulögð í samráði við Fríska Flóamenn og fleira áhugafólk um útivist á svæðinu. Allir eru velkomnir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband