Leita í fréttum mbl.is

Brautarvarsla Frískra Flóamanna á Laugaveginum gekk vel

IMG_4790Frískir Flóamenn sáu um brautarvörslu í Laugavegshlaupinu ásamt Björgunarfélagi Árborgar. Þátttakendur voru rúmlega 300 að þessu sinni. Veður var ákjósamlegt milt, lítill vindur og að mestu þurrt. Brautarmet voru slegin í bæði kvenna og karlaflokki. Það er mikið verk að sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig á þessari í þessu krefjandi 55 km fjallahlaupi. Frískir Flóamenn ásamr Björgunarfélaginu mættu með bros á vör og voru boðnir og búnir að veita hlaupurum drykki og orku, hjálpa þeim yfir erfiðar ár og veita aðhlynningu ef á þurfti að halda. Allt gekk að óskum og getum við verið stolt yfrir okkar framlagi.

361 skráðir í Laugavegshlaupið

IMG 0966Laugavegshlaupið verður næstkomandi laugardag 14. júlí og munu Frískir Flóamenn sjá um brautarvörslu ásamt Björgunarfélagi Árborgar. Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu hlaupsins eru 361 hlaupari skráður, 259 karlar og 102 konur, útlendingar eru 113 frá 22 löndum. Árið 2011 lögðu 306 af stað í hlaupið. Okkur er falin mikil ábyrgð og við þurfum öll að vera klár á okkar hlutverki. Upplýsingar um hlaupið (ætlað þáttakendum en nýtist okkur) á http://www.marathon.is/laugavegshlaup/Upplysingar_2012.

Fundur um Laugavegshlaupið

IMG 0997Laugavegshlaupið er framundan verður 14. júlí. Frískir Flóamenn verða með brautarvörslu. Fundur varðandi brautarvörsluna verður að Birkivöllum 6 kl. 19:30 á morgun þriðjud 3. júlí. Þeir sem hafa áhuga á að vera með, vinsamlegast sendið póst á leifur@mi.is

Frískir Flóamenn í Bláskógaskokki og Esjuhlaupi

IMG 1460Nóg er framboðið af hlaupum um þessar mundir. Þann 23. júní var Bláskógaskokk og Esjuhlaupið eða Mt. Esja Ultra. Þar fóru menn upp að steini 2, 5 eða 10 ferðir. Vigfús fór 5 ferðir, 35 km og 3000 m + hækkun geri aðrir betu. Þá tóku fjórir Frískir þátt í Bláskógaskokkinu og stóðu sig vel. Nú styttist í Laugavegshlaupið en það verður 14. júlí og eru nokkrir Frískir í fullum undirbúningi fyrir þetta krefjandi hlaup. Frískir Flóamenn munu að vanda sjá um brautargæslu á leiðinni.

Frískir Flóamenn í Hamarshlaupinu, Bláskókaskokk á laugardaginn.

img_7774_1003622.jpgFjórir Frískir Flóamenn tóku þátt í Hamarshlaupinu sem haldið var 17. júní. Hlaupnir voru 25 km utanvega um Reykjadal við Hveragerði. Renuka, Sigrún, Steini og Vigfús hlupu og stóðu sig með prýði. Sigrún var 6. kona í mark. Úrslitin eru á hlaup.is.

Nóg framboð er af hlaupum þessa dagana. Miðnæturhlaupið 21. júlí og hið sívinsæla Bláskógaskokk 23. júní Það hefst kl. 11:00. Hlaupið er 40 ára í ár, en það var fyrst haldið 2. júlí 1972.  Sjá nánar hlaup.is



« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband