Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Breytt tímasettning á Laugardagsæfingunum!!!!!

Nú þegar dagur er farinn að lengjast aðeins og hugur hlaupinn í manskapinn, er um að gera að mæta á frábærar laugardagsæfingar og stuðla að betra úthaldi og þoli fyrir komandi sumri. Laugardagsæfingarnar hafa að öllu jafna verið notaðar til að spjalla saman á hlaupum, það er að seigja farið á kjaftatempói. En að sjálfsögðu er það í hendi hvers og eins. Um að gera að vera dugleg að mæta.Tounge

Við ætlum að leggja af stað frá sundlauginni kl 11:00Sideways

Kveðja Lísa.


Hlaupaplan þri. 27.jan og fim. 29.jan

Þriðjudagur 27.jan

Upphitun kl.18:05 við Sundhöll Selfoss

Hlaupið af stað kl.18:15 frá Sundhöll Selfoss.
Þrekhringur – Langholtshringurinn
3.km
Farið af stað frá Sundhöll og hlaupið að Tryggvagötu, farið að FSu og þaðan Langholtið að Engjavegi. Engjavegur að ljósunum og hægri að sundhöll.Æfingar á leiðinni
Hringtorgið við FSu – 20 hnébeygju
Hulduheimar – 10 armbeygjur + 10 hnébeygjur

Við Endalínuna – 10 framstig á hvorn fót og 20 kálfalyftur

Létt skokk í restina

Þrek í sandvíkursalnum kl.19:00 c.a. og svo teygt á

Fimmtudagur 29.jan

4,5 km.
Hlaupið að Tryggvagötu í átt að Sunnulækjarskóla, beygt inn Dælengið til hægri og svo út Miðengið, hægri að Lágengi, inn þar og svo út Suðurengið. Beygt til hægri að hringtorginu við Suðurbyggðina. Hægri eftir Norðurhólum að Jötunheimum og þar inn Berghóla. Þeir hlaupnir yfir að Nauthaga. Nauthaga að Fossheiði, til hægri framhjá Horninu og að Sundhöll.

10 km.
Hlaupið að Tryggvagötu í átt að Sunnulækjarskóla, beygt inn Dælengið til hægri og svo út Miðengið, hægri að Lágengi, inn þar og svo út Suðurengið. Beygt til hægri að hringtorginu við Suðurbyggðina. Haldið áfram að Suðurhólum, til hægri að Eyravegi og farið eftir honum að Engjavegi. Beygt til Vinstri að MS og þaðan farið eftir Árveginum að brúnni. Hlaupið áfram í átt að kirkjunni og aftur inn á Engjaveginn í átt að sundhöllinni.


Hlaupaplan fyrir fimmtudaginn 22.jan

Sæl öll

Við byrjum á því að fá endurskinsvesti frá VÍS kl. 18:15 og síðan er hlaupið af stað.

4,0km
Hlaupið að ljósunum við Tryggvagötu og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Sunnulækjarskóla og beygt til hægri inn að hringtorginu við Tryggvagötu. Tryggvagata hlaupinn að sundlaug.

10 km
Hlaupið að ljósunum við Tryggvagötu og beygt til vinstri inn Engjaveg. Hlaupið að Langholti, beygt til hægri og Langholtið hlaupið að Erlurima. Erlurimi að Suðurhólum. Suðurhólarnir farnir að Eyravegi. Eyravegur að Þóristúni, Þóristúnið framhjá kirkjunni undir brúnna og áfram að MS. Yfir að Byko og áfram Langholtið að FSu og í átt að Sundhöll. Hlaupa á jöfnum hraða og enda á spretti síðustu metrana.

Muna að passa sig á hálkunni og teygja á eftir æfingu.

Kveðja Bragi


Endurskinsvesti

Fimmtudaginn 22. janúar kl 18:15 ætlar fulltrúi frá VÍS að heimsækja okkur og gefa okkur endurskinsvesti Allir að mæta til að fá vesti

Kveðja Silja


Breytt fyrirkomulag á æfingum

Frá og með næstu viku breytist fyrirkomulag æfinga frískra flóamanna lítilega. Undirritaður mun einungis verða með hópinn á þriðjudögum en æfingaplan verður þó gert fyrir fimmtudaga líka. Einnig færum við upphitunina til kl.18:05 og hlaupum síðan af stað kl.18:15. Á þriðjudögum verður þrek eftir hlaupið og er miðað við að byrja þrekið um 19:00 í Sandvíkursalnum. Salurinn fellur því út á fimmtudögum.

Næsta æfing er því þriðjudagurinn 20.janúar og byrjar þá upphitunin kl.18:05 og síðan er hlaupið af stað frá sundhöllinni kl.18:15.

 kveða Bragi þjálfari


Minning

Í dag var kær hlaupafélagi okkar borinn til grafar, hann Guðjón Ægir Sigurjónsson, sem fórst af slysförum við Suðurlandsveg rétt fyrir austan Selfoss. Við sendum Þórdísi og börnum þeirra, Hirti Leó og Hörpu Hlíf, okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning hans.

Fyrir hönd Frískra Flóamanna

Silja Dröfn Sæmundsdóttir


Mývatnshlaupið 30.maí 2009 - Setja sér markmið

Frískir flóamenn stefna á þátttöku í Mývatnshlaupinu sem haldið verður laugardaginn 30. maí nk.  á Mývatni. Allir hlauparar eiga að geta fundið sér vegalengd við hæfi en hægt er að velja um fjórar vegalengdir, 3 km, 10 km, 21 km og 42 km. Nú er um að gera að negla niður dagsetninguna og fara norður í frí með fjölskylduna yfir helgina og taka þátt í hlaupinu. Þetta er frábær leið til að enda góðan vetur og verðugt markmið fyrir alla þar sem hægt er að velja um nokkrar hlaupaleiðir og eiga allir að geta fundið leið sem hentar þeim. Nú er bara að mæta reglulega í hlaupatímana og stefna á Mývatnshlaupið.

kv. Bragi

Endurskin

W00t

Þrátt fyrir að degi sé farið að lengja er nauðsynlegt fyrir okkur að sjást vel í myrkrinu. Munið að endurskinsmerkið ætti því  að vera hluti af hlaupagallanum. Sýnum gott fordæmi í myrkrinu. Er að kanna verð á endurskini fyrir hópinn.

 Sjáumst.

Kv Lísa.


Poweraidehlaup

Munið Poweaidehlaupið á laugardaginn 10 janúar kl.10:00

Nú þegar nýtt hlaupaár er gengið í garð og einhverjir farnir að huga að komandi hlaupum á árinu er fátt betra en að kanna hvað í manni býr og taka þátt í Poweaidehlaupinu.

Kveðja Pétur.


Minningarhlaup fimmtudaginn 8.janúar kl.18:15

Fimmtudaginn 8.janúar sameinast hlaupahópar á Selfossi í minningarhlaup um Guðjón Ægi Sigurjónsson. Hlaupið verður frá Sundhöll Selfoss kl.18:15. Hlaupið verður að slysstað með blóm og friðarkerti. Allir velkomnir með sem vilja sýna stuðning.


Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband