Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Aðalfundur Frískra Flóamanna 11. febrúar

Aðalfundur Frískra Flóamanna verður haldinn í Selinu, miðvikudaginn

11. febrúar 2015. kl: 20:30. Allir hvattir til að mæta.

Stjórnin


Ókeypis byrjendanámskeið hefst 17. febrúar

IMG 6250

 

 

 

 

 

 

Frískir Flóamenn standa fyrir 10 vikna ókeypis hlaupanámskeiði fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa eða hafa ekki hlaupið lengi. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 17.febrúar kl. 17:15, mæting er við Sundhöll Selfoss og verður síðan á þriðjudögum og fimmtudögum. Leiðbeinandi er Sigmundur Stefánsson. Nú er bara að láta drauminn rætast reima á sig skóna og mæta í hressandi útiskokk og að sjálfsögðu eru allir velkomnir, engin skráning, bara mæta.

 


Vetrarstarf Frískra Flóamanna í fullum gangi

IMG_9493

Vetrarstarf Frískra Flóamanna er nú í fullum gangi.  Hlaupaæfingar undir styrkri stjórn Sigmundar Stefánssonar hafa verið mjög vel sóttar. Þrátt fyrir risjótt tíðarfar koma iðulega 15-20 manns á æfingar og stundum fleir. Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.15 og á laugardögum kl.10. Allir er velkomnir.  Hlaupið er frá Sundhöll Selfoss. Nú er Þorrinn genginn í garð og þá styttist í hið árlega og óviðjafnanlega Þorrapizzuhlaup. Þá er fyrirhugað byrjendanámskeið á næstunni. Nánar um það síðar. 


Hlaupaferð til Munchen


Eins og áður hefur komið fram stendur til að Frískir Flóamenn fari haustið 2015 í hlaupaferð til Munchen.  Maraþonið fer fram sunnudaginn 11. október og hægt er að velja milli 10 km, hálfsmaraþons og maraþons. Val er á 4 eða 6 daga ferðum.
 Við höfum lof fyrir þá sem eru á lista sem Magnús hefur sent til Bændaferða. 43 nöfn eru á listanum. Ferðin er komin á heimasíðuna Bændaferða og hún er bókanleg þar.


Komið er að að því að hver og einn skrái sig gegnum heimasíðu Bændaferð. Athugið að skrá þarf í ferðina sér og í hlaupið sér. Hver gerir sína bókun og setur sjálfur inn hvaða vegalengd viðkomandi ætlar að hlaupa.

ATH. Að greiða þarf staðfestingargjaldið, 30.000 kr. á mann, við bókun.

Lengri ferðin er hér:
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir/hlaupaferdir/marathon-i-munchen-6-dagar

Styttri ferðin er hérna:
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir/hlaupaferdir/marathon-i-munchen-4-dagar

Til að skrá þarf að smella á hnappinn hægra megin á síðunni, þar sem stendur „Bóka ferð“.

Að auki þurfa allir sem ætla að hlaupa að fylla út formið á slóðinni hér fyrir neðan og senda á bændaferðir. Munið að skrá ykkur sem Fríska Flóamenn undir hlaupahóp.
http://www.baendaferdir.is/eydublod/Forms/23/skraning-i-mnchen-marathonid-2015

Síðasti skráningardagur er 10. janúar 2015.

Þegar búið er að skrá sig er hvenær sem er hægt að skrá sig inn á sína bókun og greiða inn á ferðina. Ferðin þarf að vera fullgreidd 8 vikum fyrir brottför. Hægt er t.d. að greiða smá um hver mánaðarmót, til að dreifa greiðslum.

Sætin eru að sjálfsögðu frátekin fyrir hópinn sem er á listanum. 

Athugið að tengiliður okkar varðandi bókanir og ferðina hjá bændaferðum er:
Kristín Thorstensen
Netfang: kristin@baendaferdir.is
Beinn sími: 570 2793

Þið getið haft samband beint við hana varaðndi fyrirspurnir um ferðina, breytingar ofl.

Ef einhver hefur áhuga á að fara en er ekki á listanum getur hann haft samband við Kristínu hjá Bændaferðrum.  

Frekari upplýsingar um ferðina eru á heimasíðu bændaferða
http://www.baendaferdir.is/hlaupaferdir
og um hlaupið á heimasíðu hlaupsins
http://www.muenchenmarathon.de/


Jólahlaup

IMG 9187Skemmtinefndin hefur eftir linnulaus fundarhöld síðustu mánuði komist að samkomulagi um jólahlaupið.

Tími: Fimmtudagur 18.desember 2014 klukkan 17:15
Staður: Farið frá sundlauginni á Selfossi.
Verðlaun verða í boði fyrir besta búninginn.

Gjafaleikur - allir eiga að koma með pakka fyrir ca. 500 kr.

Meira hefur verið ákveðið en mun ekki verða upplýst fyrr en nær dregur það er að segja það sem ekki á að koma á óvart í sjálfu hlaupinu.


Sjásumst

IMG_1928Nú er skammdegið framundan og því gott að vera vel sýnilegur á hlaupum. Ekki er nóg að vera í skærlitum fatnaði heldur þurfum við að vera með gott endurskin og þá eru endurskinsvestin mjög hentug. Sjáumst. 


Haustmaraþonið

IMG 9638Haustmaraþon félags maraþonhlaupara fór fram í Reykjavík í dag.  Boðið var uppá hálft og heilt maraþon. Þrír Frískir Flóamenn hlupu.  Renuka fór heilt og var nálægt sínu besta á tímanum 4.27.01.  Renuka hljóp til styrktar barnahjálp Unicef vegna Ebólufaraldsins í Vestur-Afríku.  Sarah og Vigfús fóru hálft maraþon.  Sarah var 10. í kvennaflokki  á 1.43.40 og bætti sig um tæpar 3 mínútur. Vigfús endaði á 1.52.23.  Flott hjá þeim.   Úrslitin má sjá hér; http://www.timataka.net/haustmarathon2014/urslit/

Árshátíð 2014

IMG_1252IMG_1246IMG_1260

Frískir Flóamenn fjölmenntu á árshátíð í Eldhúsinu laugardaginn 27. september, en fyrr sama dag var Fríska Sólheimahlaupið.  Snæddar voru kræsingar miklar, gerð grein fyrir viðburðum og afrekum ársinsí máli og myndum, veittar viðurkenningar, sagðar ævintýrasögur, sungið, spilað og haft gaman. Sahra fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir í flokki kvenna og Sigurður Gunnars í flokki karla.  Sigrún var útnefnd besti kvenhlauparinn og Stebbi besti karlhlauparinn.  Skemmtinefndin á þakkir skildar fyrir skipulag og undirbúning.  Fráfarandi skemmtinefnd, sem í voru Svanlaug, Daníel og Bárður skipaði nýja en í henni eru Kiddi, Sahra, Auður og Börkur.


Fríska Sólheimahlaupið 2014

IMG 1210

Fríska Sólheimahlaupið var í dag, þar gengu hlupu og hjóluðu Frískir Flóamenn ásamt íbúum á Sólheimum frá Borg að Sólheimum. Um 40 manna hópur. Eftir hlaupið var haldið í heita sundlaugina á Sólheimum. Boðið var uppá súpu og brauð í Grænu könnunni. Framfarabikar Frískra var afhenntur þeim íbúa Sólheima sem sýnt hefur mestu framfarir í hreyfingu á árinu, en það er Gísli Halldórsson og Kristján Már Ólafsson fékk hvatningarverðlaun. Í heimleiðinn var komið við á Laugarbökkum og hjónunum þar veitt smá viðurkennig fyrir að leyfa okkur að hlaupa um landareignina og á þessum líka fínu hestastígum sem þau hafa útbúið. Myndir í  albúmi.

 


Árshátíð Frískra Flóamanna og Fríska Sólheimahlaupið 27. september

IMG_6356

Þann 27. september ætla Frískir Flóamenn að gera sér glaðan dag.  Þá verður árshátíð Frískra Flóamanna í Eldhúsinu og hefst hún kl. 19.  Fyrr um daginn verður Fríska Sólheimahlaupið. Farið með rútu frá Sundhöll Selfoss kl. 9.30, hlaupið (eða hjólað) frá Borg kl. 10 að Sólheimum, um 9 km.  súpa á eftir á sanngjörnu verði 1.200.- meðan súpan er snædd verður afhentur framfarabikar Frískra Flóamanna til þess íbúa Sólheima sem hefur sýnt hreyfingaframfarir á árinu.

 

 Heimferð ca kl. 13.30.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband