Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Fimmtudagsæfing

Pyramid íþróttavelliSælir félagar góðir á morgun breytum við til og verðum með æfingu á íþróttavellinum, þar sem við tökum svo kallaðan pyramida. Byrjum á rólegri upphitun. Skýring á æfingunni sjáið þið á meðfylgjandi mynd hér að neðan.

Nýir hlaupagallar

Mátun á nýjum hlaupafötum Frískra FlóamannaIMG 9436 verður á morgun fimmtudag 8.nóv. kl. 20:00 í Efnalaug Suðurlands. Þeir sem ætla sér að kaupa pakkann eru hvattir til að mæta því ekki verður um annan tíma að ræða.

þriðjudagsæfing

Sælir félagar góðir.

Æfing morgundagsins verður sami hraðahringur og í síðustu viku 3,5 km x 2 . Við tökum lengri upphitun en þá eða c.a. 2,5 km.

Hlaupakveðja, Sigmundur


Fimmtudagsæfing

Við verðum með tempóæfingu í dag, en umfram allt þá skulið þið klæða ykkur vel !!

Kveðja, Sigmundur


Þriðjudagsæfing

Heil og sæl. Nú verðum við með hraðaæfinguna innanbæjar, við förum Hagahringinn sem er um 3,5 km. Leiðin sést hér á meðfylgjandi mynd. Munum eftir endurskinsvestunum. Við hvetjum þá skokkara sem eru að hlaupa og vilja koma að hlaupa með okkur að lát sjá sig og vera með í góðum félagsskap !!

 Hlaupakveðja, Sigmundur

 

Hagahringur hraði - - jpg

 


Verum sýnileg

IMG_1928Vissir þú að þegar þú ert með gott enduskin minnkar þú líkurnar á því að verða fyrir bíl um 85%. Án endurskins sést þú fyrst í 25-30 m fjarlægð í myrkri, en með góðu endurskini í 140 m fjarlægð. Götulýsing getur gefið falskt öryggi. Notum endurskinsvesti á hlaupum.

Laugardagsæfing FF

Sælir félagar góðir.

Laugardagsæfingin skal vera löng og róleg (60 - 90 sek frá keppnishraða)

Farið frá Sundhöll kl: 10:00

Kveðja, Sigmundur


Nýtt HSK-met í maraþoni

IMG_2986_2Valdimar Bjarnason úr Þór Þorlákshöfn setti HSK-met í maraþoni í Amsterdam í dag (21. okt.). Tíminn var 3:00:46 klst.  Frábært hjá honum.  Valdimar er 46 ára og þetta var hans fyrsta maraþon. Fyrra metið átti Sigurður Ingvarsson og var það 3:07:34 klst sett í Mývatnsmaraþoni 1998.

Æfing laugardaginn 6/10 12

Sæl verið þið, takk fyrir æfinguna í gær.

Á morgun laugardag/sunnudag er langt og rólegt hlaup (LSD), hlaupið þarf að vera u.þ.b. 80 - 90 % af heildar hlaupamagni vikunnar.

Aðaláherslan er að bæta grunnþolið, þá styrkir langhlaupið vöðva, bein og liði auk þess sem langhlaupið eykur efnaskipti er stuðla að meiri brennslu fitu.

En umfram allt þá á hlauið að vera þægilegt og skal vera 60 - 90 sek frá keppnishraða hvers og eins.

Gangi ykkur vel um helgina.

Sigmundur 


Æfing þriðjudaginn 2/10 2012

 

Skógrækt hraði

Heil og sæl. Æfing dagsins er hraðaæfing í skógræktinni. Munið að fara rólega í upphituninni að bílastæði. Taka skal vel á því í hraðahringnum og þeir sem vilja geta tekið hringinn 2 x.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband