Leita í fréttum mbl.is

Æfingaáætlun vikuna 2.-8.jan

Gleðilegt nýtt ár kæru félagar og takk fyrir það gamla:)
Hér er æfingaáætlun vikunnar. Ég mæti aftur til starfa á morgun og vonast til sjá sem flesta.
 
kv. Salóme Rut
 
 
 
Þriðjudagurinn 3. janúar
 
Rólegt hlaup innanbæjar ca. 7-8 km.
 
Upphitun: Hlaupið rólega niður á árveg
 
Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Suðurhólar-Gagnheiði-
Fossheiði-Tryggvagata-Sundhöll
 
Niðurlag: Genginn einn hringur í kringum sundhöllina og teygt vel á :)
 
 
Fimmtudagurinn 5. janúar
 

Fartleikur- C.a. 6km
 
Fartleikur er í raun hraðaleikur þar sem þið stjórnið ferðinni, ákveðið t.d. að hlaupa hratt að næsta ljósastaur, spretta 100m, hlaupa hægt 300m o.s.frv.
Gerir hlaupið mjög skemmtilegt og tekur helling á ef maður er svolítið harður við sjálfan sig.
 
Upphitun: Hlaupið rólega niður á Austurveg
 
Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Austurvegur-Eyrarvegur-Suðurhólar-Erlurimi-Langholt-Austurvegur-Bankavegur-Sundhöll
 
Niðurlag: Gengið einn hring í krinum sundhöllina og teygt vel á.

Laugardagurinn 7. janúar
 

Rólegt hlaup- Langt (8-14km)

Leiðin er ykkar val, gott að nýta birtuna og fara leiðir sem ekki er hægt að fara á kvöldæfingum.

Muna að teygja vel á eftir
 


Gamlárshlaup Frískra Flóamanna

Frískir Flóamenn ætla að haupa saman á æfinguartíma á gamlársdagsmorgun kl. 10. Hlaupið verður innanbæjar og ætlar Helga að taka á móti Frískum með kaffi og kökum eftir æfingu.

Af draugahlaupi á Móraslóðir

IMG_2703Draupahlaup Frískra Flóamanna á Móraslóðir fór fram í dag í blíðskapar veðri stillu en svölu og myrku. Leiðsögumaður var sagnameistarinn Þór Vigfússon sem sagði sögur af Móra og hans fylgisveinum og meyjum eins og honum einum er lagið. Farið var í rútu og stoppað á leiðinni hlaupið og skyggnst eftir Móra sem var áreiðanlega á sveimi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum (sjá albúm). Leitað var svara við spurningunnin; var Móri hlaupari? Niðurstaðan varð að Móri hafi hlaupið þar til hann komst á flug. Móri varð til árið 1784 þegar piltur nokkur sem flúið hafði í Móðuharðindunum austan úr Vestur-Skaftafellssýslu endaði ævi sína í Skerflóði vestan við Stokkseyri eftir að hafa verið úthýst af bæ þar skammt frá. Hátt í 50 manns sóttu þessa skemmtilegu draugahlaupaferð og slógust félagar úr skokkhópi Hamars í Hveragerði með í för.

Er Móri Hlaupari? Draugahlaup á Móraslóðir 29. des.

Munið draugahlaup á Móraslóðir með Þór Vigfússyni fimmtudaginn 29. des. Farið verður með bíl frá sundlauginni á Selfossi kl. 18:30. Skyldi Móri vera hlaupari. Sjá frekar hér að neðan.

Æfingaáætlun vikuna 19.-25. desember

Sælir félagar

Hér er áætlun vikunnar:) Gleðileg jól og hafið það gott yfir hátíðirnar og munið að vera bara hæfilega kærulaus ekki

sleppa hlaupunum alveg.

Kv. Salóme Rut

Þriðjudagurinn 20. desember

Rólegt hlaup sirka 8-9km

Upphitun: Hlaupið rólega niður að á

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur- Út fyrir á-Miðtún-Ártún-Eyrarvegur-Fossheiði-Nauthagi-Suðurhólar-Erlurimi-Langholt-Austurvegur-Heiðmörk-Árvegur

Bankavegur-Sundhöll

Niðurlag: Gengið einn hring í kringum sundhöllina og teygt vel á

Fimmtudaguirnn 22. desember

Fartleikur- Cirka 6km

Fartleikur er í raun hraðaleikur þar sem þið stjórnið ferðinni, ákveðið t.d. að hlaupa hratt að næsta ljósastaur, spretta 100m, hlaupa hægt 300m o.s.frv.

Gerir hlaupið mjög skemmtilegt og tekur helling á ef maður er svolítið harður við sjálfan sig.

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Austurveg

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Austurvegur-Suðurhólar-Erlurimi-Langholt-Austurvegur-Bankaveguir-Sundhöll

Niðurlag: Gengið einn hring í krinum sundhöllina og teygt vel á

Laugardagurinn 24. desember (Aðfangadagur)

Ekkert betra en að taka gott hlaup til að byrja góðan dag:) Þarf ekkert að vera alltof langt, allt er betra en ekkert!

Rólegt- Langt sirka 8-16Km

Leiðin er ykkar val en munið að teygja vel á eftir hlaupið

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband