Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurmaraþon 2012

IMG_5382Reykjavíkurmaraþon fór fram í gær 18. ágúst í blíðskaparveðri. Þetta er í 29. sinn sem hlaupið fer fram og hafa aðeins tveir kappar alltaf verið með Ingvar Garðarsson og Jón Guðmundsson. Metþátttaka var í öllum fjórum keppnisvegalengdunum. Í maraþon voru skráðir 806, í hálfmaraþon 2004, í 10 km 5.177 og í boðhlaup 118. Frískir Flóamenn fjölmenntu. Maraþoni luku Steini og Renuka. Steini var á 3:28:33 og var að bæta sig og Renuka rann sitt fyrsta maraþon á 4:26:03. Aðrir fóru hálft eða 10 km og stóðu sig með príði. Næst er það Brúarhlaupið 1. sept. Úrslitin eru á marathon.is.

Frískir Flóamenn fara í bæjarferð á föstudag

IMG 1398Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Reykjavíkurmaraþon, en hlaupið er á laugardaginn nk., netskráningu lýkur miðvikudag 15. ágúst. Í boði eru vegalangdir við allra hæfi, skránig er á marathon.is. Frískir Flóamenn ætla að fjölmenna saman á föstudag til að sækja keppnisgögnin fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Mæting við sundlaugina safnast í bíla og fara þaðan kl. 17.

Vigfús fór Hengilshlaupið

IMG 1460

Átta hetjur hlupu Hengilshlaup sem er 81 km langt hlaup um Hengilssvæðið í hitanum í gær. Hlaupið var m.a. á Vörðu-Skeggja sem er hæsti punkturinn á Hengilssvæðinu og er í 810 m. Vigfús var meðal keppenda og lauk hann þessu krefjandi hlaupi á 15:41:06, aldeilis flott afrek hjá honum. Hér eru úrslitin http://hamarsskokk.wordpress.com/2012/07/29/urslit-ur-hengilshlaupinu/

 


Þórir járnkarl

IMG 2777Ekkert lát er á afrekum Frískra Flóamanna. Þórir Erlingsson lauk járnkarli í Zurich í gær lokatíminn var 14:03:32. Þórir lauk 3,8 km sundi á 1:26:55, hjólaði 180 km á 6:29:42 og hljóp maraþon á 5:53:51. Glæsilegt hjá honum.

Flóamenn hlupu Laugaveginn

IMG_4783Hópur Frískra Flóamanna hljóp Laugaveginn og stóðu sig vel. Systkinin Anna og Sigmundur létu sig ekki vanta. Anna lauk á 7:43 og Sigmundur á 5:56 og voru þau bæði að bæta sig. Sigmundur var þriðji í sínum aldursflokki. Bárður Árna var á 7:34 og Kiddi Marvins á 6:48. Þá hlupu nokkrir Selfyssingar Guðmundur Tryggvi, Björn Hranna (7:07), Reynir Guðmundsson (7:22) og Steingerður Hreinsdóttir (7:23). Flottur hópur sem stóð sig aldeilis frábærlega. Úrslitin má sjá á marathon.is.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband