Leita í fréttum mbl.is

Draugahlaup á Móraslóðir

 


IMG 0651

Draugar, álfar, huldufólk, tröll og ýmsir vættir og kynjaverur geta verið á kreiki í kringum áramótin. Af því tilefni bjóða Frískir Flóamenn upp á draugahlaup á Móraslóðir með Þór Vigfússon í broddi fylkingar. Farið verður með langferðabifreið frá sundlauginni fimmtudaginn 29 desember kl. 18:30 og stoppað hér og þar á leiðinni, skokkað og skyggnst eftir Mórum og Skottum og eflaust lumar Þór á einhverjum mergjuðum sögum. Síðasta stopp er á Kríukránni þar sem verður hægt að kaupa sér eitthvað hjartastyrkjandi eftir allan draugaganginn. Áætluð tímalengd er ca 2 tímar og ekki er gert ráð fyrir löngum hlaupum á leiðinni svo þetta verður við allra hæfi. Áhugasamir eru beðnir um að tilkynna þátttöku á fésbókarvef Frískra eða á leifur@mi.is.

Á æfingunni á gamlársdagsmorgun verður hlaupið innanbæjar og ætlar Helga að taka á móti frískum með kaffi og kökum eftir æfingu. Hlaupakveðjur stjórnin.


Æfingaáætlun vikuna 12.-18. des

Sælir félagar

Takk kærlega fyrir síðast, skemmti mér mjög vel í jólahlaupinu! Ég er komin í tveggja vikna frí en er
væntanleg aftur á milli jóla og nýárs. Hvet ykkur til þess að vera dugleg að hlaupa yfir hátíðirnar,
skiptir miklu máli. Hérna er áætlun vikunnar.... það er spáð hlýindum fyrir sunnan á morgun þannig að
ég set hraða æfingu á morgun en svo er rólegt á fimmtudaginn og langt á laugardaginn.

Gangi ykkur vel
Kv. Salóme Rut

Þriðjudagurinn 13. desember

Vaxandi hlaup sirka 8km(Skipta leiðinni upp í 4 hluta, 4x 2km) Fyrsti hlutinn rólegur en svo bætt í og síðasti hlutinn á góðum hraða

-Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg

Leiðin: Sundhöll-Bankvegur- Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur- Langholt-Tryggvagata-Norðurhólar-Nauthagi-Fossheiði-Eyrarvegur-
Austurvegur-Bankavegur- Sundhöll

Niðurlag: Gengið hring í kringum höllina og teygt vel á

Fimmtudagurinn 15. desember

Rólegt hlaup sirka 7-8km

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Austurveg

Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Austurvegur- Eyrarvegur- Fossheiði- Gagnheiði-Suðurhólar- Erlurimi-Hlaupið í gegnum garðinn milli Langholts og Engjavegar- Engjavegur- Langholt
Austurvegur-Heiðmörk- Árvegur- Bankavegur- Sundhöll

Niðurlag: Gengið í kringum sundhöllina og teygt vel á

Laugardagurinn 17. desember

Langt hlaup á þægilegum, viðráðanlegum hraða (10-14km)

Leiðin er ykkar val:)


Jólahlaup Frískra Flóamanna á fimmtudaginn

Smile  Hið árlega jólahlaup Frískra Flóamanna verður á æfingu fimmtudagurinn 8. desember. Allir hlaupa saman skemmtilega jólaljósaleið innanbæjar. Muna að mæta með jólasveinahúfur. Sjá æfingaáætlun. 

Æfingaáætlun vikuna 5.-11. des

Þriðjudagurinn 6. desember

Bæjarhringur- Vaxandi hlaup cirka 8km ef veður leyfir
Leiðinni skipt upp í 4 x 2km hluta, fyrsu 2km rólegir, næstu 2km hraðar og svo koll af kolli

Upphitun: Hlaupið rólega niður að á

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur- Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Erlurimi-Suðurhólar-Fosslandið-
Árvegur-Bankavegur-Sundhöll

Niðurlag: Genginn einn hringur í kringum sundhöll og teygt vel á:)

Fimmtudagurinn 8. desember

Jólahlaup Frískra Flómanna. Allir hlaupa saman skemmtilega leið innanbæjar, jólaljósin skoðuð og haft gaman saman:)
Ath mæta með jólavseinahúfur

Laugardagurinn 10. desember

Langt- Rólegt hlaup (8-14km)

Leiðin er ykkar val:)

Muna að teygja vel á eftir


Æfingaáætlun vikuna 29. nóvember- 4. desember

Sælir Frískir

Hérna er æfingaáætlun vikunnar
Svona þar sem að það er spáð mjög miklu frosti þessa vikuna er ég ekki að setja inn neinar sprettæfingar. Því að það
auknar líkur eru á meiðslum ef tekið er á því í miklum kulda.

Þriðjudagurinn 29. nóvember

Bæjarhringur- Rólegt- hraðaukning í lokin(sirka 8km)

Upphitun: Hlaupið rólega niður að á

Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur- Heiðmörk- Langholt- Suðurhólar- Fosslandið- Árvegur- Bankavegur- Sundhöll

Fyrir þá sem vilja fara styttra er hægt að fara Tryggvagötun(sirka 5km) eða Eyrarvegin (cirka 7km)

Niðurlag: gengið í kringum sundhöll og teygt vel á

Fimmtudagurinn 1. desember

Öfugur bæjarhringur, aðeins lengri- Vaxandi hlaup(cirka 9km) Leiðinni skipt í þrjá hluta, fyrstu 3 km rólegir, næstu 3km hraðari og síðustu 3km hraðastir

Upphitun: Hlaupið rólega niður að á

Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur- út fyrir á- Miðtún- Ártún- Eyrarvegur- Suðurhólar- Erlurimi- Langholt- Austurvegur- Heiðmörk- Árvegur- Bankavegur

Hægt er að stytta t.d. Tryggvagatan(cirka 4-5 km) eða Austurvegurinn (cirka 7-8km)
Niðurlag: Genginn einn hringur og teygt vel á

Laugardagurinn 3. desember

Langt- Rólegt 10-16km

Leiðin er ykkar val:)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband