Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

Stúdíó Sport hlaupið 1. maí

Stúdíó Sport hlaupið er hlaup sem hlaupahópurinn Frískir Flóamenn halda í samstarfi við verslunina Stúdíó Sport á Selfossi þann 1. maí. Frískir Flóamenn hafa áður haldið Jötunnhlaupið (2017-2019) og þar áður Hlaupið eins og vindurinn/Intersport/Byko hlaupið.
Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna!
Vegalengdir:
Keppt er í tveimur vegalengdum, 5 km og 10 km. Brautin er flöt og því vænleg til góðra afreka og hafa margir hlauparar náð sínum bestu tímum í hlaupum á Selfossi.
Mæting og endamark er við verslunina Stúdíó Sport, Austurvegi 11 en fyrir ræsingu verður gengið saman að rásmarki sem er í Sigtúnsgarði/nýjum miðbæ Selfoss. Hlaupið er til suðurs, út á Suðurhóla þar sem leiðir skiljast á 5 og 10 km leiðum. 5 km beygja til hægri og hlaupa um undirgöng inn í Hagaland og meðfram Ölfusá, undir Ölfusárbrú og að endamarki við versluninni Stúdíó Sport. 10 km beygja aftur á móti til vinstri á Suðurhólum og hlaupa til austurs í áleiðis að Austurhólum og til baka og síðan sömu leið og 5 km leiðin í mark.
Tímasetningar:
Nánar síðar.
Skráning:
Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 21:00 föstudagskvöldið 29. apríl 2022. Einnig verður hægt að skrá sig í versluninni Stúdíó Sport að morgni keppnisdags en þá hækka öll verð.
Afhending skráningargagna fer fram í Versluninni Stúdíó Sport.
Verðlaun:
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í báðum vegalengdum. Auk þess verður fjöldi útdráttarverðlauna frá ýmsum fyrirtækjum á svæðinu.
Tímataka og úrslit:
Rafræn tímataka verður í hlaupinu. Keppendur fá afhenta flögu sem þeir hlaupa með. Engin flaga - enginn tími!
Úrslit verða birt strax að loknu hlaupi og síðar á hlaup.is og í afrekaskrá FRÍ.

 


Höfundur

Frískir Flóamenn
Frískir Flóamenn

Frískir Flóamenn er hlaupahópur í Árborg. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 17:15 og á laugardögum kl. 10:00. Farið er frá Sundhöll Selfoss.

Running club at Selfoss Iceland, running from Selfoss Swimming pool Tuesdays and Thursdays at 17:15 and Saturdays at 10:00. You are welcome.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband