Leita í fréttum mbl.is

Forsaga hlaupahóps Frískra Flóamanna

Á næstunni verða hér á síðunni nokkrir pistlar um sögu Frískra Flóamanna og kemur hér sá fyrsti.

IMG 7396

Forsasögu Frískra Flóamanna má rekja til ársins 1992 að nokkrir félagar hlupu hver í sínu lagi frá Sundhöll Selfoss. Voru þetta Þór Vigfússon, Ingvar Garðarsson, Hlöðver Örn Rafnsson og Magnús Jóhannsson. Kom þá upp sú hugmund að hlaupa "langt" saman einu sinni í mánuði. Úr varð sameiginleg langhlaup fyrsta föstudag hvers mánaðar. Var sá háttur hafður á um nokkurra ára skeið. Á árinu 1997 fjölgaði sameiginlegum hlaupadögum og hófst þá sá siður að hlaupa saman tvisvar í viku þ.e. á þriðjudögum og fimmtudögum og síðar, einnig á laugardögum en þó ekki reglulega. Árið 1999, 20. apríl, stofnaði Anna María Óladóttir skokkhóp á Selfossi sem nefndur var Skokkhópur Önnu Maríu, síðar sameinuðust þessir hópar undir nafni Frískra Flóamanna.

Athugasemdir eða viðbótarupplýsingar vinsamlegast sendist til Magnúsar á skolavellir12@simnet.is.


Æfingaáætlun vikuna 20.-26.feb

Sælir félagar

Hér er áætlun vikunnar, vona að allir hafi fengið sér allavega eina bollu í dag því að morgun verður tekið á því:)

Kv. Salóme


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fjöruhlaup í fínu færi

IMG_2795Sameiginlegt fjöruhlaup Frískra Flóamanna og Skokkhóps Hamars í Hveragerði var í dag 18. febrúar. 23 hlauparar hlupu fjöruna, flestir frá Hafinu bláa að sundlauginni í Þorlákshöfn, rúma 10 km. Vigfús lét það ekki nægja heldur hljóp frá Selfossi og í Þorlákshöfn, um 27 km. Veður var bjart, en norðan garri og um 5 °C frost. Fjaran var fín til hlaupa, sandurinn þéttur og á köflum eins og fínasta tartanbraut. Vindurinn kom ekki að sök þar sem skjól var af fjörukambinum. Myndir í myndasafni.

Fjöruhlaup laugardaginn 18. febrúar


Næsta laugardag ætla Frískir Flóamenn að hlaupa í fjörunni til Þorlákshafnar með vinum okkar úr Hveragerði. Farið verður frá sundlauginni á Selfossi kl. 9:30 með rútu að Hafinu bláa þar sem við hittum Hamarsfólkið og hlaupum þaðan. Hlaupiö verður þaðan, um 10 km, að sundlauginni í Þorlákshöfn. Þeir sem vilja geta faðið 5 km og keyrir rútan þangað. Mátulegt fyrir þá sem ekki hafa hlaupið mikið. Farið í sund og svo í Rauða húsið á Eyrarbakka og snædd súpa. Hafið með aura fyrir sundferð og súpu. Áætluð heimkoma er um kl. 14. Skráning á fésbókarsíðu Frískra Flóamanna eða á leifur@mi.is í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudag svo það verði pláss í rútunni. Nýliðarnir sem hafa verið svo duglegir að mæta í vonda veðrinu að undanförnu eru sérstaklega velkomnir.

Æfingaáæltun vikuna 13.-19.feb

Sælir félagar

Hérna kemur æfingaáætlun vikunnar:) Ég kemst því miður ekki núna á fimmtudaginn(16.feb) og heldur ekki fimmudaginn eftir það(23. feb) en
hún Steinunn ætlar að þjálfa byrjendahópinn fyrir mig, þannig að þið mætið eins og venjulega:) Vill líka hrósa ykkur fyrir góða mætingu þrátt fyrir miður
leiðinlegt veður undanfarið.

Hlakka til að sjá ykkur á morgun

Kv. Salóme


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband