Færsluflokkur: Bloggar
19.5.2013 | 12:20
Góður árangur hjá Sigrúnu í Köben
Sigrún Sigurðardóttir var að ljúka maraþoni í Kaupmannahöfn. Hún stóð sig vel, geystist um götur Kaupmannahafnar og endaði á tímanum 3.28.28 og var í 17. sæti í sínum flokki. Aldeilis frábært, þrátt fyrir að hellirignt hafi meðan á hlaupinu stóð. Um 11.000 hlauparar mættu til leiks þar af yfir 30 íslendingar.
Fyrstur íslenskra karla var Stefán Guðmundsson á 2.37.58. Margrét Elíasdóttir var fyrst íslenskra kvenna á 3:15:23.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2013 | 17:42
Intersporthlaupið undan vindi
Bloggar | Breytt 13.5.2013 kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2013 | 01:05
Frískir Flóamenn í vormaraþoni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2013 | 20:50
INTERSPORTHLAUPIÐ UNDAN VINDI 11. MAÍ
Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir Intersporthlaupinu undan vindi þann 11. maí nk. og hefst það kl. 11. Lend hlaupsins er 10 km og hefur hún verið löglega mæld.
Hlaupaleiðin er frá Intersporti [BYKO] á Selfossi um Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg. Hlaupið hefst eða endar við BYKO, fer það eftir því hvort hagstæðara er eftir vindátt. Hlaupaleiðin er um sléttlendi Flóans.
Forskráning er á hlaup.is og lýkur 9. maí kl. 21:00. Skráning og afhending keppnisnúmera er í BYKO Selfossi frá kl. 16-18 10. maí. Keppnisnúmer verður einnig hægt að nálgast á hlaupadegi frá kl. 9:30 í BYKO. Þátttökugjald er kr. 2.500. Rúta flytur keppendur að rásmarki, brottför er frá BYKÓ kl. 10:20. Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup.
Aldursskipting bæði hjá konum og körlum; 39 ára og yngri, 40-49, 50-59, 60 ára og eldri.
Verðlaun verða fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki.
Sérverðlaun frá Intersport verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu.
Verðlaunaafhendig verður við BYKO að hlaupi loknu.
Tiðvalið hlaup til að bæta sig í 10 km hlaupi.
Nánari upplýsingar veita Leifur s: 842 3150 og Magnús s: 840 6320.
Bloggar | Breytt 8.5.2013 kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2013 | 22:22
Sumardagurinn fyrsti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2013 | 17:02
Frískir Flóamenn halda Hlaupið undan vindi 11. maí
Okkur vanta ca. 15 starfmenn í hlaupið og stendur hlaupið yfir í ca. tvo tíma.
Það er frábært að hlaupahópur eins og okkar skuli geta boðið upp á fría hlaupaþjálfun en við þurfum að getað fjármagnað þetta og vonandi verður þetta hlaup einn liður í því svo endilega hjálpið okkar til þess að við getum áfram haft þá sérstöðu að bjóða upp á þetta okkur að kostnaðarlausu.
Þið sem getið komið sendið okkur línu á netfangið friskirfloamenn1@gmail.com.
Stjórnin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2013 | 17:45
Frískir Flóamenn í Flóahlaupinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2013 | 21:13
Að loknu Parísarmaraþoni
Þá hafa Bárður og Kiddi lokið Parísarmaraþoni en það fór fram í gær 7. apríl. Kiddi lauk á tímanum 3.57.36 og Bárður var á 4.25.54, flott hjá þeim.
36 Íslendingar luku hlaupinu og er það líklega stærsti hópur Íslendinga sem hefur tekið þátt hingað til.
Fjöldi þátttakenda í Parísarmaraþoninu var rúmlega 40.000 sem setur það í flokk með stærstu hlaupum heims. Yfir 100 þjóðir tóku þátt og voru útlendingar um 16.000 eða 40% þátttakenda. Hlaupið fór fram í miðborg Parísar þar sem sjá má mörg af helstu kennileitum borgarinnar.
Tíma Íslendinganna má sjá á hlaup.is.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2013 | 13:46
Frískir Flóamenn í Parísarmaraþoni
Parísarmarathonin er á morgun [sunnudag]. Þar eiga Frískir Flóamenn tvo fulltrúa, Kristinn Marvinsson og Bárð Árnason. Hægt verður að fylgjast með þeim á app fyrir android á, https://play.google.com/store/apps/details?id=com.netcosports.andmarathondeparis.
Kiddi er númer 45429 og Bárður er númer 45417.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2013 | 19:03
Góðar mætingar á æfingar
Vel hefur verið mætt á æfingar hjá Frískum Flóamönnum að undanförnu. Æfingar hafa verið undir styrkri stjórn Sigmundar Stefánssonar. Framundan eru mörg keppnishlaup, Píslarhlaupið á föstudaginn langa. Hið óviðjafnanlega Flóahlaup sem Markús Ívarsson hefur séð um lengur en elstu menn muna verður 13. apríl, þangað hópast Frískir Flóamenn. Þá eru tveir Frískir Flóamenn á leið í Parísarmaraþonið. Frískir Flóamenn sjá svo um hlaupið undan vindi sem er 10 km hlaup og verður það 11. maí.
Allir eru velkomnir á æfingar ekkert gjald.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið