Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2013 | 10:32
Brúarhlaupið 2013
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2013 | 06:52
Uppskeruhátíð Frískra Flóamanna laugardaginn 7. september
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2013 | 09:42
Frískir Flóamenn í Reykjavíkurmaraþoni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2013 | 19:50
Frískir Flóamenn ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni
Nú er RM á næst leyti en hlaupið er á laugardaginn. Á föstudag er afhending keppnisgagna og er meiningin að hittast kl. 16:30 við sundlaugina og sameinast í bíla til Rvíkur og hafa gaman. Á laugardagsmorgun er maraþon og 1/2 maraþon ræst kl. 08:40 - þeir sem taka þátt eru hvattir til að sameinast í bíla til Reykjavíkur. 10 km hlauparar koma kannski með okkur en ræs hjá þeim er kl. 09:35. Planið er að hittast fyrir hlaup og ná mynd og hita upp saman. Árborgarfáni verður á svæðinu (Klappliðinu stjórnar Hrund Baldursdóttir). Við byrjum á því að koma okkur fyrir hjá skúlptúrnum (járnadótinu) sem er í brekkunni. Verum vinstra megin við skúlptúrinn (miðað við að við séum að horfa niður á Lækjargötu). Það borgar sig að vera ekki seinna en 08:15 við rásmarkið. (sem þýðir að farið sé frá Selfossi ekki seinna en um kl. 7:15). Við erum öll að koma í mark á svipuðum tíma, þ.e. milli 10:15 og 11:15. Kiddi og Hrund ætla að bjóða upp á freyðivín fyrir hópinn eftir hlaup. Það er jafnvel að Wieslaw okkar ætli sitt fyrsta heila maraþon. Hann verður þá væntanlega við marknínuna um 12 leitið og ekki úr vegi að taka vel á móti honum. Gangi ykkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2013 | 16:59
Sigmundur þriðji í járnkarli í Kalmar
Sigmundur var þriðji í flokki 60-64 ára karla í járnkarli sem fram fór í Kalmar í Svíþjóð í dag á tímanum 11:43:18. Sigmundur synti 3,96 km á 1:07:05, hjólaði 180,2 km á 6:31:56 og hljóp maraþon (42,2 km) á 3:52:28. Daninn Ole Hansen var fremstur í hans flokki á 11:10:32 og Finninn Erkki Anunti annar á 11:33:12. Sigmundur leiddi flokkinn eftir sundið en var í 7. sæti eftir hjólið, renndi sér síðan fram úr keppinautum sínum í hlaupinu og vann sig upp í þriðja sæti. Frábær árangur hjá Sigmundi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2013 | 16:20
Sigrún í öðru sæti í flokki kvenna í Jökulsárhlaupinu
Sigrún Sigurðardóttir var í öðru sæti í flokki kvenna í Jökulsárhlaupinu sem fram fór í dag. Sigrún var á tímanum 2:46:36 en fyrst kvenna var Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, tæpum 3 mín á undan Sigrúnu. Aldeilis flott hjá Sigrúnu. Kári Steinn Karlsson var fyrstur í hlaupinu á 2:03:53. Næsti maður, Friðleifur Friðleifsson var rúmum 11 mínútum á eftir Kára. Sunnlendingurinn Daníel Reynissin var 10. í hlaupinu á 2:33:22. Níutíu hlauparar luku hlaupinu. HLaupnir voru 32,7 km utanvega. Einnig voru hlaupnir 13 km og 21,2 km.
Úrslitin má sjá á slóðinni; http://timataka.net/jokulsarhlaup2013/urslit
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2013 | 22:35
Sumarhlaup FF á Selfossi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2013 | 14:29
Hengilshlaupið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2013 | 11:11
Laugavegurinn 2013
Laugavegshlaupið fór fram í gær 13. júlí í þokkalegu veðri vott var og fremur svalt og mótvindur síðari hluta leiðarinnar. Mikill snjór var á leiðinni við Hrafntinnusker. Fyrst kvenna var Gina Lucrezi á 5:28:05 og Elísabet Margeirs var í öðru sæti á 5:47:33. Fyrsti karl í mark var Örvar Steingrímsson á 4:48:08 og félagi hans Guðni Páll Pálsson var annar á 4:25:25.
Sex Frískir Flóamenn þreyttu hlaupið og stóðu sig aldeilis vel. Hér eru tímar þeirra:
6:28:12 Stefán Reyr Ólafsson
6:52:30 Helgi Kristinn Marvinsson
6:56:58 Sarah Seeliger
6:57:19 Björk Steindórsdóttir
7:08:59 Bárður Árnason
7:25:24 María Maronsdóttir
Vaskur flokkur Frískra var við gæslu og aðstoðaði hlaupara á leiðinni eins og undanfarin ár. Allt gekk vel og fengu Fískir mikið hrós frá þakklátum hlaupurum.
Úrslitin eru á http://marathon.is/results/laugavegur2013/LAUGAV13AHe.txt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2013 | 09:47
Frískir Flóamenn kepptu í brautarhlaupum og sundi á landsmóti
Sigmundur, Stefán of Ægir kepptu í sundi og fengu fullt af stigum og verðlaunum. Sigmundur gerði sér lítið fyrir og setti íslandsmet í 400 m skriði í flokki 60 ára.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- 1.5.2022 Stúdíó Sport hlaupið 1. maí
- 13.11.2019 Nýr hlaupatími
- 14.3.2018 Af aðalfundi Frískra Flóamanna
- 6.3.2018 Aðalfundur 13. mars í Selinu
- 3.3.2018 Jötunnhlaupið 1. maí.
Eldri færslur
2022
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Tenglar
Mínir tenglar
- Daglengd
- Hlaupameiðslin
- Frískir Flóamenn á Facebook Fésbókarsíða Frískra Flóamanna
- http://www.hlaup.is
- Skokkhópur Hamars í Hveragerði
- http://laugaskokk.is
- http://marathon.is
- Sænsk hlaupasíða
- Norsk hlaupasíða
- Íþróttafréttir
- Loftmynd af Selfossi
- Sigmundur i Ironman Frásögn Sigmundar Stefánssonar af Ironman í Frankfurt 2008
- Veðrið