Leita í fréttum mbl.is

Brúarhlaupið 2013

IMG_6144Brúarhlaupið fór fram laugardaginn 7. september. Sumir byrjuðu daginn á að koma saman í morgunverð í Guðnabakaríi.   Frískir Flóamenn fjölmenntu að vanda í Brúarhlaupið og stóðu sig vel. Sumir hjóluðu aðrir hlupu. Nokkur vindur var niður Gaulverjabæjarveginn sem tók í.  Þórir vann 5 km hjólið, Wieslaw var annar í 21 km, Björk var önnur í flokki 40-49 ára í 21 km. Sigmundur vann flokk 60-69 ára  í 10 km með yfirburðum og Ingvar var annar í 10 km 50-59 ára. Úrslitin eru á hlaup.is. Myndir í myndaalbúmi.

Uppskeruhátíð Frískra Flóamanna laugardaginn 7. september

Nú er komið að uppskeruhátíð Frískra Flóamanna sem verður laugardaginn 7. september og hefst kl. 19. Komið verður saman í Eldhúsinu snætt og haft gaman. Annáll verður orðuveitingar ofl. Hver kemur með sína drykki, makar velkomnir. Verð kr. 3.500.  Ská þarf þátttöku á netfangið mariam@sunnulaek.is fyrir miðvikudag.

Frískir Flóamenn í Reykjavíkurmaraþoni

Frískir Flóamenn fjölmenntu í 30.  Reykjavíkurmaraþon sem fór fram í gær laugardag 24. ágúst. Margir fóru 11008682_3313658297132_1673116396_o0 eða 21km. Einhverjir voru að taka þátt í fyrsta sinn og aðrir að bæta sinn fyrri árangur. Ingvar hljóp sitt 30. Reykjavíkurmaraþon og hefur tekið þátt öll ár frá 1984 þegar hlaupið fór fyrst fram. Geri aðrir betur.  Wieslaw fór heilt maraþon og var það hans fyrsta.  Hann renndi sér kílómetrana 42 á 3:14:40 sem er hreint frábær tími. Frískir hittust fyrir og eftir hlaup og höfðu gaman saman.IMG_8276

Frískir Flóamenn ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni

IMG 1402

Nú er RM á næst leyti en hlaupið er á laugardaginn. Á föstudag er afhending keppnisgagna og er meiningin að hittast kl. 16:30 við sundlaugina og sameinast í bíla til Rvíkur og hafa gaman. Á laugardagsmorgun er maraþon og 1/2 maraþon ræst kl. 08:40 - þeir sem taka þátt eru hvattir til að sameinast í bíla til Reykjavíkur. 10 km hlauparar koma kannski með okkur en ræs hjá þeim er kl. 09:35. Planið er að hittast fyrir hlaup og ná mynd og hita upp saman. Árborgarfáni verður á svæðinu (Klappliðinu stjórnar Hrund Baldursdóttir). Við byrjum á því að koma okkur fyrir hjá skúlptúrnum (járnadótinu) sem er í brekkunni. Verum vinstra megin við skúlptúrinn (miðað við að við séum að horfa niður á Lækjargötu). Það borgar sig að vera ekki seinna en 08:15 við rásmarkið. (sem þýðir að farið sé frá Selfossi ekki seinna en um kl. 7:15). Við erum öll að koma í mark á svipuðum tíma, þ.e. milli 10:15 og 11:15. Kiddi og Hrund ætla að bjóða upp á freyðivín fyrir hópinn eftir hlaup. Það er jafnvel að Wieslaw okkar ætli sitt fyrsta heila maraþon. Hann verður þá væntanlega við marknínuna um 12 leitið og ekki úr vegi að taka vel á móti honum. Gangi ykkur vel.



Sigmundur þriðji í járnkarli í Kalmar

img_7396_2.jpg

Sigmundur var þriðji í flokki 60-64 ára karla í járnkarli sem fram fór í Kalmar í Svíþjóð í dag á tímanum 11:43:18. Sigmundur synti 3,96 km á 1:07:05, hjólaði 180,2 km á 6:31:56 og hljóp maraþon (42,2 km) á 3:52:28. Daninn Ole Hansen  var fremstur í hans flokki á 11:10:32 og Finninn Erkki Anunti annar á 11:33:12. Sigmundur leiddi flokkinn eftir sundið en var í 7. sæti eftir hjólið, renndi sér síðan fram úr keppinautum sínum í hlaupinu og vann sig upp í þriðja sæti. Frábær árangur hjá Sigmundi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband