Leita í fréttum mbl.is

Brúarhlaupið 2010

IMG 9300Búarhlaupið fór fram í dag í ágætis veðri, veður var hlýtt og þurrt en nokkur gustur. Fjölmargir hlupu og hjóluðu sumir 2,5 km aðrir 5 km eða 10 km en þeir sem hlupu lengst fóru hálft maraþon (21,1 m). Hlaupið var janframt íslandsmót í hálfu maraþoni. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Helena ólafsdóttir á 1:27:13 og í karlaflokki var Björn Margeirsson íslandsmeistari en hann hljóp á tímanum 1:14:31. Frískir Flóamenn mættu til hlaups eftir góðan morgunmat í Guðnabakaríi og stóðu sig með príði og sumir voru að bæta sig þrátt fyrir vinginn. Skeiðamennirnir Ingileif og Ingvar voru á palli í sínum flokki í 10 km. Myndir frá hlaupinu eru í albúmi.

Minni á Sólheimaferð 2. október þar sem fyrirhugað er að heimsækja Sólheima í Grímsnesi og hlaupa Sólheimahringin (24 km), eða styttra. Nánar síðar.


Morgunmatur í Guðnabakaríi fyrir Brúarhlaupið á laugardaginn.

Um að gera að hlaða sig af orku efti átökinLíkt og undanfarin ár ætla Frískir Flóamenn að koma saman spjalla og snæða morgunmat fyrir Brúarhlaupið. Að þessu sinni stendur til að fá sér morgunmat í Guðnabakaríi, mætum þar kl. 9:00 á nk. laugardag fyrir hlaup. Hver borgar fyrir sig. Látið berast.

Ingvar er annar tveggja sem hafa tekið þátt í öllum Reykjavíkurmaraþonum,

IMG 9015Ingvar Garðarsson og Jón Guðmundsson hafa tekið þátt í öllum Reykjavíkurmaraþonum frá upphafi. Fyrsta Reyjavíkurmaraþonið var haldið árið 1984 og hlaupið í ár var það 27. Engir aðrir hafa tekið þátt í öllum hlaupunum. Til gamans má geta þess að árið 1988 hljóp ingvar 21 km á 1:21:44 sem er hans besti tími í vegalengdinni. 

Söfnunarátak til stuðnings Parkinsonsamtökunum gekk vel.

Hafsteinn hitti okkur á hlaupatíma við sundlaugina í dag og sagði að þótt lokauppgjör lægi ekki fyrir hefðu safnast vel á aðra milljón til Parkinsonsamtakanna í átakinu. Sautján Selfyssingar hlupu til stuðnings samtökunum í
Reykjavíkurmaraþoni og söfnuðu samtals rúmum 700 þús.  Af þessari
upphæð safnaði Hafstienn sjálfur yfir 600 þús. Glæsilegt það. Hafstein þakkaði hlaupurum fyrir stuðninginn og dróg út veglega vininga til allra.  Færum Hafsteini þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf og hans dugnað í þessu átaki. Við höfum einnig notið góðs af því en það hefur m.a. vakið athygli á hlaupahópnum okkar.

Myndir úr Reykjavíkurmaraþoni komnar í albúm.

Myndir úr Reykjavíkurmaraþoni eru komnar á vefinn undir albúm.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband