Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Fríska Sólheimahlaupið

IMG_6147Fríska Sólheimahlaupið fór fram laugardaginn 22. september en hlaupið er stuðningshlaup Frískra Flóamanna við íbúa á Sólheimum. Um 40 manns hlupu hjóluðu eða gengu frá Borg að Sólheimum í blíðskaparveðri. Að hlaupi loknu var farið í sundlaugina og síðan snædd súpa á Grænu könnunni og afhentur framfarabikar Frískra Flóamanna en hann hlaut Guðrún íbúi á Sólheimum fyrir góða ástundun, hvatingu og dugnað! Skemmtilegur dagur. Myndir í albúmi.

Fríska Sólheimahlaupið á laugardag 22. september

Frískir Flóamenn að fjölmenna í hið árlega Fríska Sólheimahlaup sem fer fram 22. sept. Hlaupið er frá Borg kl. 15. að Sólheimum, sem eru um 9 km, einnig má hjóla engin tímataka. Engin tímataka allir velkomnir. Safnast verður í bíla og farið frá sundlauginni kl. 14:30.  Ath. ekki rúta.  Eftir hlaup, sund og súpu verður framfarabika Fræískra Flóamanna afhentur íbúa á Sólheimum.  Virkir og óvirkir Frískir Flóamenn mæta og makar og vinir eru velkomnir.

 


Sigmundur þjálfar Fríska Flóamenn

img_7396_2.jpgSigmundur Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari Frískra Flóamanna og verður hann með hópinn í vetur. Fyrsta æfing er í dag þriðjudag  kl. 17:15 og farið er frá Sundhöll Selfoss. Nú er bara að reima á sig skóna og skella sér út að hlaupa. Allir velkomnir ekkert gjald.

Frískir Flóamenn í Brúarhlaupinu

IMG 5922Brúarhlaup Selfoss fór fram í dag. Veður var heldur óhagstætt til hlaupa sv-kaldi og skúrir en hlýtt. Keppt var í 2,5 km 5 km 10 km og 21 km hlaupum og 5 km hjólaðir. Frískir Flóamenn tóku daginn snemma og skunduðu í morgunmat í Guðnabakarí, ræddu um markmið og spáðu í veðrið. Fjölmenntu svo í hlaupið og stóðu sig vel. Ingileif, Ingvar og Sævar komust á pall í 10 km. Hálfmaraþonið (21 km) var jafnframt íslandsmeistaramót og þar stakk Kári Steinn alla af eins og vænta mátti og Valgerður D. Heimisdóttir varð íslandsmeistari kvenna. Framkvæmd hlaupsins var til fyrirmyndar. Myndir eru í albúmi og úrslitin á hlaup.is.

Morgunmatur í Gunabakaríi fyrir Brúrarhlaupið á laugardaginn 1. sept.

IMG 1544Frískir Flóamenn ætla að koma saman í Guðnabakaríi, spjalla og snæða morgunmat fyrir Brúarhlaupið á laugardaginn. Mætum þar kl. 9:00 fyrir hlaup. Hver borgar fyrir sig. Látið berast.

Reykjavíkurmaraþon 2012

IMG_5382Reykjavíkurmaraþon fór fram í gær 18. ágúst í blíðskaparveðri. Þetta er í 29. sinn sem hlaupið fer fram og hafa aðeins tveir kappar alltaf verið með Ingvar Garðarsson og Jón Guðmundsson. Metþátttaka var í öllum fjórum keppnisvegalengdunum. Í maraþon voru skráðir 806, í hálfmaraþon 2004, í 10 km 5.177 og í boðhlaup 118. Frískir Flóamenn fjölmenntu. Maraþoni luku Steini og Renuka. Steini var á 3:28:33 og var að bæta sig og Renuka rann sitt fyrsta maraþon á 4:26:03. Aðrir fóru hálft eða 10 km og stóðu sig með príði. Næst er það Brúarhlaupið 1. sept. Úrslitin eru á marathon.is.

Frískir Flóamenn fara í bæjarferð á föstudag

IMG 1398Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon, en hlaupið er á laugardaginn nk., netskráningu lýkur miðvikudag 15. ágúst. Í boði eru vegalangdir við allra hæfi, skránig er á marathon.is. Frískir Flóamenn ætla að fjölmenna saman á föstudag til að sækja keppnisgögnin fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Mæting við sundlaugina safnast í bíla og fara þaðan kl. 17.

Vigfús fór Hengilshlaupið

IMG 1460

Átta hetjur hlupu Hengilshlaup sem er 81 km langt hlaup um Hengilssvæðið í hitanum í gær. Hlaupið var m.a. á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punkturinn á Hengilssvæðinu og er í 810 m. Vigfús var meðal keppenda og lauk hann þessu krefjandi hlaupi á 15:41:06, aldeilis flott afrek hjá honum. Hér eru úrslitin http://hamarsskokk.wordpress.com/2012/07/29/urslit-ur-hengilshlaupinu/

 


Þórir járnkarl

IMG 2777Ekkert lát er á afrekum Frískra Flóamanna. Þórir Erlingsson lauk járnkarli í Zurich í gær lokatíminn var 14:03:32. Þórir lauk 3,8 km sundi á 1:26:55, hjólaði 180 km á 6:29:42 og hljóp maraþon á 5:53:51. Glæsilegt hjá honum.

Flóamenn hlupu Laugaveginn

IMG_4783Hópur Frískra Flóamanna hljóp Laugaveginn og stóðu sig vel. Systkinin Anna og Sigmundur létu sig ekki vanta. Anna lauk á 7:43 og Sigmundur á 5:56 og voru þau bæði að bæta sig. Sigmundur var þriðji í sínum aldursflokki. Bárður Árna var á 7:34 og Kiddi Marvins á 6:48. Þá hlupu nokkrir Selfyssingar Guðmundur Tryggvi, Björn Hranna (7:07), Reynir Guðmundsson (7:22) og Steingerður Hreinsdóttir (7:23). Flottur hópur sem stóð sig aldeilis frábærlega. Úrslitin má sjá á marathon.is.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband