26.1.2012 | 21:35
Byrjendanámskeið hefst fimmtudaginn 2. febrúar

Fimmtudaginn 2. febúar nk. hefst byrjendanámskeið hjá Frískum Flóamönnum. Mæting er við Sundhöll Selfoss kl. 17:15
Bloggar | Breytt 28.1.2012 kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2012 | 23:08
Æfingaáætlun vikuna 23.-29.jan
Sælir félagar
Hérna er áætlun vikunnar, ég verð ekki á fimmtudaginn.
Sjáumst á morgun
Kv. Salóme
Þriðjudagurinn 24. janúar
Bæjarhlaup, (1-2km hraðaaukning í lokin)
Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg
Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Suðurhólar-Gagnheiði-Fossheiði-Tryggvagata c.a. 7-8km
-Stytting: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Tryggvagata-Sundhöll c.a. 3-4km
-Stytting: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur- Heiðmörk-Austurvegur-Suðurhólar Tryggvagata c.a. 5km
Niðurlag: Genginn einn hringur í kringum sundhöll og teygt vel á:)
Fimmtudagurinn 26. janúar
Vaxandi hlaup, skiptið leiðinni í fjóra hluta, sá fyrsti rólegur og sá síðast nokkuð hraður
Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg
Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Suðurlandsvegur-Miðtún-Ártún- Eyrarvegur-Suðurhólar-Erlurimi-Langholt-Austurvegur-Bankavegur-Sundhöll c.a. 7-8km
Stytting: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Suðurlandsvegur-Miðtún-Ártún-Eyrarvegur-Suðurhólar-Tryggvagata-Sundhöll c.a. 5km
Stytting: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Suðurlandsvegur-Miðtún-Ártún-Eyrarvegur-Fossheiði-Tryggvagata-Sundhöll c.a. 3-4km
Niðurlag: Genginn einn hringur í kringum sundhöll og teygt vel á:)
Laugardagurinn 28. janúar
Langt hlaup og rólegt c.a. 7-15km, fer eftir getu hvers og eins
Leiðin er ykkar val, munið að teygja vel í lokin:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012 | 00:09
Hlaupaáætlun vikuna 16.-22. jan
Sælir félagar
Hér er áætlun vikunnar.
Sjáumst á morgun og minni alla á að skella gormunum undir skóna, það er vissara:)
Kv. Salóme
Þriðjudagurinn 17. janúar
7-8km Bæjarhringur, Rólegt tempó en hraðaaukning í lokin c.a. 1-2km
Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur- Heiðmörk-Austurvegur- Langholt-Erlurimi-Suðurhólar- Fosslandið- Þóristún- Árvegur- Bankavegur- Sundhöll
-Alltaf hægt að stytta t.d. taka Tryggvagötuna það eru c.a. 4-5
-Eyrarveginn c.a. 6-7km
Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg
Niðurlag: Gengin einn hringur í kringum sundhöllina og teygt vel á:)
Fimmtudagurinn 19. janúar
6-7km Bæjarhringur, Fartleikur
Fartleikur eða hraðaleikur er hlaup þar sem þið sjálf stjórnið hraðanum og hversu lengi/langt þið haldið honum. Ákveðið t.d. að hlaupa rólega 300m, taka sprett 100m. Svo er gaman að miða við eitthvað í umhverfinu t.d. að spretta að næsta ljósastaur og hlaupa rólega að næsta húsi. Þeir sem treysta sér ekki að taka hraðabreytingar hlaupa að sjálfsögðu bara
á sínu tempói
Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg
leiðin: Sundhöll-Bankavegur- Árvegur- Heiðmörk- Langholt- Fossheiði- Fosslandið- Þóristún- Árvegur- Bankavegur- Sundhöll
-Alltaf hægt að stytta t.d. Tryggvagata eða Eyrarvegur
Niðurlag: Hlaupið rólega í kringum sundhöll og teygt vel á:)
Laugardagurinn 21. janúar
Rólegt, langt c.a. 8-14km
Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg
Leiðin: Ykkar val:)
Niðurlag: Gengin rólega einn hringur í kringum sundhöll og teygt vel á og svo auðvitað snilld að skella sér í pottinn:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2012 | 09:57
Heimsókn í Hveragerði

Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2012 | 17:46
Fyrirlestra hjá skokkhópi Hamars í Hveragerði á laugardaginn
Bloggar | Breytt 13.1.2012 kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið