21.4.2013 | 17:02
Frískir Flóamenn halda Hlaupið undan vindi 11. maí
Okkur vanta ca. 15 starfmenn í hlaupið og stendur hlaupið yfir í ca. tvo tíma.
Það er frábært að hlaupahópur eins og okkar skuli geta boðið upp á fría hlaupaþjálfun en við þurfum að getað fjármagnað þetta og vonandi verður þetta hlaup einn liður í því svo endilega hjálpið okkar til þess að við getum áfram haft þá sérstöðu að bjóða upp á þetta okkur að kostnaðarlausu.
Þið sem getið komið sendið okkur línu á netfangið friskirfloamenn1@gmail.com.
Stjórnin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2013 | 17:45
Frískir Flóamenn í Flóahlaupinu

Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 21:13
Að loknu Parísarmaraþoni

Þá hafa Bárður og Kiddi lokið Parísarmaraþoni en það fór fram í gær 7. apríl. Kiddi lauk á tímanum 3.57.36 og Bárður var á 4.25.54, flott hjá þeim.
36 Íslendingar luku hlaupinu og er það líklega stærsti hópur Íslendinga sem hefur tekið þátt hingað til.
Fjöldi þátttakenda í Parísarmaraþoninu var rúmlega 40.000 sem setur það í flokk með stærstu hlaupum heims. Yfir 100 þjóðir tóku þátt og voru útlendingar um 16.000 eða 40% þátttakenda. Hlaupið fór fram í miðborg Parísar þar sem sjá má mörg af helstu kennileitum borgarinnar.
Tíma Íslendinganna má sjá á hlaup.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2013 | 13:46
Frískir Flóamenn í Parísarmaraþoni
Parísarmarathonin er á morgun [sunnudag]. Þar eiga Frískir Flóamenn tvo fulltrúa, Kristinn Marvinsson og Bárð Árnason. Hægt verður að fylgjast með þeim á app fyrir android á, https://play.google.com/store/apps/details?id=com.netcosports.andmarathondeparis.
Kiddi er númer 45429 og Bárður er númer 45417.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2013 | 19:03
Góðar mætingar á æfingar

Vel hefur verið mætt á æfingar hjá Frískum Flóamönnum að undanförnu. Æfingar hafa verið undir styrkri stjórn Sigmundar Stefánssonar. Framundan eru mörg keppnishlaup, Píslarhlaupið á föstudaginn langa. Hið óviðjafnanlega Flóahlaup sem Markús Ívarsson hefur séð um lengur en elstu menn muna verður 13. apríl, þangað hópast Frískir Flóamenn. Þá eru tveir Frískir Flóamenn á leið í Parísarmaraþonið. Frískir Flóamenn sjá svo um hlaupið undan vindi sem er 10 km hlaup og verður það 11. maí.
Allir eru velkomnir á æfingar ekkert gjald.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið