Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Þorsteinn og Vigfús hlupu vel í haustmaraþoni

IMG 9275Í dag var haustmaraþon Félags maraþonhlaupara haldið í Reykjavík. Hlaupið var heilt og hálft maraþon. Tveir Frískir Flóamenn tóku þátt og voru þeir báðir að bæta sinn fyrri árangur. Þorsteinn fór maraþonið á 3:31:45 og bætti sinn fyrri árangur um meira en mínútu. Steini var jafnframt að ljúka fimmunni sem er fjögur maraþon á Íslandi og að auki Laugavegurinn á sama árinu. Vigfús rann hálft maraþon á 1:59:21 og bætti sig um meira en átta mínútur. Glæsilegur árangur hjá þeim.

Munið endurskinsvestin

IMG_1928Nú er dagur farinn að styttast og orðið rökkvað upp úr kl 18. Það er því orðin þörf á að nota endurkin. Best er að vera í endurskinvestum, sem margir eiga, en fyrir hina þá fást þau í íþróttavöruverslunum og víðar. Hægt er að fá ódýr vesti, á u.þ.b. 1000 kr, sem oftast duga. Til eru vesti sem sérstakleg eru ætluð hlaupurum, t.d. á www.hlaupaskor.is, hafa þau verið í boði á 25% afslætti til hópa. Við þurfum alltaf að sjást og því góð regla að hlaupa alltaf í skærum litum. En ekki er nóg að vera vel merktur við þurfum líka að gæta okkar á hlaupum í eða nálægt umferð.

Æfingaáætlun vikuna 11.-16. október

Þriðjudagurinn 11. október

Bæjarhringur- Rólegt

Heill hringur(Sundhöll-Árvegur-Heiðmörk-Langholt-Erlurimi-Suðurhólar-Fossland-Árvegur-Sundhöll) Er 8km
-Eins og áður fyrir þá sem vilja fara styttra er hægt að fara Tryggvagötuna (5km) eða Eyrarveginn(7km).

Rólegt hlaup en hraðaaukning í lokin(1-2km)

Gengið hringinn í kringum laugina í lokin og teygt á

Fimmtudagurinn 13. október

Skógrækt- Rólegt hlaup+ hraðahlaup í brekku(Allur hringur cirka 10-11km)

Hlaupið yfir í skógrækt og út í Laugarbakka. Í þetta skiptið tökum við seinni brekkuna sem er talsvert erfiðari en sú fyrri.
Gefum í upp brekkuna og reynum að halda góðum hraða. Hvíld þegar upp brekkuna er komið

Þeir sem vilja fara styttra geta snúið við, við litlu brúna yfir í Laugarbakka eða látið sækja sig að Laugarbakka afleggjaranum.

Að lokum er hlaupið eins og leið liggur eftir þjóðveginum, aftur niður í skógrækt og heim að sundhöll

Muna að ganga einn hring í kringum sundhöll og teygja vel á:)

Laugardagurinn 15. október

Rólegt hlaup-langt

Reynum að ná cirka 8-14km(mismunandi hjá hverjum og einum)

Leiðin er ykkar val en mæli með Vota til þess að fá sem mesta fjölbreyttni yfir vikuna

Muna að ganga í kringum sundhöll og teygja vel á


Fréttir af aðalfundi Frískra Flóamanna

Fimmtudaginn 6. okt var haldinn aðalfundur Frískra Flóamanna í Selinu. Milli 10-15 FF-félagar sóttu fundinn og Salóme þjálfari sat fundinn. Vetrarstarfið var rætt og kjörin ný stjórn. Í stjórnin eru Vigfús, Helga, Anna og Steinunn Húbertína og Leifur sem er formaður. Fram kom að fjárhagur félagsins er með ágætum. Salóme er tilbúin að vera þjálfari í vetur. Rætt var um að halda fræðslufundi um málefni sem tengist hlaupum og að koma starfi hópsins á framfæri í fjölmiðlum. Fráfarandi stjórn var þökkuð þeirra störf og ný stjórn boðin velkomin.

Aðalfundur FF

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður á fimmtudaginn (6/10) klukkan 20:00 í Selinu. Endilega að mæta svo hægt sé að leggja línurnar fyrir veturinn. (frá stjórninni).

Gústi hlaut Framfarabikar Frískra Flóamanna

IMG_1951Að loknu Fríska Sólheimahlaupinu var framfarabikar FF afhentur íbúa Sólheima sem sýnt hefur framfarir og góða ástundun í íþróttum eða annarri hreyfingu á árinu. Fimm voru tilnefnd, Reynir Pétur Steinunnarson, Ólafur Benediktsson, Guðrún Lára Aradóttir, Lárus Fjeldsted og Ágúst Þór Weber Guðnason eða Gústi gormur.  Famfarabikarinn 2011 hlaut Gústi en hann stundar og keppir í frjálsum íþróttum og hefur náð góðum árangri og bætti sig í mörgum greinum á árinu.  Gústi er einnig góður í fótbolta, körfubolta og sundi. Hann hjólar og hjólar og hleypur hraðar en vindurinn.  Um leið og Sigmundur afhenti Gústa bikarinn, sem hann hefur svo sannarlega unnið fyrir, sagði hann það ósk Frískra Flóamanna að Gústi afhendi bikarinn á næsta ári, eða 2012, til einstaklingsins á Sólheimum sem sýnir mestar framfarir og heilbrigðan lífsstíl. Til hamingju Gústi. Fleiri myndir í albúmi.

Fríska Sólheimahlaupið

IMG_1917LAUGARDAGINN 24. september var Fríska Sólheimahlaupið haldið öðru sinni. Hlaupið gengið og hjólað var frá Borg í Grímsnesi og að Sólheimum sem er um 9 km löng leið. Frískir Flóamenn og hjólahópur HSU slóust í för með íbúum Sólheima og tóku á um fjórða tug vaskra sveina og meyja þátt í hlaupinu. Gústi kom fyrstur hlaupara í mark eins og í fyrra en Reynir Pétur var fremstur hjólara. Eftir hlaup var farið í heita pottinn og síðan í gómsæta spergilkálsúpu á Grænu könnunni. Þakkir fyrir ánægjulegan dag.  Myndir í albúmi.  

Sólheimahlaupið laugardaginn 24. september

IMG 9431Laugardag um næstu helgi 24. september ætla Frískir Flóamenn að gera sér dagamun og fara í hlaupaferð að Sólheimum í Grímsnesi.  Við söfnumst í bíla við sundlaugina á Selfossi og förum þaðan kl. 9:30.  Förum að Borg í Grímsnesi og hlaupum þaðan um kl. 10 að Sólheimum, sem eru um 9 km. Einnig verður hægt að hjóla eða ganga og fara styttri vegalengdir. Íbúar á Sólheimum ætla að slást í för með okkur svo og hjólahópur HSU og kannski fleiri því allir eru velkomnir. Engin skráning í hlaupið engin tímataka. Eftir hlaup verður farið í laugina á Sólheimum og síðan í léttan málsverð  á Grænu könnunni (um kr. 1000-1500 á mann).  Þá verður framfarabikar Frískra Flóamanna afhentur íbúa á Sólheimum en hann er farandbikar ætlaður einstaklingi á Sólheimum sem sýnt hefur almennar framfarir og/eða góða ástundum í íþróttum á árinu.  Heimferð er áætluð um kl. 13:30.  Hlaupið er á degi Moving Planet sem er alheimsátak, sem miðar að því að minnka kolefnislosun í heiminum, sjá www.moving-planet.org. Þennan dag eru allir hvattir til þess að leggja bílum og hjóla, ganga eða hlaupa til að leggja málefninu lið. Þeir sem ætla að fara láti vita með tölvupósti á skolavellir12@simnet.is eða í síma 840 6320 í síðasta lagi á fimmtudag 22. sept. Fjölmennum og gerum þetta að skemmtilegum degi.

Sólheimahlaupið 24. sept.

Sólheimahlaupið verður laugardaginn 24. september. Hlaupið verður frá Borg að Sólheimum, sem er um 9 km, lagt af stað um kl. 10. Einnig verður hægt að hjóla eða ganga. Engin skráning engin tímataka. Eftir hlaup verður framfarabikar Frískra Flóamanna afhentur íbúa á Sólheimum. Heitur pottur í IMG 9428sundlauginni og eitthvað í svanginn á Grænu könnunni á eftir. Nánar síðar.

Brúarhlaupið 2011

IMG_1670Frískir Flóamenn tóku daginn snemma og fjölmenntu í morgunmat í Guðnabakarí fyrir Brúrahlaupið. Þeystu svo af stað um hádegidbilið í 5, 10 eða 21 km. Renuka, Daníel og Jón fóru 21, Ingileif, Elín, Birna, Siggi, Vigfús, Leifur, Sigmundur, Ingvar, Óli Unnars og Magnús runnu 10 km og Halla, Aðalsteinn, Eydís og Elfa fóru 5 km.  Þórir hjólaði 5 km.  Er örugglega að gleyma einhverjum Errm. Frískir stóðu sig vel, Sigmundur, Ingileif og Leifur voru að bæta sig í 10 km.  Ingileif, Sigmundur og Ingvar voru komust á pall í sínum aldursflokki og Þórir var annar á hjólinu. Kári Steinn hljóp fanta vel 10 km, á besta tíma sem íslendingur hefur náð í 10 km götuhlaupi á Íslandi og var aðeins 8 sek. frá íslandsmeti Jóns Diðrikssonar. Hálfa maraþonið var íslandsmeistaramót. Meistari karla varð Haraldur Hallgrímsson á 1:20:37 og kvenna Ósk Vilhjálmsdóttir á 1:35:13. Fínt veður var, smá vindur en hlýtt og þurrt. Tímarnir er komnir á hlaup.is. Myndir eru í albúmi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband