Leita í fréttum mbl.is

Byrjendanámskeið hefst fimmtudaginn 2. febrúar

 

IMG 1925

 

Fimmtudaginn 2. febúar nk. hefst byrjendanámskeið hjá Frískum Flóamönnum. Mæting er við Sundhöll Selfoss kl. 17:15


Hugmyndafræði námskeiðsins er "úr sófa í 5 km hlaup". Markmiðið er að geta hlaupið 5 km eftir 9 vikna námskeið. Æfingar verða þrisvar sinnum í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og á laugardögum kl. 10. Nú er um að gera að drífa sig upp úr sófanum og út að hlaupa. Allir eru velkomnir í holla hreyfingu og góðan félagskap, ekkert gjald. Þjálfari er Salóme Rut Harðardóttir. Sjá frekari upplýsingar í viðtali við Salóme í Dagskránni. http://www.dfs.is/frettir/1055-ur-sofa-i-5-km-hlaup

Æfingaáætlun vikuna 23.-29.jan

Sælir félagar

Hérna er áætlun vikunnar, ég verð ekki á fimmtudaginn.

Sjáumst á morgun
Kv. Salóme

Þriðjudagurinn 24. janúar

Bæjarhlaup, (1-2km hraðaaukning í lokin)

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Suðurhólar-Gagnheiði-Fossheiði-Tryggvagata c.a. 7-8km
-Stytting: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Heiðmörk-Austurvegur-Langholt-Tryggvagata-Sundhöll c.a. 3-4km
-Stytting: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur- Heiðmörk-Austurvegur-Suðurhólar Tryggvagata c.a. 5km

Niðurlag: Genginn einn hringur í kringum sundhöll og teygt vel á:)

Fimmtudagurinn 26. janúar

Vaxandi hlaup, skiptið leiðinni í fjóra hluta, sá fyrsti rólegur og sá síðast nokkuð hraður

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg

Leiðin: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Suðurlandsvegur-Miðtún-Ártún- Eyrarvegur-Suðurhólar-Erlurimi-Langholt-Austurvegur-Bankavegur-Sundhöll c.a. 7-8km
Stytting: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Suðurlandsvegur-Miðtún-Ártún-Eyrarvegur-Suðurhólar-Tryggvagata-Sundhöll c.a. 5km
Stytting: Sundhöll-Bankavegur-Árvegur-Suðurlandsvegur-Miðtún-Ártún-Eyrarvegur-Fossheiði-Tryggvagata-Sundhöll c.a. 3-4km

Niðurlag: Genginn einn hringur í kringum sundhöll og teygt vel á:)

Laugardagurinn 28. janúar

Langt hlaup og rólegt c.a. 7-15km, fer eftir getu hvers og eins

Leiðin er ykkar val, munið að teygja vel í lokin:)


Hlaupaáætlun vikuna 16.-22. jan

Sælir félagar

Hér er áætlun vikunnar.
Sjáumst á morgun og minni alla á að skella gormunum undir skóna, það er vissara:)

Kv. Salóme

Þriðjudagurinn 17. janúar

7-8km Bæjarhringur, Rólegt tempó en hraðaaukning í lokin c.a. 1-2km

Leiðin: Sundhöll- Bankavegur- Árvegur- Heiðmörk-Austurvegur- Langholt-Erlurimi-Suðurhólar- Fosslandið- Þóristún- Árvegur- Bankavegur- Sundhöll
-Alltaf hægt að stytta t.d. taka Tryggvagötuna það eru c.a. 4-5
-Eyrarveginn c.a. 6-7km

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg

Niðurlag: Gengin einn hringur í kringum sundhöllina og teygt vel á:)

Fimmtudagurinn 19. janúar

6-7km Bæjarhringur, Fartleikur

Fartleikur eða hraðaleikur er hlaup þar sem þið sjálf stjórnið hraðanum og hversu lengi/langt þið haldið honum. Ákveðið t.d. að hlaupa rólega 300m, taka sprett 100m. Svo er gaman að miða við eitthvað í umhverfinu t.d. að spretta að næsta ljósastaur og hlaupa rólega að næsta húsi. Þeir sem treysta sér ekki að taka hraðabreytingar hlaupa að sjálfsögðu bara
á sínu tempói

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg

leiðin: Sundhöll-Bankavegur- Árvegur- Heiðmörk- Langholt- Fossheiði- Fosslandið- Þóristún- Árvegur- Bankavegur- Sundhöll
-Alltaf hægt að stytta t.d. Tryggvagata eða Eyrarvegur

Niðurlag: Hlaupið rólega í kringum sundhöll og teygt vel á:)

Laugardagurinn 21. janúar

Rólegt, langt c.a. 8-14km

Upphitun: Hlaupið rólega niður á Árveg

Leiðin: Ykkar val:)

Niðurlag: Gengin rólega einn hringur í kringum sundhöll og teygt vel á og svo auðvitað snilld að skella sér í pottinn:)


Heimsókn í Hveragerði

IMG_1670Frískir Flóamenn gerðu góða ferð í Hveragerði laugardaginn 14. janúar. Hamarsmenn tóku vel á móti níu Frískum og Pétur leiddi hóp um 30 hlaupara um mishálar götur í Hveragerði, og aðeins út fyrir bæinn, en þar var auður vegur. Þá var farið í heitan og kaldan pott í lauginni í Laugarskarði. Hlýddum svo á mjög áhugaverða fyrirlestra, Trausta, Herdísar og Guðjóns. Trausti, sem er læknir, fjallaði um hugarfar og hversu mikilvægt það væri að líta björtum augum á lífið, sýndi með myndum niðurstöður um hvernig létt lund lengdi lífið. Herdís matvælafræðingur, fjallaði um næringu og gaf ráð um hvað við hlauparar ættum að legga okkur til munns. Þá tók Guðjón við, en hann er sjúkraþjálfari, og ræddi um álagsmeiðsl hjá hlaupurum og meðferð þeirra. Lagði hann áherslu á að hlauparar gerðu eitthvað í málunum fyndu þeir fyrir meiðslum. Guðjón tók síðan hópinn í styrktaræfingar. Súpa og brauð í lokin í boði Hamarsmanna. Takk fyrir okkur Pétur og Lísa og allir Hamarsskokkarar.

Fyrirlestra hjá skokkhópi Hamars í Hveragerði á laugardaginn

Hamarsmenn bjóða FF til sín laugardaginn 14. janúar en þá fá þau heimsókn. Eru þetta þau Trausti Valdimarsson læknir, Herdís M Guðjónsdóttir matvælafræðingur og Guðjón Karl Traustason sjúkraþjálfari og verða þau með eftirfarandi efni til umfjöllunar. Trausti Valdimarsson: Hugarfar til að ná árangri. Hvað/hvert/hvernig? . Gigtarlyf. Guðjón Karl Traustason: Almennar reglur varðandi þjálfun. Ofþjálfun og meiðsli. Herdís M Guðjónsdóttir: Duft eða matur. Hamarsmenn bjóða upp á hlaup á undan fyrirlestrunum, hlaupið kl. 9:30 í 30-45 mín, laugin á eftir svo fyrirlestrarnir um kl. 11 í húsi Rauðakrossins. Súpa og brauð í boði á eftir. Sniðugt væri að safnast í bíla við sundlaugina hér kl. 9. Nú er um að gera að bregða sér frá bæ hlaupa og fræðast í leiðinni.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband