Leita í fréttum mbl.is

Grafningshlaupið í grenjandi rigningu

Það var geinilega gaman í Grafningshlaupinu hjá Pétri og Lísu ef marka má myndir á hlaup.is, þrátt fyrir grenjandi rigningu.  100 manns luku hlaupinu og þar af voru nokkrir Frískir.  Úrslit í hlaupinu og myndir má sjá á hlaup.is. 

Frískir Flóamenn í Fjölnishlaupinu

IMG 9300

Fjölnishlaupið var í dag en í því er geyst 10 km leið um Grafarvoginn í Reykjavíkurborg.  Leiðin er ekki slétt og endað er í brekku. Frísku Flóamennirnir, Sigrún, Ingvar, Ingileif og Sarah tóku þátt í hlaupinu og stóðu sig vel að vanda. Sigrún endaði á tímanum 42:42 og var 5. í kvennaflokki. Ingvar rann yfir marklínuna á 43:13 og var 22. í flokki karla.  Sarah rann skeiðið á 47:47 og Ingileif hljóp kílómetranan tíu á 59:24.  Til hamingju öll.  Úrslitin og myndir eru á hlaup.is.

 

 


Intersporthlaupið undan vindi. Sigrún enn með met.

IMG_8401

Intersporthlaupið undan vindi, hlaupið okkar Frískra Flóamanna fór fram í dag. Þrjátíu og fimm hlauparar mættu til leiks í blíðskaparveðri, hægum andvara sól og blíðu. Hlaupnir voru 10 km. Fyrst kvenna í mark var Sigrún okkar Sigurðardóttir og enn á Selfoss og HSK-meti, timinn var 40.58. Fyrstur karla var Ívar Trausti Jósafatsson á tímanum 36.42.  Margir voru að setja sína bestu tíma enda brautin slétt og bein og vindurinn aldrei í fangið. 

Aðrir Fríski sem fóru á pall voru Ingileif, Steingerður, Björk, Sverrir, Stebbi og Wieslaw.    Myndir í albúmi.

 


Sigrún þriðja á nýju HSK meti í hálfu maraþoni í Reykjavík í dag. Ingvar með HSK met í 5 km.

photo-5Vormaraþon fór fram í blíðviðrinu í Reykjavík í dag.  Keppt var í heilu og hálfu maraþoni.  Sigrún okkar Sigurðardóttir varð nr. 3 í flokki kvenna á tímanum 1.31.49 sem er jafnframt nýtt HSK met. Keppnin var jöfn því þrjár fyrstu konur voru á sömu mínútunni. Þá setti Ingvar HSK met í flokki 55-59 ára í 5 km götuhlaupi á sumardaginn fyrsta. Tíminn hjá honum var 19.46. Glæsilegt hjá þeim. 

Intersporthlaupið undan vindi 1.maí

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir Intersporthlaupinu undan vindi þann 1.  maí nk. og hefst það kl. 13.

 
Hluti hlaupara fyrir utan IntersportLengd hlaupsins er 10 km og hefur það verið löglega mælt eftir reglum FRÍ. Hlaupaleiðin er frá Intersporti [BYKO] á Selfossi um Larsenstræti og Gaulverjabæjarveg.  Hlaupið hefst eða endar við Intersport, fer það eftir því hvort hagstæðara er eftir vindátt.  Hlaupaleiðin er um sléttlendi Flóans. Forskráning er á hlaup.is og lýkur 30. apríl kl. 21:00.  Skráning og afhending keppnisnúmera er í Intersport Selfossi frá kl. 16-18  þann 30. apríl. Ekki hægt að greiða með korti.  Keppnisnúmer verður einnig hægt að nálgast á hlaupadegi frá kl. 11 á sama stað. Þátttökugjald er kr. 2.500. Rúta flytur keppendur að eða frá rásmarki, brottför er frá Intersport kl. 12:20.  Keppendur fá frían aðgang í Sundhöll Selfoss eftir hlaup.

Aldursskiping bæði hjá konum og körlum;

  • 39 ára og yngri
  • 40-49
  • 50-59
  • 60 ára og eldri

Verðlaun verða fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki.

Sérverðlaun frá Intersport verða fyrir fyrsta karl og fyrstu konu og úrdráttaverðlaun.

Verðlaunaafhending verður við Intersport að hlaupi loknu.

Tilvalið hlaup til að bæta sig í 10 km hlaupi.

Nánari upplýsingar veita  Leifur s: 842 3150 og Magnús s: 840 6320.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband