Leita í fréttum mbl.is

Strýtuhlaupið

IMG 5284Frískir Flóamenn hlupu og hjóluðu frá Laugarvatni að Strýtu, bústað Sigmundar og Ingileifar, um 12.6 km, í blíðskaparveðri í dag.  Þau buðu uppá ljúffengt hverabakað seitt rúgbrauð, endað í heita pottinum.  Þakir fyrir skemmtilegan dag.

Hlaupið í Laugardal

Sunnudaginn 16. júní er stefnt að því að keyra á Laugarvatn og hlaupa þaðan í bústaðinn hjá Sigmundi og Ingileif en það eru um 12. km. Þar er heitur pottur og huggulegheit og væri skemmtilegt að ljúka vetrinum formlega með þessum hætti, miðað er við að leggja af stað frá sundlauginni klukkan 10 að morgni. Þeir sem hafa áhuga vinsamlega látið vita, t.d. á facebooksíðu Frískra.

Kallað eftir aðstoðarfólki. Frískir Flóamenn sjá um götuhlaup á Landsmóti og aðstoða við Laugaveginn

IMG 5894

 Laugardagsmorgunin 6. júlí sjáum Frískir Flóamenn um 10km götuhlaupið á Landsmótinu sem haldið verður á Selfossi.Eftir viku verðum við að gefa upp hverjir ætla að vera í brautarvörslu. Hlaupið verður innanbæjar á Selfossi.

Frískir Flóamenn fá greitt fyrir hvern klst sem félagsmenn vinna í sjálfboðavinnu. Þetta verða ca 2-3 klst en ef fólk vill vinna meira við aðrar greinar fáum við líka greitt fyrir það.
Þeir sem geta verið með sendi póst á

Vigfús Eyjólfsson, vigfusey@gmail.com.

Helgina á eftir laugardaginn 13. júlí er Laugavegshlaupið.  Að vanda sjá FF um brautarvörslu. Núna fljótlega verður farið að í raða niður mannskap í brautarvörsluna. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Leif. Hægt að senda póst á leifur@mi.is.  

 

 


Fjöruhlaup

 

IMG_7383

Tólf Frískir Flóamenn og Hamarsmenn skokkuðu Hafnarskeiðið, fjöruna frá Hafinu bláa og enduðu í lauginni í Þorlákshöfn í morgun. Svo skemmtilega vildi til að í dag er alþjóðlegi dagur hafins, en þemað í ár er: Hafið og fólkið. Sumir létu sér ekki nægja aðra leiðina heldur hlupu fram og til baka. Veður var vott, sandurinn fínn og vindur í bakið.  Fínt hlaup.

Myndir í albúmi.


Frískir í Hvítasunnuhlaupi Hauka

IMG 1460Hvítasunnuhlaup Hauka fór fram í dag. Hlaupið er utanvegahlaup 17,5 km. Auðunn og Vigfús hlupu. Auðunn var á 1.32.40 og Vigfús á 1.41.11. Flott hjá þeim.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband