Leita í fréttum mbl.is

Hlaupaáætlun vikuna 25.-31.október

Hérna er æfingaáætlun fyrir næstakomandi viku. Vonandi gengur allt vel, heyrið endilega í mér ef það er eitthvað:) Svo fer að styttast í að ég komi heim. Kem á æfingu þann 2. nóvember næstkomandi.

 Kv. Salóme Rut


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Haustmaraþon 2010

img_9278.jpgHaustmaraþon fór fram í Reykjavík í dag. Boðið var uppá heilt og hálft maraþon. Þorsteinn og Árni héldu uppi merkjum Frískra Flóamanna og stóðu sig vel. Þorsteinn vara að fara sitt fyrsta maraþon og kom í mark á 3:36:29 og Árni var á 3:50:22. Góð þáttaka var 33 luku maraþoni og 150 hálfu. Aðstæður voru góðar fremur svalt en þurrt og smá gola af norðaustri. Úrslitin eru á hlaup.com og is.

Hlaupaáætlun vikuna 18.-24.október :)

Þá er komin inn hlaupaáætlun fyrir næstkomandi viku. Það væri frábært að fá mail eða bara smá athugasemd hérna fyrir neðan bloggið og segja mér hvernig gengur að hlaupa eftir áælun og hvernig æfingarnar sem ég er að setja fyrir koma út, endilega látið mig vita:)

Gangi ykkur vel kv. Salóme Rut Þjálfari


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hlaupaáætlun vikuna 11.-18. október

Hér kemur hlaupaáætlun fyrir næstu viku. Á þriðjudaginn er millilangt hlaup, vaxandi hlaup á fimmtudaginn og svo hægt og langt skokk á laugardaginn. Ég verð ekki næstu 3 vikurnar vegna þess að ég er komin í vettvangsnám austur á land en þið verðið dugleg að fylgjast með áætlun sem að ég set inn hverja helgi, gott væri að allavega einhver einn kynni æfingu fyrir hvern dag vel svo að allt geti gengið vel fyrir sig:) Ég sendi áætlunina einnig í tölvupósti. Gangi ykkur vel og verið óhrædd við að heyra í mér ef það er eitthvað sem þið skiljið ekki eða viljið breyta kv. Salóme Rut þjálfarin


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Frískir Flóamenn færðu Sólheimum bikar

IMG 9504Í Sólheimaheimsókninni sl. sunnudag færðu Frískir Flóamenn Sóheimum bikar til eignar. Bikarinn er farandgripur og verður árlega viðurkenning til einstaklings á Sólheimum sem hefur sýnt miklar framfarir í einkverjum íþróttum. Hann er ætlaður sem hvatning til íbúa á Sólheimum til að stunda íþróttaiðkun.  Fram komu óskir um að hann yrði afhentur í árlegri heimsókn Frískra Flóamanna að Sólheimum. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband