Leita í fréttum mbl.is

Sigrún í öðru sæti í flokki kvenna í Jökulsárhlaupinu

Sigrún önnur kona í markSigrún Sigurðardóttir var í öðru sæti í flokki kvenna í Jökulsárhlaupinu sem fram fór í dag. Sigrún var á tímanum 2:46:36 en fyrst kvenna var Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, tæpum 3 mín á undan Sigrúnu. Aldeilis flott hjá Sigrúnu.  Kári Steinn Karlsson var fyrstur í hlaupinu á 2:03:53. Næsti maður, Friðleifur Friðleifsson var rúmum 11 mínútum á eftir Kára.  Sunnlendingurinn Daníel Reynissin var 10. í hlaupinu á 2:33:22. Níutíu hlauparar luku hlaupinu.  HLaupnir voru 32,7 km utanvega. Einnig voru hlaupnir 13 km og 21,2 km. 

Úrslitin má sjá á slóðinni; http://timataka.net/jokulsarhlaup2013/urslit


Sumarhlaup FF á Selfossi

Sumar á Selfossi er um helgina og af því tilefni ætlum við að bjóða bæjarbúum og öllum öðrum reyndar líka að hlauIMG_7694pa með okkur nk. laugardag 10. ágúst. Þar sem öllum er boðið í morgunmat kl. 9 ætlum við að fara af stað kl: 11:00 og hlaupa frá sundlauginni að venju og fara í Hellisskóg. Hátíðahaldarar ætla að bjóða upp á hressingu í Stóra-Helli að hlaupi loknu. Allir eruu velkomnir að mæta, og auðvitað fjölmenna Frískir Flóamenn og sýna bæjarbúum hvað þeir eigi stóran og flottan hlaupahóp.

Hengilshlaupið

IMG 1436Hengils Ultra hlaupið fór fram, í annað sinn, í blíðskaparveðri í gær 27. julí.  Helst til heitt var, lofthiti var yfir 20 °C sem gerði keppendum erfitt fyrir. Vegalengdir voru 50 mílur (81 km.) og 50 km. Hlaupið var um Hengilssvæðið með byrjun og endi í Hveragerði. Þátttakendur voru 6 í 50 km hlaupinu og 9 í 50 mílum (81 km). Elísabet Margeirsdóttir sigraði 81 kmhlaupið á 11:14:55. Í öðru sæti var Birkir Árnason á tímanum 12:33:37. Sigurvegari í 50 km var Óskar Jakobsson á  6:25:03.  Tveir Frískir Flóamenn fóru í 81 km, Steini og Fúsi.  Steini lauk á 13:41:28 og var fjórði, aldeilis flott það, en Fúsi varð að hætta eftir 50 km en fékk þar tímann 10:39:29. 

Laugavegurinn 2013

IMG_7890IMG_7876Laugavegshlaupið fór fram í gær 13. júlí í þokkalegu veðri vott var og fremur svalt og mótvindur síðari hluta leiðarinnar. Mikill snjór var á leiðinni við Hrafntinnusker. Fyrst kvenna var Gina Lucrezi  á 5:28:05 og Elísabet Margeirs var í öðru sæti á 5:47:33. Fyrsti karl í mark var Örvar Steingrímsson á 4:48:08 og félagi hans Guðni Páll Pálsson var annar á 4:25:25.

 

 

 

 

Sex Frískir Flóamenn þreyttu hlaupið og stóðu sig aldeilis vel. Hér eru tímar þeirra: 

6:28:12 Stefán Reyr Ólafsson

6:52:30 Helgi Kristinn Marvinsson

6:56:58 Sarah Seeliger

6:57:19 Björk Steindórsdóttir

7:08:59 Bárður Árnason

7:25:24 María Maronsdóttir

Vaskur flokkur Frískra var við gæslu og aðstoðaði hlaupara á leiðinni eins og undanfarin ár. Allt gekk vel og fengu Fískir mikið hrós frá þakklátum hlaupurum.

Úrslitin eru á http://marathon.is/results/laugavegur2013/LAUGAV13AHe.txt. 


Frískir Flóamenn kepptu í brautarhlaupum og sundi á landsmóti

IMG_5676Fjórir Frískir Flóamenn sprettu úr spori í 5000 m karla, 3000 m kvenna og 1500 m kvenna á hlaupabrautinni á landsmóti UMFÍ. Ingvar Garðarsson fór 5000 m og var þetta í 12. sinn sem hann keppir á landsmóti ávallt á hlaupabrautinni. Sigrún, Sarah og María voru hins vegar að taka sín fyrstu hlaupaskref á landsmóti og runnu 3000 m og 1500 m. Fískir stóðu sig vel og höluðu inn fjölda stiga fyrir HSK. Hér  má sjá úrslitin http://mot.fri.is

Sigmundur, Stefán of Ægir kepptu í sundi og fengu fullt af stigum og verðlaunum. Sigmundur gerði sér lítið fyrir og setti íslandsmet í 400 m skriði í flokki 60 ára. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband